blaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 12
12 I ÝMISLEGT MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 blaöiö Sonur Ladda er líka fyndinn Þórhallur Þórhallsson fetar í fótspor föður stns oger tekinn til við að skemmta landanum. ALLIR AFANGASTAÐIR I EVROPU FLUG Ferðatímabil 20. apríl-30. júní (síðasta heimkoma) Bókaðu á www.icelandair.is ÍCELANDAIR www.icelandair.is Um miðjan febrúar fór fram uppi- stand á Nasa þar sem fram komu nokkrir skemmtikraftar. Einn þeirra lék á alls oddi og var með áberandi öðruvísi grín en hinir. Hann gantaðist með orð og slettist um sviðið eins og liðamótalaus dúkka. Það kom skemmtilega á óvart að þessi ungi maður skyldi vera sonur okkar ástsæla grínista, Ladda. Margrét Hugrún Gústavsdóttir tók þennan framtíðargrínista tali í Iðuhúsinu við Lækjargötu. Þórhallur ætlaði sér aldrei að feta í fótspor föður síns eins og algengt er með unga menn, en á endanum komst hann ekki hjá því að eigin sögn. Grínið knúði að dyrum. Fyrsta uppistand hans var árið 2003 á árshátið vöruflutningamið- stöðvarinnar Flytjanda þar sem hann starfaði um skeið. „Ég var plataður út í þetta og það gekk bara nokkuð vel þarna á árshá- tíðinni, en ég fór samt ekkert að spá meira í þetta fyrr en fyrir svona einu til einu og hálfu ári,“ segir Þórhallur og hallar sér fram á borðið. „Þá byrj- aði ég að skemmta aðeins á árshá- tíðum og í menntaskólum og svona. Fyrir ekki svo löngu hafði síðan samband við mig maður sem heitir Eyvindur Karlsson, umsjónarmaður vefsins uppistand.net, en hann var að leita að fólki sem vildi koma sér á framfæri með uppistandi. Ég sló til og tróð upp á þessu kvöldi á NASA og er mjög ánægður að hafa fengið það tæki- færi. Þetta var mjög gaman. Sá sem skipulagði kvöldið hafði bara séð við- tal við mig og ákvað að taka „sénsinn" án þess að hafa séð mig skemmta" Vildi ekki feta í fótspor föður síns Þú segist ekki hafa átt þér æsku- drauma um að verða grínisti eins og pabbi þinn? „Nei, það voru allir að spyrja mig að þessu þegar fólk frétti hver væri faðir minn, hvort ég ætlaði mér nú ekki að verða grínisti eins og hann, og ég ætlaði mér vissulega aldrei að fara út í þetta en svo réði ég bara ekki við mig. Gat ekki hamið mig. Þetta er bara eitt- hvað sem maður verður að gera.“ Afhverju vildirðu ekki verða eins og hann? „Ég veit það eiginlega ekki. Það var ekki af því að ég skammaðist mín fyrir hann eða þætti þetta eitthvað asnalegt. Ég bara fann ekki þessa þörf til þess að koma fram og grínast. Að minnsta kosti ekki fyrir framan ein- hvern fjölda af fólki. Ég hafði samt alltaf verið með einhver skrípalæti í kringum vinnufélaga og fjölskyldu.“ Hvernig var að alast upp með hinum landsfræga Ladda? „Það var náttúrlega svolitið skrítið stundum, en ég þekki samt ekkert annað. Þetta gat verið voða fínt þegar strákarnir voru að metast um hvaða pabbi væri flottastur. Þeir sögðu kannski að þeirra pabbar væru sterk- ari en minn, en ég gat komið með það á móti að pabbi minn gæti gert grín að pabba þeirra. Það er miklu sterk- ara. Ég gat líka hótað því að pabbi myndi gera grín að þeim ef þeir gerðu mér eitthvað." Nú ert þú af annari „grínkynslóð“ en pabbi þinn. Hann gaf út frábærar plötur eins og Hlunkur er þetta og fleiri góðar, enfólk grínast samt vissu- lega öðruvísi í dag en áður og finnst aðrir hlutir fyndnir. Hvað telur þú að hafi mótað kímnigáfu þína efsvo mætti að orði komast? „Pabbi hefur vissulega haft mikil áhrif á mig þar sem ég ólst upp í kringum hann og hans grín. Það varð bara partur af mínu lifi og hlýtur þá að hafa haft einhver áhrif hvort sem ég vildi það eða ekki. Ég held að grín hafi kannski ekki breyst það mikið í megindráttum þó að manni finnist ef- laust eitthvað fyndið í dag sem hefði ekki þótt það fyrir einhverjum árum. Ég horfði alltaf á Fóstbræður þegar ég var yngri, svo horfi ég á Svínasúp- una og Strákana og finnst þeir mjög skemmtilegir. Mér finnst Óskar Jónas- sonmjöggóður. Það er bara þannig að það sem er fyndið er bara fyndið, sama hversu gamalt það er.“ Þórhallur Þórhallsson er 22 ára en segist vita aö hann líti út fyrir að vera miklu eldri. Hamingjusamlega þunglyndur Eru ekki til margirflokkar afgríni? „Jú, það er svartur húmor, kald- hæðnishúmor, þunglyndis- húmor... hann er mikið í tísku núna í grínheimum. Þunglyndi og svartsýni. Ég er samt ekki mikið fyrir þunglyndis- húmor. Ég er frekar hamingjusamlega mnglyndur. Tek junglyndinu með opnum örmum og er vinur þess,“ segir Þórhallur og brosir. „Fólk getur líka endalaust velt sér upp úr samskiptum kynjanna. Muninum á körlum og konum. Það væri ágætt ef einhver kæmi með nýjan vinkil en þetta virðist alltaf ganga út á það sama. Að konur kunni ekki að bakka og karlar séu alltaf eins og asnar. Geti ekki gert nema eitt í einu og skilji ekki neitt.“ Hvernig finnst þér íslenskur húmor verafrábrugðinn öðrum? „Mér finnst hann oft vera svolítið svartur og þunglyndislegur. Við lifum jú allan þennan tíma í myrkri og þá eru allir þunglyndir og í vondu skapi. Mér finnst þetta skina svolítið ígegn." Nú er stundum talað um að grínistar séu þunglyndir, en efþeir erufarnir að geragrín að því líka...? „Það er náttúrlega alltaf talað um trúðinn með tárið og ég held að það sé mikið til í því. Flestir þessara ffægu grínista áttu einhverja ömurlega æsku og erfitt líf að baki. Kannski er grínið þeirra aðferð að sigrast á erfið- leikum. Reyndar átti ég samt ekkert erfiða æsku þannig að það er ekki mín afsökun. Jú, kannski... Pabbi sagði alltaf við mig að hann væri fífl og fengi borgað fyrir það en ég væri bara fffl. Nú er minn tími kominn til að afsanna þetta og vinna mér inn peninga með því að grínast.“ Kann ekki að syngja Áttu þér einhverjar fyrirmyndir aðrar en pabba þinn? „Já, Monty Python. Það grín er mér að skapi. Ég hef séð Holy Grail marg- oft. Þetta er yndislegt rugl. Svona súrt grín finnst mér mjög gott. Mér finnst Jim Carrey líka alveg frábær. Hann er svo góður í þessu líkamlega gríni. Það er að segja í að nota llkama sinn til að grínast með. Mörgum finnst hann reyndar ofleika en málið er að hann ofleikur vel og það er ekki á allra valdi.“ Rúsinur í bleyti! Þú spyrð kannski af hverju? Það er góð ástæða fyrir því. Það er eins með rúsínur í vatni eins og suma sem liggja í dásam- legu baðkari.Þær verða mun sætari og mýkri. Náttúrulega sætan úr rúsínunum kemur fram á yfirborðið og verða þær það sætar að ekki er nauðsynlegt að nota sykur eða önnur sætuefni til að sæta með. Rúsínurnar eru tilbúnar eftir 8 tiM 2 klst í vatni og geymast í ca 1 viku í kæli, þannig að þú getur notað þær eftir þörfum. Hvernig notar þú þær? Jú, settu þær í salatið t.d. í gulrótarsalatið, eða notaðu þær sem sætuna í salsasósuna,t.d.súr- sæta Salsa. Þær eru frábærar í ávaxtasalat - setjið fullt af ferskum ávöxtum í skál, vanilluduft, kanelduft, rúslnurnar og svo með þeyttan rjóma eða soyarjóma. Þær eru einnig kjörnar til að nota sem snakk með hnetum og möndlum. Ekki henda vatninu af þeim. Það er líka orðið sætt og kjörið að nota sem auka sætuefni í bakstur og því um Ifkt. 1 hluti rúsfnur helst lífrænar 2-3 hlutarvatn Leggið rúsfnurnar í bleyti í vatn í glerkrukku með loki og geymið í kæli.Munið að nota hreina skeið þegar þið veiðið rúsínurnar upp úr krukkunni. BlaÖiO/Steinar Hugi Hefur þig einhvern tímann langað í leiklistarskólann? Já, ég var að spá í að sækja um en hætti við þegar ég frétti að maður þyrfti að syngja. Ég er ömurlegur söngv- ari. Get ekki sungið fyrir mitt litla líf. Svo var ég að frétta að maður þarf að hafa stúdentspróf og ég er ekki einu sinni með það. Pabbi fór reyndar aldrei f nám, fyrir utan eina önn í UCLA í Kaliforníu. Mér skilst að hann hafi bara langað til að prófa. Kannski fer ég einhvern tímann í margmiðlun eða eitt- hvað f þeim dúr.“ Langar að vera með „sketsa" í sjónvarpinu Talið berst að hinum fjölmörgu karakterum sem Laddi hefur leikið {gegnum tíðina. Karakterar sem oft urðu svo raunverulegir að þeir öðluð- ustsjálfstættlíflíktogSilvíaNótthefur gert meðgóðum árangri. „Pabbi bara fór í þessi gervi og svo varð hann sú persóna sem hann var að leika. Hann bara varð Eiríkur Fjalar og skildi sjálfan sig eftir ein- hvers staðar. Ég man að bróðir minn þurfti einhvern tímann að verja Eirík fyrir mömmu vinar síns. Hún var að tala um hvað þessi Eiríkur væri leið- inlegur og þreytandi og þá útskýrði bróðir minn það fyrir henni að þetta væri pabbi f gervi. Þetta er svipað með Silvíu. Flestir vita nú að það er leikkona á bak við þetta en allir tala samt um Silvíu eins og manneskju. Nú er fólk að tala um hvað kærast- inn hennar sé leiðinlegur við hana og að hún ætti nú bara að hætta með honum!“ Þú ert ekki sjálfur búinn að setja þig í hlutverk? Nei, ég er að hugsa um að prófa að vera aðeins öðruvísi til að byrja með. Mig langar voðalega mikið til þess að gera sjónvarpsþætti sem eru Syggðir upp á svokölluðum „sketsum". Það er minn draumur. Ég er þegar búinn að skrifa fullt af efni og gæti þess vegna byrjað bara strax, mig vantar bara mannskapinn og miðilinn.“ Ertu í einhverrifastri vinnufyrir utan grínið? „Nei, tæpast. Ég er reyndar með út- varpsþátt á Kiss FM á laugardögum og uppistand þess á milli en ég stefni að því fullum fetum að verða launað fffl," segir Þórhallur að lokum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.