blaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 blaöiö Heitasti staóurinn í fyrra. Brottfarir í júní og ágúst að seljast upp Dýrt að gera við Þjóðleikhúsið Viðgerð á Þjóðleikhúsinu mun kosta um i,6 milljarða samkvæmt kostnaðaráætl- unum. Þetta kom fram í svari Þorgerðar K. Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, við fyrirspurn Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns, í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. f máli ráðherra kom fram að brýnt væri að fara sem fyrst í viðgerðir á húsinu og nú þegar væri búið að ráð- stafa um 250 milljónum á fjáraukalögum í það verkefni. Fjölgun hjá Stígamótum Um 4,3% allra kynferðisbrota- mála sem bárust Stígamótum á síðasta ári voru kærð eða 13 mál af tæplega 300 sam- kvæmt ársskýrslu samtakanna sem kynnt var í gær. Aldrei áður hafa kærurnar verið jafn fáar en árið 2004 lykt- aði 17 málum með kæru. Þá fjölgaði nýjum málum um rúm 9% á síðasta ári og voru tæplega 250 talsins. Leið Valgerðar líklega ófær Valgerður Sverrisdóttir vill skoða hvort leita beri eftir aðild að EMU án aðildar að ESB. Hagfrœðingur Seðlabankans hefur efasemdir. Ágúst ÓlafurÁgústsson, þingmaður Samfylkingarinnar segir sjálfsagt að skoða þær hugmyndir Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, að ísland gerist fullgildur aðili að Efnahags- og myntbanda- lagi Evrópu (EMU) án aðildar að Evrópusambandinu (ESB). Ágúst telur þó hyggilegra að ganga skrefið til fulls og ganga í Evrópusam- bandið. Staðgengill yfirhagfræðings Seðlabankans segir að niðurstaða greinar sem skrifuð var af starfs- mönnum bankans fyrir nokkrum árum hafi verið á þá leið, að ætluðu Islendingar sér að taka upp evruna væri hyggilegast að ganga alla leið og gerast fullgildir aðilar að Evrópu- sambandinu. Valgerður skrifaði í gær pistil á heimasíðu sína þar sem hún veltir upp þeim kostum sem Is- lendingar standa frammi fyrir þegar kemur að evrunni. EMUán ESB aðildar Að mati Valgerðar eru fjórir kostir f stöðunni. I fyrsta lagi getur ísland gerst aðili að ESB. I öðru lagi kemur til greina að ísland gerist fullgildur ■ ••-1 aðili að EMU án aðildar að ESB. I þriðja lagi nefnir hún að Islendingar geti samið sérstaklega um upptöku evrunnar án fullrar aðildar að EMU eða ESB og í fjórða lagi gætu íslend- ingar tengt gengi krónunnar við gengi evrunnar. Valgerður segist í grein sinni hafa „mikinn áhuga á að skoða þann möguleika að Island gerist fullgildur aðili að Efnahags- og myntbandalag- inu án aðildar að ESB.“ Einnig segir hún vert að skoða hvort hægt sé að semja um upptöku evru án aðildar að EMU eða ESB og segist hún telja þessar tvær leiðir vera færar miðað við reglur ESB. Hún segir málið snúast fyrst og fremst um pólit- ískan vilja framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Engin fordæmi Þórarinn G. Pétursson, staðgengill aðalhagfræðings Seðlabankans, segir bankann ekki hafa skoðun á því hvort íslendingar eigi að taka upp evruna. Hins vegar hafi starfs- menn bankans skrifað mikið um þessi mál og nefnir hann grein sem birtist í Hagtíðindum árið 2001 eftir hann sjálfan, Arnór Sighvatsson og Má Guðmundsson. Greinin fjallar um val á hagkvæmustu gengisstefnu fyrir Island. Þar er farið yfir þá kosti sem Valgerður nefnir í grein sinni. Þórarinn segir að niðurstaða þeirrar athugunar hafi verið sú, að ef stjórnvöld ákveða að taka upp einhverskonar tengingu við evruna, sé eina vitræna leiðin að ganga i Evr- ópusambandið. Hvað varðar þá leið sem Valgerður nefnir sem álitlega, það er að segja að ganga í EMU án aðildar að ESB, segir Þórarinn þann kost hafa verið skoðaðan í grein- inni. Höfundar komust þá að þeirri niðurstöðu að sú leið væri ófær þar sem erfitt væri að ímynda sér að evr- ópski seðlabankinn myndi taka það ímál. Þórarinn benti einnig á að engin fordæmiværu fyrirþeirrileið. Hann ítrekaði að bankinn hefði enga form- lega skoðun á málinu, það væri pól- itísk ákvörðun að vega kostina og gallana í þessum málum. Besta leiðin að ganga alla leið Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar segir vert að skoða þann möguleika að ganga í EMU án aðildar að ESB. Hann bendir einnig á að fordæmi séu fyrir því að þjóðir taki upp evruna án EMU aðildar, en það er einn þeirra kosta sem Valgerður nefnir. Hins vegar sé það stefna hans flokks að Island sæki um aðild að ESB. „Besta leiðin væri að ganga alla leið, þetta er okkar viðskiptasvæði og sameig- inleg mynt myndi hafa í för með sér ýmsa kosti fyrir íslenskt efnahags- líf,“ segir Ágúst Ólafur. Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavik • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sfmi: 510 9500 45.895 kr. Heimsferðir frá 45.895 kr. Netverð á mann með 10.000 kr. afstætti, m.v. hjónmeð 2 börn, 2-11 ára, vikuferð i maí eða sept. Diamant íbúðahótelið. Byko vísar ásök- unum á bug Segja ráðninguÁsdísarHöllu Bragadóttur í stól forstjóra með öllu ótengda viðrœðum Bauhaus og Urriðaholts. Stjórn Byko neitar öllum ásökunum fulltrúa Bauhaus um að fyrirtækið beiti bolabrögðum til að koma í veg fyrir að Bauhaus nái fótfestu hér á landi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórn félagsins sendi frá sér í gær. Yfirlýsing stjórnar Byko kemur í kjölfar gagnrýni og ásakana Helmut Diewald, yfirmanns þróunarsviðs Bauhaus, vegna meintra starfshátta Byko. I fjölmiðlum á þriðjudag sagði Helmut Byko hafabeittbolabrögðum til að koma í veg fyrir að Bauhaus fengi lóð í Urriðaholti í Garðabæ. I yfirlýsingunni neitar stjórn Byko að hafa haft afskipti af viðræðum Bauhaus og Urriðaholts um kaup þess fyrrnefnda á lóð fyrir bygginga- vörurverslun í Garðabæ. I yfirlýsingunni kemur fram að ráðning Ásdísar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra Garðabæjar, í forstjórastól Byko hafi á engan hátt tengst viðræðum Bauhaus og Urriða- holts. Búið hefði verið að ganga frá ráðningunni áður en formlegar við- ræður fyrirtækjanna tveggja hófust. Þá segir stjórn Byko það alrangt að fyrirtækið reyni nú að koma í veg fyrir að Bauhaus fái lóð í Reykjavík fyrir austan Vesturlandsveg. Byko hafi lengi sýnt þessu svæði áhuga og sé með athugasemdum sínum að- eins að ítreka þann áhuga. Þá gagnrýnir stjórn Byko vinnu- brögð fulltrúa Bauhaus og segir þá fara ítrekað með rangt mál í þeim tilgangi að sverta starfshætti Byko. Fyrirtækið óttist ekki heilbrigða samkeppni en hvetji hins vegar að- ila til að fara með rétt og satt mál og taka þátt í samkeppni á heiðarlegum grunni. Ákvörðun um kvöldfund á Al- þingi gagnrýnd mbl.is | Þingfundur hófst á Alþingi klukkan 18 í gærkvöldi þar sem til stóð að ljúka annarri umræðu um frumvarp til vatnalaga. Ekki tókst að ljúka umræðunni í fyrrakvöld eins og til stóð. Þingmenn stjórnar- andstöðunnar hafa gagnrýnt harð- lega að settur skuli á kvöldfúndir vegna þessa máls og vísuðu m.a. í yfirlýsingar Sólveigar Pétursdóttur, forseta Alþingis, um að hún stefni að því að vinnutími þingmanna yrði fjölskylduvænni. Var m.a. vísað til þess að í gær var alþjóðlegur baráttudagur kvenna og það væri því dagur sem þingmenn vildu verja með fjölskyldum sínum. Gengið frá frumvarpi um kynferðisbrot mbl.is | Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Ragnheiður Bragadóttir, lagaprófessor við Há- skóla Islands, hittust á fundi í gær til að ræða lokagerð frumvarps til laga um breytingar á ákvæðum kyn- ferðisbrotakafla almennra hegning- arlaga. Ráðherra mun leggja til við rfkisstjórn, að frumvarpið verði flutt á Alþingi á næstunni. HÚBGAGNA Bæjarlind 14-16, Kópavogi LINDIN 10.000 MÖGULEIKAR - fyrirfólkmeð sjálfstæðan smekk Þú velur sófa Þú velur stól Þú velur áklæði Þú velur lit Þú hannar Bara gaman Xavira Sessalong + 3 púðar Cube sófasett 2.5+1+1+4 púðar Áklæöi frá kr 48.000 Áklæði frá kr 104.000 Leður frá kr 77.000 Leður frá kr 172.000

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.