blaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 38
38IFÓLK FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 blaðið ÍBÚÐAVERÐ OG NEYSLUBRJÁLÆÐI Smáborgarinn er svo ánægður með að vera búinn að kaupa sér sína fyrstu íbúð en það gerði hann fyrir nokkrum árum. Að sama skapi dauðvorkennir hann ungu fólki sem er að kaupa sína fyrstu íbúð í dag. Hvernig fer fólk að þessu? Þetta neyslubrjálæði sem hefur gripið landann er svo sannarlega brjálæði í fyllstu merkingu þessa orðs. Það er ekki nóg fyrir okkur að búa i einfaldri íbúð, við þurfum alltaf að kaupa það allra flottasta. Hver er tilgangurinn? Er tilgangur- inn kannski sá að virðast rík á yfirborðinu, að geta sýnt nágrannanum, vinunum og öllum öðrum hvað allt er flott og fínt heima hjá okkur. Hvað varð um götótta sófa, ókláraðar innréttingar og hurðarlaus herbergi eins og sást á mörgum heimilum fyrir 10-20 árum. I dag verður allt að vera fullkomið og allt þarf að klárast ekki seinna en í dag. Smáborgarinn heyrði síðast í dag af íbúð sem seldist í Vesturbæ Reykjavíkur og sú íbúð fór á tæplega fimmtíu milljónir. Ósköp venjuleg íbúð af eðlilegri stærð. Þegar Smá- borgarinn ólst upp á sínu bernskuheimili var alltaf eitthvað sem átti eftir að gera. Setja eldhúsinnréttingu, setja baðherbergishurð, bílskúrshurð, mála húsið og svo mætti lengi telja. (þau 20 ár sem Smáborgarinn bjó á bernskuheimili sínu var alltaf eitthvað ógert. Þannig var það þar til foreldrar Smáborg- arans seldu húsið. I húsinu sem foreldrar Sméborgarans búa í núna er margt sem þarf að gera. Eins er margt eftir ógert í húsi Smá- borgarans. Það er bara eitthvað svo vinalegt að hafa eitthvað óklárað. Hvað ætti Smáborg- arinn annars að gera í tómstundum sínum ef ekki þyrfti að lappa upp á svalahurðina, geymsluna eðaannað. En aftur að háu íbúðarverði sem hlýtur að vera kvalræði fyrir unga neytendur. Þrátt fyrirað íbúðalán séu aðgengilegri þá hlýtur samt að vera erfitt fyrir ungt fólk aö fjár- festa í sæmilegri íbúð. Ágætis blokkaríbúð i úthverfi kostar kannski tæplega tuttugu milljónir, svo ekki sé minnst á 101 Reykjavík. Þegar Smáborgarinn keypti sína fyrstu íbúð þá fjárfesti hann í lítilli og sætri íbúð i mið- bæ Reykjavíkur. Það hentaði prýðilega þar sem Smáborgarinn var einmitt í Háskóla Islands á þeim tíma og því var stutt að fara. Sú íbúð var í fjölbýlishúsi, um 50 fm að stærð og ágætlega útiítandi að öllu leyti. Ja, ágætlega útlítandi fyrir ungan háskólanema. Smáborgarinn keypti þá íbúð á litlar 4 millj- ónir. 4 milljónir! Hvað ætli sú ibúð færi á í dag? Smáborgarinn seldi íbúðina aftur um fimm árum síðar og þá græddi hann fjórar milljónir á henni. Því má ætla að í dag færi sama litla íbúðin á rúmlega 10 milljónir, jafn- vel 12 milljónir ef hún lítur mjög vel út. Þetta ernáttúrlega bara klikkun! HVAÐ FINNST ÞÉR? Brynjólfur Sveinsson, þúsundkall Hvernig líst þér á að leggja niður krónuna? „Við fyrstu sýn virðist mér það afar óþjóðlegt að velta því fyrir sér að leggja niður krónuna, en hún er svo sem ekkert heilög og íslendingar hafa notað aðra gjaldmiðla gegnum tíðina, suma þjóðlega eins og vaðmál og aðra al- þjóðlegri eins og gull og silfur. Hinsvegar eru sárafá rök fyrir því að leggja niður sjálfstæða peningamálastefnu og tengjast þeirri sem er rekin af evr- ópska-seðlabankanum. Að minnsta kosti myndi ég ekki öfunda ráðherra þjóðarinnar að hafa hemil á þenslunni í hagkerfinu og húnsæðismarkaðn- um ef að við byggjum við sama vaxtarstig og er á evru-svæðinu. Hvað evr- una varðar þá er hún hið mesta þarfaþing og hefur reynst ágætlega við að kenna kaþólskum mönnum suður í löndum lútherskar dyggðir við stjórn peningamála." Valgerður Sverrisdóttir hefur áhuga á að skoða hvort Islendingar geti gerst aðilar að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu og taka þar með upp evruna. Jackson gerir 300 armbeygjur á dag Poppkóngurinn Michael Jackson lifir góðu lífi þessa dagana í Mið-Austurlöndum og er víst allur að braggast eftir erfið réttarhöld síðustu ára. Jackson hefur búið í konungsríkinu Bahrain, þar sem hann er sérstakur gestur sonar konungsins, frá því hann var sýknaður af ákærum um misnotkun á börnum. Bróðir Jacko, Jermaine Jackson, sagði nýlega í viðtali við Larry King að bróðir sinn hefði það mjög gott: „Hann gerir 300 armbeygjur á dag og fullt af magaæfingum. Hann hefur þyngst og er í frábæru forrni.*1 Jermaine sagði einnig að fjölskylda þeirra væri ánægð með lífið og gaf í skyn að ný tónlist væri á leiðinni. Nálgunarbann á Hilton Sá furðulegi atburður átti sér stað í Los Angeles í vikunni að nálgunarbann var sett á partíprinsessuna Paris Hilton. Það eru ekki fáir karlmenn sem hefðu ekkert á móti því að hafa hana nálægt sér en ekki athafnarmaðurinn Brian Quintana. Hún verður að halda sér í um 70 metra fjarlægð frá honum. Quintana sagði Hilton hafa hótað sér líkamsmeiðingum eftir að hann sagði kærasta hennar, Stavros Niarchos, að hætta að hitta Hilton. Talsmaður Hilton sagði henni til varnar að hún vildi ekki sjá Quintana og væri ánægð með að þurfa að halda sig frá honum. í anda Hollywood var smátt letur í nálgunarbannssáttmálanum sem sagði bannið geta gilt um aðeins nokkurra metra fjarlægð væru þau fyr- ir tilviljun í sama samkvæmi. Guð blessi Hollywood! Brown handtekinn Vandræðagemlingurinn Bobby Brown var enn og aftur handtekinn um helgina. Hann var þó ekki að lemja eiginkonu sína, Whitney Houston, né nota eiturlyf eins og hann var þekktur fyrir í gamla daga heldur var hand- takan samkvæmt gamalli ákæru vegna hraðaksturs á mótorhjóli frá árinu 1992. Brown var handtekinn í bænum Webster í Massachusetts-fylki, þar sem hann var mættur til að horfa á 13 ára dóttur sína á klappstýrumóti. Tim- othy Bent, varðstjóri, sagði Brown hafa verið mjög samstarfsfúsan. Leyfði hann Brown að horfa á keppnina og treysti honum meira að segja til að keyra sjálfur á lögreglustöðina eftir keppnina. Brown var í varðhaldi í klukkutíma en var látinn laus eftir að hafa greitt sekt sína sem var 40 dalir, eða um 2400 krónur. eftir Jim Unger 5-21 O Jim Unger/dlst Dy Unlted Medla. 2001 Ekki vera svona fúll. Hann er búinn að bíða eft- ir að þú reyktir hann í allan dag, litla skinnið. HEYRST HEFUR... Spjallborðið Málefnin (www. malefnin.com) var opnað aftur eftir hlé, sem gert var þegar þar var birt slóð, sem lá að meint- um tölvupósti Jónínu Bene- diktsdóttur, sem Baug- smiðlarnir gerðu sér mat úr um árið. Adam var þó ekki lengi í Paradís, þar sem bilun virtist hafa komið upp í gagnagrunni vefjarins, þó ýmsir vænisjúk- lingar netsins virðist hafa talið meira að baki. í þessu máli öllu er þó athyglivert að á spjallþráð- um vefjarins Barnaland (www. barnaland.is), sem rekinn er í samstarfi við Morgunblaðið (www.mbl.is) hafa slóðir að tölvupóstunum meintu staðið óhaggaðar... Tölvupóstsmálið hefur hleypt miklu lífi í umræðu um spjallborð eins og Málefnin þar sem unnt er að setja fram skoðanir og hvaðeina í skjóli nafnleysis. Skiptast menn mjög í tvö horn hvað það varðar og togast á málfrelsið og ábyrgðin. Spurning er hins vegar hversu lengi nafnleysið haldi. Heim- ildir eru fyrir því að lögreglan hafi fengið í hendur atburða- skrár Máléfnanna og geti með þeim rakið hvaðan efni, sem varðar við lög, komi. Laganna verðir munu hins vegar ekki síður furða sig á því hve drjúg- an tíma margir opinberir starfs- menn hafi til maraþonskrifa á Málefnin og eitthvað mun víst hægt að rekja til einkafyrir- tækja líka... Sagt var frá því á þessum stað í gær að sumum sjálf- stæðismönn- um í Reykjavík hafi þótt deyfð yfir sínum mönnum svo nærri kosning- um, en þeir eru víst ekki einir um það. Þannig kvarta strætóstjórar undan því að Dagur B. Eggertsson hafi ekki sinnt beiðni um fund með efstu mönnum framboðanna í Reykjavík og sömu sögu var að heyra frá Sjálfsbjörgu á dögun- um. Þegar hringt var í Ráðhús- ið vissi enginn neitt um Dag eða hvar hann var að finna og voru menn helst á þvi að hann hefði brugðið sér til útlanda... Talsvert hefur verið rætt um Taívansferðir íslenskra þingmanna að undan- förnu, bæði gerði Össur Skarphéðins- son þær að umtalsefni á blogg sínum (ossur.hexia. net) og sagðist helst aldrei vilja fara þangað og yrði því fegnast- ur þegar Peking-stjórnin næði yfirráðum þar líka. DV tók síð- an upp þráðinn og leiddi í ljós að ekki hefðu allir boðað sig í þingleyfi vegna ferðanna. Hitt er svo annað mál að sjaldnast heyrist múkk um Kínaferðir þingmanna og embættismanna, en varla mun nokkur þingmað- ur eiga Kínaför eftir þó ekki sé öllum ljós tilgangurinn...

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.