blaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 22
22 IFERÐALÖG FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 blaðið í nálægö viö íslenskar náttúrup erlur Úr Breiðuvík eru þœgilegar gönguleiðir á Látrabjarg og að Sjöundá. Menningarsaga Búlgariu laðar að Fallegar strendur og lágt vöruverð gera landið að sannkallaðri ferðamannaparadís. Það er smekksatriði hvernig fólk vill eyða sumarfríinu sínu, sumir vilja heimsækja fjarlægar strendur en aðrir vilja líta sér nær og ferðast um eigið land. í Breiðuvík við Patreksfjörð er góð gistiaðstaða og stutt í fal- legar gönguleiðir. Þar er líka hægt að vera í friði og ró frá öllu áreiti því Breiðuvík er einn af ör- fáum bæjum á íslandi þar sem ekki er sjónvarpssamband. ,Við bjóðum upp á víðtæka þjónustu og getur fólk valið um gistingu í herbergjum með eða án baðs, svefn- pokapláss eða gistingu á tjaldstæði á svæðinu1, segir Keran St. Ólason sem rekur ferðaþjónustu í Breiðuvík ásamt Birnu Mjöll Altadóttur konu sinni. „Við tókum við staðnum í apríl 1999 en ferðaþjónusta hefur verið rekin á staðnum frá árinu 1982.1 ná- grenni við Breiðuvík er fjöldi göngu- leiða og ég býð upp á trússferðir þar sem ég flyt farangur fólks á milli staða. Ég hef til umráða 14 manna bíl þannig að ég get keyrt fólk á upp- hafsstað ferðar að morgni og flyt síðan farangurinn á þann stað sem fólk hyggst ljúka göngunni. Göngu- leiðir í nágrenninu eru yfirleitt 4-7 tíma langar svo það má segja að þetta séu þægilegar dagleiðir." Stutt í áhugaverða staði Keran segir vinsælt að ganga á Látra- bjarg sem er skammt frá Breiðuvík en einnig er hægt að ganga út í Kollsvík sem er gömul gönguleið. ,Þá hefur verið vinsælt að ganga að Sjöundá þar sem mesta morðdrama íslandssögunnar átti sér stað. Á Sjö- undá eru rústir af þeim bæjum sem þar stóðu en einnig er þar minn- isvarði. Fyrir þá sem vilja fræðast meira um Sjöundá hefur verið bent á Úlfar Thoroddsen á Patreksfirði sem veit margt um staðinn. Frá Sjö- undá er hægt að ganga áfram inn í Stálfjall en þar voru brúnkolsnámur í upphafi 20 aldar. Þá er hægt að ganga inn á Rauðasand og þaðan út í Keflavík. í Breiðuvík er boðið upp á allan al- mennan mat og einnig er hægt að láta útbúa nesti fyrir daginn. Ef fólk pantar mat með fyrirvara er hægt að koma með séróskir en alla jafna er ekki hægt að velja mat af matseðli." Keran segir að til gamans megi geta þess að vestasti bar Evrópu sé stað- settur í Breiðuvík. Mestur hluti ferða- manna útlendingar ,Tveir þriðju hlutar þeirra gesta sem koma í Breiðuvík eru erlendir ferðamenn en þeim fslendingum sem heimsækja okkur fer fjölgandi. Flestir ferðamenn koma frá Þýska- landi en það er að aukast að Frakkar og Hollendingar komi líka. Það er mikið bókað hjá okkur yfir sumarið svo það er best að bóka tímanlega.“ Keran segir það lensku hjá íslend- ingum að vilja koma með stuttum fyrirvara og að þeir láti stjórnast af veðrinu. „Það kemur auðvitað fyrir að hópar detta út og þá er hægt að komast að með stuttum fyrirvara. f Breiðuvík var aukið við gistirýmið fyrir tveimur árum og þar eru nú 12 hótelherbergi með góðri aðstöðu. í gamla húsinu er hægt að fá herbergi án baðs en í því húsi var rekið vist- heimili fyrir drengi. Á tjaldstæðinu er ný snyrtiaðstaða og þar er grillað- staða og eldhús fyrir tjaldgesti." Hversvegna koma ekki fleiri íslend- ingar tilykkar? „Ég held að margir setji fyrir sig að keyra um verstfirska vegi sem margir telja verri en þeir eru í raun. Vegakerfið hefur batnað til muna og nú er um 5 tíma akstur frá okkur til Reykjavíkur." h ugrun@bladid. net ,Ferðir til Búlgaríu eru mjög vin- sælar hjá okkur núna en við hefjum beint flug þangað í maí“, segir Hildur Gylfadóttir, sölustjóri hjá Terra Nova ehf. „Flugvöllurinn er 17 km frá Golden sands ströndinni og það er gist á góðum hótelum með sundlaugar- görðum og góðri aðstöðu. Það er margt hægt að skoða í Búlgaríu en landið á sér spennandi menningar- sögu og þarna má finna mikið af rústum og minjum sem eru allt að 7000 ára gamlar. Búlgaría var til skamms tima undirokuð af Tyrkjum og menningin í landinu minnir að mörgu leyti á menningu Tyrklands og Grikklands þó Búlgaría hafi haldið ákveðnum menningarein- kennum. Búlgaría var áður undir strjórn kommúnista en í landinu er nú farið að gæta vestrænna áhrifa. Verðlag í Búlgaríu er mjög hagstætt og því er uppihald þar ódýrt.“ Hildur segir veðráttu í Búlgaríu vera svipaða og á Spáni og að á árum áður hafi fyrirmenni frá Rúss- landi farið til Búlgaríu í lúxusferðir. ,,Flug og gisting til Búlgaríu kostar 39.995 ef miðað er við tvo fullorðna og tvö börn. Golden sands ströndin er mjög skemmtileg og umhverfið fallegt enda er mikið farið að bóka í ferðirnar þangað í vor. Auk ferða til Búlgaríu býður ferða- skrifstofan Terra Nova m.a. upp á ferðir til Kýpur allan ársins hring en þær eru vinsælar í kringum jól og páska.“ h ugrun@bladid. net Mánudaginn 13. mars Allt um mat...pantið auglýsingu tímanlega Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolbiún Ragnaisdóttir • Sími 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net Ellert Ágúst Pálsson • Slmi 510 3746 • Gsm 869 9903 • elli@bladid.net Bjami Daníelsson • Sími 510 3725 • Gsm 856 4299 • bjami@bladid.net Hreysti, dáð og lúnir fætur Þrjátíu klukkustunda ganga dróttskáta um helgina. Flestir tengja ferðalög við sumar- frí á suðrænum slóðum. Þó eru til annarskonar ferðalög sem taka styttri tíma og taka jafnvel töluvert á. Þesskonar ferðalög geta líka verið skemmtileg því hvað er betra en að teyga fjallaloft í góðra vina hópi og eiga jafnvel möguleika á verðlaunum. Nú um helgina munu dróttskátar víða að landinu taka þátt í 30 klukku- stunda fjallgöngukeppni sem fer fram á Hellisheiði og nærliggj- andi svæðum. „Keppnin er opin dróttskátum og meðlimum björgunarsveita á aldrinum 15-18 ára en þeir sem hafa áhuga á að fá sér góða gönguferð um helgina eru velkomnir með“, segir Guðmundur Finnbogason stjórn- andi keppninnar. „Keppnin byrjar á föstudaginn en þá verður lagt upp frá skíðaskála Víkings í Sleggjubeins- skarði. Þegar keppendur mæta á stað- inn verður kort afhjúpað og þá munu þeir velja sér leið sem liggur á milli skíðaskálans og Þrymheima. Mark- miðið er að stoppa á sem flestum stöðvum á milli þessara staða og leysa verkefni en þetta er lagt upp eins og ratleikur. Keppendur reyna að ná eins mörgum póstum á sem styðstum tíma en þeir sem mæta of seint fá færri punkta. Það er ekki hægt að velja alla póstana en kepp- endur fá ákveðinn stigafjölda fyrir hvert verkefni sem þeir leysa. Keppn- inni lýkur á sunnudaginn i Hvera- gerði og þá verða afhent verðlaun og grillað." Aukastig fyrir að gista í tjaldi Guðmundur segir svona keppni skipta öllu máli og sé kjarninn í drótt- skátastarfinu. „Stór hluti skátastarfs- ins er útlíf og þarna gefst skátum og meðlimum björgunarsveita færi á að nota þá þekkingu sem þeir hafa aflað sér í skátastarfinu. Skátarnir og Landsbjörg eru í mjög góðu sam- starfi og þeir skátar sem farið hafa í björgunarstörf hafa þótt liðtækir í þeim störfum. í keppninni eru gefin stig fyrir þá gistiaðstöðu sem liðin kjósa sér. Þannig fást aukastig fyrir þau lið sem gista í tjaldi. Þau lið sem taka þátt í dróttgöngunni eru 15 en 45 keppendur eru skráðir til leiks. Liðin eru af höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Selfossi og Keflavík og í fyrsta skipti er lið frá herstöðinni í Keflavík. Áhugasömum er bent á að mæta við skíðaskála Víkings kl 19:00 á föstudaginn en keppnin hefst á laugardagsmorgun. Kjörorð keppn- innar eru hreysti, dáð og lúnir fætur. hugrun@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.