blaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 16
Stjórnmálalíf
Eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur
ÍARS 2006 bla6ið
Hvern á nú að setja
á skotskífuna?
Framsóknar-
skútan missti
mannfyrirborð
umhelgina. Það
verða að teljast
nokkur tíðindi
þótt Framsókn
hafi áður séð
að baki erfða-
prinsi með
líkum hætti.
Mig grunar að Flalldór Ásgríms-
son sé ekki glaður í dag þótt hann
reyni að bera sig karlmannlega.
Formaður Framsóknarflokksins
hefur á liðnum árum leitt tvo karla
fram á stjórnmálasviðið svo að eftir
hefur verið tekið. Árni Magnússon
var settur í framboð í Reykjavík-
norður og Björn Ingi Hrafnsson í
Reykjavík-suður í alþingiskosning-
unum 2003. Engum duldist að hér
voru komnir frambjóðendur þókn-
anlegir formanni flokksins. Árna
gerði hann samstundis að ráðherra
og tróð konum í flokknum um tær
með eftirminnilegum hætti. Björn
Ingi, aðstoðarmaður, var svo gerður
að borgarstjórnarkandídat þegar
fundin var sporsla við hæfi fyrir
Alfreð Þorsteinsson. f dag mælist
Framsókn með næstum því ekkert
fylgi í borginni og Árni Magnússon
er hættur, farinn. Sjaldan launar
kálfur ofeldið.
Stjórnmálastörfum getur fylgt
mikið áreiti og álag. Það vita al-
þingis-ogsveitarstjórnamennogfjöl-
skyldur þeirra. Samkeppni á milli
manna er oft hörð. Prófkjör bjóða
t.d. upp á óskemmtilega hörku í sam-
skiptum flokkssystkina, stundum
með ömurlegum afleiðingum fyrir
flokka og fólkið í þeim. í stjórnmála-
störfum reynir oft meira á úthald og
þolgæði en hugsjónir og stefnufestu.
Ekkert af því sem hér er tínt til gerir
stjórnmálin neitt sérstaklega aðlað-
andi. Hálfgert skítadjobb, ekki satt?
Jú, jú, ef maður einblínir á neikvæðu
hliðarnar þá verður myndin ekki fal-
leg en hún er að mínu viti heldur
ekki rétt.
Mörgum störfum fylgir mikið
álag og áreiti. Flestu störf reyna á
úthald og þolgæði. Og sums staðar,
t.d. í efri lögum viðskipta- og fjár-
málalífs, er hörð persónuleg sam-
keppni á milli manna daglegt brauð.
Það er kannski helst krafan um
sýnileika og frammistöðu á opin-
berum vettvangi - í þinginu, í fjöl-
miðlum, á fundum og ráðstefnum
- sem skilur starf stjórnmálamanns-
ins frá öðrum. Þeirri kröfu fylgir
tíðum álag og áreiti sem getur verið
lýjandi.
Það vill gleymast að starf í stjórn-
málum, t.d. þingmennskan, gefur
fólki einstakt tækifæri til þess að
láta til sín taka á mörgum sviðum
þjóðlífsins; að einbeita sér að mála-
flokkum sem standa hjarta manns
næst; að kynnast samfélaginu í
raun upp á nýtt; að starfa með fólki
úr öllum geirum samfélagsins að
sameiginlegum verkefnum og mark-
miðum. Þetta starf - sem að mestu
fer fram utan þingsalarins - er
kjarninn í starfi þingmannsins. Það
sem gefur því mest gildi.
Ég er þeirrar skoðunar að það sé
í vissum skilningi forréttindi að
starfa í stjórnmálum. í Bandaríkj-
unum er talað um „public service"
með jákvæðum hætti. Þar þykir það
mikill kostur í fari manns (og á CV-
inu hans) að hafa reynslu af störfum
sem hafa það að markmiði að stuðla
að almannaheill. Þingmennska er
þar efst á lista en þátttaka í starfi
foreldra- eða íþróttafélags er ekki
síður talin mikilvæg í þessu sam-
hengi. Ástæða þess að ég nefni þetta
er að ég held að ímynd Islendinga
af stjórnmálum endurspegli að ein-
hverju leyti sjálfsmynd íslenskra
stjórnmálamanna. Hún mætti vera
betri. Það vill gleymast að trúnaður
okkar er fyrst og fremst við kjós-
endur þessa lands og stefnuna sem
þeir veittu brautargengi með stuðn-
ingi sínum. Sá trúnaður skiptir
mestu. Á hann þarf að einblína en
ekki „prjálið og poppið“ sem á til að
verða fyrirferðarmest í umræðunni
um lífið í íslenskum stjórnmálum.
http://www.althingi.is/tsv/
Þórunn
Sveinbjarnardóttir
M7
ftPRÓ-AH
AFRÓSKÓLI Sigrúnar Grendal
Spennandi námskejð í dansi og trommuslæUi
Gerðu líkamsræktina að þinni bestu skemmtun.
Frábærirtímarfyrir síunga og aðeins yngri.
Án gríns Afró er fyrir alla - líka þig!
4 vikna námskeið hefjast þriðjudaginn 14. mars
Byrjunar- og framhaldshópar
Innritun í síma 561 5100
Trommunámskeiðin hefjast laugardaginn 18.mars
Kennslustaðir: Baðhúsið (afródans), Betrunarhúsið (trommur)
Nánari upplýsingar; www.isf.is
Netfang: missgrendal@hotmail.com
Símar:8496554 (Sigrún), 6910772 (Cheick)
ICELAND
SPA A IITNISS
Kennararnir Sigrún og Cheick hafa stundað langt og strangt nám (afródönsum og
trommuslætti í Gineu, Vestur-Afríku. Þau hafa kennt afró um árabil og staðið fyrir
ýmsum uppákomum bæði á Norðurlöndunum og í Afríku.
SÖLUMENN ÓSKAST
Blaðiö
Bæjarlind 14-16
201 Kópavogur
Vegna aukinna umsvifa óskar Blaðið
eftir sölumönnum í fulla vinnu.
Um er að ræða skemmtilegt starf
hjá fyrirtæki í örum vexti með
skemmtilegu fólki. Góðir
tekjumöguleikar fyrir gott fólk.
Umsóknir sendist á atvinna@vbl.is
Eftir Björn Inga Hrafnsson
Pólitík er skrítið
fyrirbæri og
býsna algengt
að menn fari
fram úr sjálfum
sér í samsæris-
kenningum og
vangaveltum yfir
ákvörðunum og
tíðindum sem
eiga sér jafnvel
ofureðlilegar skýringar. Ágætt dæmi
um þetta er það kapphlaup sem nú er
hafið meðal fjölmiðlafólks ogýmissa
annarra um leitina að nýjum erfða-
prins Framsóknarflokksins.
Borgarfulltrúi Framsóknarflokks-
ins, sem hefur kosið að draga sig út
úr borgarmálunum, lýsti því yfir í
gær að eftir brotthvarf Árna Magnús-
sonar væri komin upp sú óþægilega
staða að ekki lægi ljóst fyrir hver væri
eftirmaður Halldórs Ásgrímssonar
forsætisráðherra sem formanns
flokksins. Ég veit ekki betur en Hall-
dór hafi margoft lýst því yfir að hann
sé ekki á förum úr stjórnmálum og
veit heldur ekki betur en ýmsir aðrir í
forystusveit flokksins hljóti að koma
til álita til framtíðar, svo sem Guðni
Ágústsson varaformaður, Siv Frið-
leifsdóttir ritari ogþingflokksformað-
urinn Hjálmar Árnason. Aukýmissa
annarra í þingflokki framsóknar.
Finnur Ingólfsson var uppnefndur
krónprins í Framsóknarflokknum
og við brotthvarf hans var ekki lítið
gert úr því að arftakinn hefði hætt
og um leið hófst leitin að nýjum
erfðaprins. Þegar Árni Magnússon
varð ráðherra var hann umsvifalaust
útnefndur erfðaprins Framsóknar-
flokksins, ekki síst af andstæðingum
flokksins, sem vildu með því etja
saman fólki og búa til ímyndaðar inn-
anhússerjur um völd og áhrif.
Og hvað gerist nú þegar Árni
Magnússon lætur af störfum af per-
sónulegum ástæðum? Láta menn
þar við sitja? Aldeilis ekki. Umræðan
um arftaka Halldórs er þegar hafin
og í fjölmiðlum í gær og í dag hefur
verið farið yfir sviðið og nefnd ýmis
nöfn til sögunnar. Þar á meðal mitt.
Þá er þvi til að svara að ég tilheyri
ekki forystusveit Framsóknarflokks-
ins, sit ekki á Alþingi og er að auki
aðstoðarmaður formanns flokksins
og styð hann auðvitað heilshugar
í hans störfum, auk þess sem ég
hlaut skýrt umboð frá flokksfólki og
öðrum stuðningsmönnum minum
til að leiða lista Framsóknarflokks-
ins í komandi borgarstjórnarkosning-
unum og mun einbeita mér að því
spennandi og skemmtilega verkefni.
Mér er ljóst að umræðan um vænt-
anlegan arftaka er ekki sist til þess
fallin að setja einhverp kandídat á
skotskífuna svo hann geti orðið sam-
eiginlegt skotmark sem flestra. Við
framsóknarmenn eigum því ekki að
taka þátt í slíkri umræðu; við eigum
þrjá góða forystumenn sem bera
ábyrgð á því að sigla skútunni farsæl-
lega fram á veg.
http://www.bjorningi.is/
Stígðu fram
Óskar Bergsson
Eftir Össur Skarphéðinsson
Björn Ingi
Hrafnsson, að-
stoðarmaður for-
sætisráðherra,
grætur ekki
átakanlega sárt
á vefsíðu sinni
yfir brottför
Árna Magnús-
sonar úr stjórn-
málum. Það er
þvert á móti ein-
sog úr sálardjúpunum ómi eitthvað
áþekkt hálfkæfðu andvarpi fjarlægs
feginleika.
Rokkarnir eru ekki þagnaðir. Þráð-
urinn sem spunninn var úr þeli gær-
dagsins er strax farinn að teygja sig
inn í fréttamiðlana. Við sáum það í
kvöld að á meðal þeirra sem nú eru
reifaðir sem hugsanlegir formenn
Framsóknar á eftir Halldóri Ás-
grímssyni er...já einmitt, Björn Ingi
Hrafnsson!
Hvernig ætli Halldóri Ásgríms-
syni líki það? Varla hefur það verið
partur af ráðningarsamningi hinna
ungu fjölmiðlainanna í Stjórnarráð-
inu að ýta undir það hjá kollegum á
fjölmiðlunum að Halldór sé kominn
á síðasta snúning. Varla heldur að
næsti formaður Framsóknarflokks-
ins verði hugsanlega hans eigin
aðstoðarmaður! Svo það getur ekki
verið að þessi partur athyglisverðrar
fréttar í RÚ V eigi sér nokkurt faðerni
í grennd við Stjórnarráðið.
Þetta er hættulegur spuni hjá
stuðningsmönnum Björns Inga.
Hann vantar enn nokkur prósent
upp á að landsýn sé í baráttu hans
fyrir að komast i borgarstjórn. Hann
er með flokkinn i Reykjavík í upp-
námi. Anna Kristinsdóttir borgarfull-
trúi hefur sagt sig úr lögum við Björn
Inga sem kollvarpaði henni - og það
eina sem þau eru sammála um síð-
ustu dægrin er að það hafi verið áfall
fyrir Framsókn að missa Árna Magn-
ússon úr stjórnmálum. Þar hafa þau
rétt fyrir sér.
Það síðasta sem aðstoðarmaður for-
sætisráðherra þarf er vottur af grun
hjá kjósendum um að hann stefni á
önnur mið en borgarstjórn. Ég held
hins vegar að í brúnni í Stjórnarráð-
inu séu mehn farnir að undirbúa
nýja siglingu. Það er engin tilviljun
að Halldór Ásgrímsson - formaður
í krappri stöðu - notaði ekki ferðina
fyrst Árni fór og setti bæði Siv og
Jónínu Bjartmarz inn í ríkisstjórn-
ina. Tvær vaskar konur, sjóðandi af
löngun. Báðar hæfar. Báðar búnar að
vera í löngum þæfingi innan flokks
við forystuna og það sem þær köll-
uðu sjálfar drengjabandalagið.
Mín spá er sú, að fyrir kosningar
verði reynt að koma Jónínu í aðra bit-
haga, veifa fyrir framan hana sendi-
herrastöðu ef Geir er til í dansinn,
hugsanlega öðru - og sjá hver niður-
staðan verður þegar hún metur kosti
sína. Björn Ingi er varamaður hennar.
Hann skytist þá rakleiðis inn á þing
fyrir kosningar, og ætti gjörunnið
prófkjör fyrir höndum. Björn Ingi
átti sömuleiðis briljant kosningabar-
áttu og hver segir að hann gæti ekki
velt Jónínu í prófkjöri til þings? Hún
hlýtur að skoða þann möguleika ef
boðið berst.
Þegar stuðningsmenn Björns Inga
ýta því að þjóðinni að hann hafi
áhuga á öðru og stærra en borgar-
stjórn Reykjavíkur - því það var inni-
hald spunans í kvöld - þá eru þeir líka
að segja um leið, að Björn Ingi ætli
að hafa hratt á hæli og stoppa stutt í
borgarstjórn - nái hann á annað borð
kjöri.
Það þýðir í reynd að í vor kjósa
menn ekki um Björn Inga sem efsta
mann á lista Framsóknar - heldur
þann sem á eftir kemur.
Stígðu fram, Óskar Bergsson.
www.althingi.is/ossur