blaðið - 20.03.2006, Side 8

blaðið - 20.03.2006, Side 8
8 I ERLEKTDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 blaöiö Reyklaus bær Reykingar á almannafæri hafa verið bannaðar með öllu í bænum Calab- asas í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Er þetta í fyrsta skipti á Vesturlöndum sem allar reykingar eru bannaðar í heilu bæjarfélagi. Calabas er ungur bær, stofnað var til þessa samfélags fyrir 15 árum. Þar býr einkum ríkt fólk. Bannið mælist misjafnlega fyrir en ekki kom svo mjög á óvart að ráða- menn í Calabas tækju slíka ákvörðun því bærinn er þegar orðinn þekktur fyrir róttæk lög og reglugerðir á sviði umhverfismála. Margirhafaorðið til þess að mótmæla banninu með tilliti til persónufrelsis. Forsaga málsins er sú að fyrir sex mánuðum eða svo hvatti táningur einn yfirvöld til að bregðast við því að algengt væri að fólk sinnti reyk- ingum við innganga stórverslana. Ráðamenn tóku erindið hátiðlega og komust að því að best færi á því að allar reykingar yrðu bannaðar í bænum. Því er nú bannað með öllu að reykja á almannafæri t.d. í al- menningsgörðum, á biðstöðum stræt- isvagna og úti á götu. Fólki er meira að segja bannað að reykja á svölum heimila sinna ef þær eru í nágrenni opinberra staða t.a.m. sundlauga. „Þetta er svo vitlaust að ótrúlegt er að menn geti gert þetta,“ sagði hinn 55 ára gamli Rich Weiss, sem býr í Calabasas en reykir ekki. „Reykur dreifist á augabragði þegar reykt er úti og þeir sem þola ekki reykinn geta þá bara fengið sér sæti annars staðar." Cindy Ward, sem er 29 ára og sogaði í sig síðustu sígarettuna þegar blaðamann bar að og sagði: „Við búum í Ameríku þar sem sagt er að menn hafi frjálst val og vilja og þetta gengur þvert á þá hugmyndafræði." Öll ráð verða þó ekki tekin af Cindy og öðrum reykingamönnum í Calabasas. Á nokkrum stöðum í útjaðri bæjarins hefur verið komið upp „reyksvæðum" sem auðkennd eru með skiltum. í vinnunni í samkvæmi Starfsfólk í vinnustaðapartíum telst vera í vinnunni þar til yfirmaðurinn er farinn heim. Þetta er niðurstaða þýsks dómstóls sem felldi úrskurð í máli starfsmanns sem hlaut höfuðáverka í samkvæmi starfsmanna um jólin. Málið fór fyrir dómstól í Frank- furt eftir að tryggingafyrirtæki eitt hafði neitað að greiða þeim sem varð fyrir slysinu bætur. Maðurinn höfuð- kúpubrotnaði m.a. þegar hann rann og datt fyrir utan veitingastað þar sem efnt hafði verið til samkvæmis starfsfólks. Dómurinn komst að þeirri niður- stöðu að tryggingasali vinnustaðar- ins ætti að greiða manninum bætur. Rökin voru þau að hann hefði enn verið i vinnunni þegar hann varð fýrir óhappinu. 1 dómsorðinu segir að líta beri svo á að tryggingaskil- málar gildi þar til að „vinnutengdum viðburði" ljúki. Sé því á hinn bóginn þannig farið að tímanleg mörk hans hafi ekki verið ákveðin beri að líta svo á að viðburðurinn standi enn yfir á meðan yfirmenn eru á staðnum. Voltaren Dolo® (diklófenak kalíum) 12,5 mg töflur. Notaðar við vægum eða frekar vægum verkjum, svo sem höfuðverk, tannpínu og tíðaþrautum. Verkar einnig hitalækkandi. Dragi ekki ur einkennum a nckkrum dögum. skal leita til læknis. Þeir sem eru með eða hafa haft sögu um maga- eða skeifugarnarsár eða skeita lifrarstarfsemi ættu að raðfæra sig við lækni aður en lyfið er notað. Þeir sem þola ekki acetýlsalisýru. ibuprófen eða ónnur bolgueyðandi lyf eða eru með astma eiga ekki að nota Voitaren Dolo® Notið lyfið ekki á meðgóngu nema í samráði við lækni. en aldrei á siðasta þriðjungi meðgöngu. Leitið ráða læknis eða lyfjafræðings um milliverkanir við önnur lyf. Lesa skal vandiega leiðbeiningar a umbuðum og fylgiseðli. Geymiö þar sem börn hvorki ná til né sjá. FUOTVIRKT VERKJALYF ^Lyf&heilsa Við hlustum! Austurstræti • Austurveri • Domus Medica • Firði. Hafnarfiröi • Fjarðarkaupum Glæsibæ • Hamraborg Kópavogi • JL-húsinu ■ Kringlunni l.hæð • Kringlunni 3.hæð Melhaga ■ Mjódd ■ Mosfellsbæ • Salahverfi • Eiðistorgi • Hellu • Hveragerði ■ Hvolsvelli Kjarnanum Selfossi • Vestmannaeyjum • Þorlákshöfn ■ Dalvík ■ Glerártorgi Akureyri Hrisalundi Akureyri • Ólafsfiröi • Akranesi • Keflavik Austurhlutinn afskiptur íbúar í austurhluta Þýskalands verða lítt varir við heimsmeistaramótið í knattspyrnu þar t sumar. Aðeins lið Úkraínumanna mun hafa aðsetur í austurhlutanum og aðeins verður leikið á einum knattspyrnuvelli þar. Sameining Þýskalands er löngu um garð gengin en aðskilnaður virðist enn við lýði þegar horft er til heims- meistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer þar í sumar. Einungis verður leikið á einum velli á landsvæði því sem forðum tilheyrði Austur-Þýskalandi. Og aðeins eitt lið, Okraínumenn, mun hafa aðsetur í austurhlutanum. Úkraínumennirnir munu halda til í Potsdam rétt fyrir utan Berlín en heimsmeistaramótið stendur yfir frá 9. júní til 9. júlí. Heimsmeist- arar Brasilíu munu koma sér fyrir í Frankfurt, miðstöð fjármálalífsins í Þýskalandi, og flytja sig þaðan til Köínar. Frakkar verða í höll einni í Aerzen, skammt frá Hanover í norð- urhlutanum en Argentínumenn hafa ákveðið að setja upp búðir sínar i bænum Herzogenaurach þar sem íþróttavörufyrirtækið Adidas hefur höfuðstöðvar. Sjálfir munu Þjóðverjar halda liði sínu í Berlín, í vesturhluta borgar- innar. Jafnvel Angóla, sem forðum var í ágætu sambandi við hina kommúnísku valdhafa í Austur- Þýskalandi, hefur ákveðið að lands- liðið haldi sig í vesturhluta Þýska- lands. Yfirskrift mótsins verður ,Tími til að eignast nýja vini,“ og sýnist ýmsum sem þau kynni verði bundin við íbúa í vesturhlutanum. Fá hótel talin henta í bæklingi sem undirbúningsnefnd mótsins lét hanna er mælt með alls 110 hótelum fyrir liðin sem taka þátt. Einungis 16 þeirra gistihúsa eru í austurhluta Þýskalands. Einungis fimm kappleikir verða háðir í hinu gamla Austur-Þýskalandi og ræðir þar um Zentralstadion í Leipzig. Völlurinn, sem tekur 45.000 manns, var reistur sérstaklega fyrir mótið. Sex leikir og úrslitaleikurinn fara fram á hinum gamla ólympiuleik- vangi í vesturhluta Berlínar. Talsmenn keppninnar segja að hagkvæmni hafi ráðið för í þessu efni. Fáir stórir knattspyrnuvellir séu í austurhlutanum og flugsam- göngur við mikilvægar borgir á borð við Frankfurt og Berlín séu mun betri en við borgir austan múrsins gamla. Ýmsum þykir þó þetta fyrirkomu- lag birtingarmynd þess að þessir tveir hlutar Þýskalands hafi 1 raun aldrei runnið saman þó svo samein- ing hafi átt sér stað árið 1990. Efna- hagsástand í austurhlutanum er allt annað og verra en í vestri. Það sama gildir raunar um fótboltann; í fyrsta skipti í 15 ár keppir ekkert lið úr austri í efstu deild þýsku knatt- spyrnunnar, Bundesligunni. Hansa Rostock átti þar lengi sæti en féll í fyrra. NÝJAR RALPH LAUREN VÖRUR KOMNAR Staða Abbas veikist mbl.is | Nokkrir háttsettir liðsmenn palestínsku Fatah-hreyfingar- innar munu hafa hvatt M a h m o u d Abbas, kjör- inn leiðtoga P a 1 e s t í n u - manna, til að segja af sér og fela yfirstjórn h e r t e k n u svæðanna í hendur Israelum í mót- mælaskyni við hernaðaraðgerðir ísraela á sjálfstjórnarsvæðum Palest- ínumanna fyrr í þessari viku. Þetta kom fram á fréttavef ísraelska dag- blaðsins Ha’aretz um helgina. Háttsettur liðsmaður samtak- anna, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði hugmyndina hafa verið rædda í fyrsta skipti á fundi mið- stjórnar Fatah-hreyfingarinnar á föstudagskvöld og að það sýndi vel þá reiði sem rfki meðal Palestínu- manna í garð ísraela og ráðaleysi liðsmanna Abbas í kjölfar kosn- ingasigurs Hamas-samtakanna á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum í janúar. „Af hverju eigum við að sætta okkur við að Abbas, sem umheim- urinn segist styðja, taki við hverju högginu á fætur öðru?“ var haft eftir Tayeb Abdel-Rahim, einum helsta ráðgjafa Abbas, en hann mun hafa hafið umræðuna á fundinum.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.