blaðið - 20.03.2006, Page 20
MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 Maöi6
28 i
Sólpallar og skjólgirð-
ingar alltaf vinsœlar
Hœstu skjólgirðingarnar hafðar opnar efst til að hleypa inn birtu.
Snjóbrœðslu-
lagnir auka þœg-
indi og öryggi
Viðflestar nýbyggingar er lögð snjóbrœðslu-
lögn áður en bílaplanið er fullklárað.
Áður fyrr girti fólk í kringum
garða sína til að koma í veg
fyrir að skepnur kæmust inn og
eyðilegðu blóm og runna. Nú er
sú hætta vart lengur til staðar
en samt sem áður finnst fólki
notalegt að hafa í kringum garða
sína girðingu sem gegnir þá hlut-
verki skjólveggs og getur verið
til mikillar prýði. Sólpallar eru
líka vinsælir og fyrir þá sem vilja
sameina þetta tvennt er hægt að
fá palla með skjólvegg.
,Við erum með ýmsar tegundir girð-
inga og seljum tilbúnar girðingaein-
ingar,“ segir Stefán Valsson, verslun-
arstjóri hjá Byko. „Girðingarnar eru
yfirleitt úr timbri en nú er að koma
ný tegund sem er bæði úr áli og
timbri og er mjög skemmtileg. Fólk
er mikið að girða í kringum hús sín
eða gera skjólgirðingar til að búa til
skjól í bakgarðinum hjá sér.“
Girðingarnar eru mis háar en þró-
unin er í þá átt að þær eru að lækka.
Hægt er að velja um girðingar á
hæðarbilinu 90-180 cm en fólk er
hætt að vera með heilu virkin fyrir
framan húsin hjá sér eins og tíðkað-
ist áður. Hæstu girðingarnar eru yf-
irleitt hafðar opnar efst til að hleypa
inn birtu.
Sólpallarnir alltaf vinsælir
,Það er mikil pallamenning á Islandi
og fólk er mikið að setja upp palla
sjálft. Þegar það er gert er mikilvægt
að skoða málin vel og við bjóðum
fólki upp á viðtal við Björn Jóhann-
son, landslagsarkitekt, til skrafs og
ráðagerða. Björn hefur verið mjög
vinsæll og er bókaður langt fram í
tímann en hann byrjar að ráðleggja
fólki 11. apríl. Fólk er beðið um að
koma með teikningar af húsinu og
út frá því ráðleggur Björn um stærð
og lögun pallanna. Ég mæli með því
að fólk leiti ráða hjá landslagsarki-
tekt áður en það byrjar að smíða til
að fá þokkalega sýn á garðinn og
þá möguleika sem eru fyrir hendi,“
segir Stefán og bætir við að algeng-
ast er að pallar séu smíðaðir sem
framhald af stofu eða öðru herbergi
íbúðarinnar.
Byko hefur gefið út handbókina
Sumar í garðinum en þar er að finna
ráðleggingar um hvernig á að smíða
palla, girðingar og annað sem lítur
að garðyrkju. „Hægt er að velja harð-
við og gagnvarða furu sem hráefni
í pallana. Harðviðurinn er örlítið
dýrari, en í raun er það einfaldlega
smekksatriði hvað fólk velur.“
En það er er ekki nóg að byggja
pallinn heldur þarf líka að halda
honum við.
„Til að verja pallana er borin á
þá hálfþekjandi viðarvörn eða
pallaolia og þannig er litur pallsins
einnig ákveðinn. Best er að bera á
pallinn um hálfum mánuði eftir að
hann er lagður og það hlífir honum
fyrir rigningu og sólarljósi. Eftir
það ætti að bera á pallinn einu sinni
á ári,“ segir Stefán.
Hægt að fá tilbúnar undirstöður
Byko er með áhaldaleigu þar sem
hægt að er leigja bora og fleira sem
fólkþarf að nota við pallasmíðina. Þá
leigir Byko bor til að bora fyrir und-
irstöðum en með bornum er búið til
gat sem hægt er að steypa í eða koma
fyrir tilbúinni pallaundirstöðu.
„Með því að koma fyrir tilbúinni
pallaundirstöðu sleppur fólk við alla
drulluvinnu en þarf aðeins að fylla
upp að undirstöðunum. I sumum
tilfellum býður undirlagið upp á svo-
kallað metpost en það er staur sem
er rekinn 90 cm ofan í jörðina og
þá sleppur fólk einnig við að steypa
undirstöður,“ segir Stefán að lokum.
hugrun@bladid.net
.Snjóbræðslulagnir eru aðallega
notaðar á göngusvæðum og á bíla-
stæðum við byggingar," segir Böðvar
Markan, eigandi B. Markan pípu-
lagna ehf. „Snjóbræðslulagnir eru
bæði vinsælar hjá einstaklingum og
fyrirtækjum og við flestar nýbygg-
ingar er lögð snjóbræðslulögn áður
en planið eða stéttin er fullkláruð.
Við einbýlishús og stærri hús er líka
hægt að nýta affall hússins en einnig
inniheldur öll þau bætiefni sem
til þarf svo að varmaskiptar, stýr-
ingar og rör endist betur gegnum
árin og tæringar og útfellingar
verði í lágmarki en ekkert kerfi er
viðhaldsfrítt.
Notkun affalls er einfaldasta og
ódýrasta lausnin þó lokað kerfi þýði
aukið öryggi.“
Ylur settur undir hellur við ný hús
1 Valsson hjá Byko segir mikla paliamenningu vera á fslandi og að fólk velji frekar timbur en steypu.
er hægt að skjóta innspýtingu inn í
kerfið. Þá er heitu vatni skotið inn
þegar kólnar í veðri. Miðað er við
að plön fyrir einbýlishús séu u.þ.b.
50 fm2 og þá fara um 200 metrar af
slöngum ef affallið eitt og sér á að
duga.“
Nokkrar tegundir
snjóbræðslukerfa
„Ef leggja á snjóbræðslulagnir á stór
svæði getur kerfið orðið stærra en
húsið ræður við og í þeim tilfellum
er ráð að setja uppblöndunarkerfi á
affallið. Þá er kerfið komið með raf-
magnsdælu ásamt innspýtingu. Þá
er það farið að vinna að hluta með
affallinu og heitri innspýtingu og
getur þá ráðið við öllu fleiri fermetra
í plani og göngustigum.“ Böðvar
segir æskilegt að nota lokað snjó-
bræðslukerfi þar sem annað hvort er
steypt eða malbikað yfir rör ásamt
steyptum tröppum sem auðvitað er
mikið öryggisatriði. „Lokuð kerfi
eru dýrust í uppsetningu, en um
leið talin öruggustu kerfin þar sem
frostlögur er á kerfinu. Því er tryggt
að þau haldi velli í miklum kulda
sem annars gæti skaðað kerfi sem af
einhverjum orsökum hreyfðu ekki
vatn og lagnir springa með tilheyr-
andi afleiðingum.
Við hönnun á snjóbræðslukerfum
ætti alltaf að huga að því slaufur,
sem geta orðið allmargar, séu sem
jafnastar í lengdum og þannig geti
maður náð góðum árangri við still-
ingar á kerfinu. Mitt mat er að betra
er að hafa fleiri slaufur styttri en
færri og lengri. Þá fæst betri nýt-
ing á hita á hverja slaufu og plönin
bræða betur. Oft er þó miðað við allt
að 200 metra í slaufu.
Pípulagningameistarar eru farnir
að nota nýja tegund af frostlegi sem
Böðvar segir að við ný hús séu af-
fallslagnir settar undir hellulagnir
en það getur verið kostnaðasamt að
fræsa í steypt plön í eldra húsnæði
til að setja snjóbræðslulögn í. „Það er
betra að brjóta upp steinsteypt plön
og setja hellur í staðinn. Hellulagnir
kosta um 6-10 þúsund á fermetrann
sem gerir um 600 þúsund krónur
fyrir sama plan, sá kostnaður hefur
þó verið meiri.“
Snjóbræðslulagnir undir
sumum götum
Böðvar segir það fyrst og fremst
þægindi og öryggi sem gera snjó-
bræðslukerfin svona vinsæl. „Það er
þægilegt að komast út í bíl án þess
að eiga það á hættu að detta í hálku
og pósturinn og aðrir sem erindi
eiga að húsinu eiga auðveldara með
að komast leiðar sinnar í snjó og
hálku þegar hitalögn er sett undir
hellur.
Sveitafélögin eru farin að nota
snjóbræðslulagnir undir götur sem
liggja í miklum halla sem er til mik-
illa bóta, sérstaklega ef fólk þarf að
stoppa í brekkunni. Miklum fjár-
munum er eytt í snjóbræðslulagnir
fyrir utan stórmarkaði og fyrirtæki
og er kostnaðurinn bæði mikilll í
lögn og rektri. Þrátt fyrir kostnað-
inn er ylur undir öllum nýjustu plön-
unum þar sem fjölmenni leggur leið
sína.“
Böðvar segir að þar sem íslend-
ingar búi við ódýra vatnsorku sé
ekki úr vegi að nýta sér snjóbræðslu-
kerfi til upphitunar því vatnið sem
fari í þau fari annars til spillis. Hann
ráðleggur um leið að gott viðhald og
eftirlit sé um leið lykill að góðri nýt-
ingu vatnsins.
hugrun@bladid.net