blaðið - 20.03.2006, Blaðsíða 22
30 I ÍPRÓTTIR
MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 blaðiö
Fisichella sigraði örugglega
Fernando Alonso hafnaði í öðru sœti og Renault er komið með 13
stigaforystu á Ferrari ogMcLaren eftir kappaksturinn í Sepang.
ftalinn Giancarlo Fisichella tileinkaði sigurinn æskuvini sínum sem lést í bílslysi á dögunum.
Efstu 8 í Sepang Heildarstig efstu ökumanna
SKYNDIPROFIÐ
Middlesbrough
1. Hvað heitir heimavöllur
liðsins?
2. Hvað heitir fyrirliði
liðsins?
3. Hvaða tveir Brasilíumenn
leika með liðinu?
4. Hvaða ár vann liðið sinn
eina deildabikar?
5. Á hvaða velli lék liðið áður
en það fluttist á Riverside
1995
•jjjed auiosajXv 'S 'froo 1 k ')|)equjaq3oa Ojqej
60 eAjJOQ 'í 'aje6qtnos qjojeo 1 'opjSJOAja 1
Chelsea líklegast
2006/2007
Breski veðbankinn William Hill
er þegar farinn að taka við veð-
málum um hvaða lið sigri ensku
úrvalsdeildina á næsta tímabili,
2006/2007. Hægt er að veðja á
fjögur lið, Manchester United,
Liverpool, Arsenal og Chelsea
og kemur eflaust fáum á óvart
að hið síðastnefnda er talið
langlíklegast.
Stuðlarnir líta svona út:
Chelsea 1.44
Man Utd. 6.00
Liverpool 6.00
Arsenal 11.00
Giancarlo Fisichella hafði loks-
ins heppnina með sér og sigraði í
öðrum kappakstri Formúlunnar í
ár sem fram fór í Sepang í Malasíu
í gær. Liðsfélagi hans hjá Renault,
Fernando Alonso, sem sigraði í Bar-
ein um síðustu helgi, lenti í öðru
sæti og Jenson Button hjá Honda
varð þriðji. Fisichella hóf keppni á
ráspól og leiddi kappaksturinn frá
fyrstu sekúndu. Alonso kom í mark
tæpum fimm sekúndum á eftir ítal-
anum og Button rúmum fimm sek-
úndum á eftir Alonso.
Ólukkan heldur áfram að elta
Kimi Ráikkönen en hann þurfti
að hætta keppni eftir að Christian
Klien hjá Red Bull ók á hann í opnun-
arhringnum. Við áreksturinn flaug
Finninn út af brautinni og gat því
ekki haldið áfram en Klien gat tekið
þjónustustopp og kláraði 26 hringi.
Michael Schumacher hjá Ferrari
hóf keppni í 14. sæti en liðsfélagi
hans Felipe Massa byrjaði næst aft-
astur. Massa átti hins vegar góðan
dag og tók aðeins eitt þjónustustopp
og þegar upp var staðið hafði hann
tryggt sér fimmta sætið og varð sek-
úndu á undan Schumacher.
Eftir kappaksturinn í Malasíu
hefur Renault-liðið 28 stig og er 13
stigum á undan sínum helstu keppi-
nautum, Ferrari og McLaren. Ljóst
er að liðið þykir afar líklegt til að
verja titil sinn frá því í fyrra sem
heimsmeistari bílasmiða.
bjorn@bladid.net
1. Giancarlo Fisichella 10
2. Fernando Alonso 8
3. Jenson Button 6
4. Juan Pablo Montoya 5
5. Felipe Massa 4
6. Michael Schumacher 3
7. Jacques Villeneuve 2
8. Ralf Schumacher 1
1. Fernando Alonso 18
2. Michael Schumacher 11
3. Jenson Button 11
4. Giancarlo Fisichella 10
5. Juan Pablo Montoya 9
6. Kimi Raikkönen 6
7. Felipe Massa 4
8. Mark Webber 3
Alka-Seltzer
Alka-Si'ltzer *ií freyditafia v.ó '.ófuðverk t»ðavcrk, 1 ■) ou •;'>ðvd-/**rk'urn, ta' r -erk ou ".ta
'■•’kt tnnihaidsefni: Asetyfsalísýlsyrd 324 rr**i- Skómmtun- 'orör oq bötn 1.- ara oij eltiri:
I-. freyöitofíui i senn. Er cur’ek'ó e’tir l>orf.:*!- uo i es: 8 ír ut» Mtt* j . ihr:r,r. Alk
Se*tzef á ulitaf að levsa upr) i /ai < Fio"* *:.u •'<tr !f»\sdr' r . hei’ ■ v«*í*a
o-v.verkttnar eigc -»• 1 <<■ o o . <f' '■ ; > :ð ». ■-.•••úi! . .. . ief'i . •öc.ji. 'u ofsak uðd
U. jjua :, ■ .er j'"ga í-iec-nqu á ekki ao gefa asctvisal' R. oi’agjot. Asetýi>air>ýis>. a
•- il?t *.V brjostan joik. Áfgengar aukaverkauir eru aukin biæöíngarhætta, ornæuu, niðurgangur,
cqleð' svirr", suð tvrir eyrum, aukin svitamvnduri. '.esid allari fylgiseöilinn vandlega aður en
iiyrjad er aö nota lyfið. Handhafi markadsieyfis: Bayer HeaíthCare AG.
Umboö a isiandi: Vistor hf, Horgatúni 2, Garðabæ.
LENGJAN
LEIKIR DAGSIIMS
Spilaðu á næsta sölustað eða á lenqjan.is
Banik Ostrava - Sparta Prag 2,80 2,75 1,90
Erzgebirge Aue - Hansa Rostock 2,15 2,60 2,50
Sedan - Le Havre 1,70 2,85 3,25
Southampton - Watford 2,45 2,60 2,20
Bologna - Atalanta 2,25 2,40 2,60
Skeytin inn
Sven-Göran Eriksson, knatt-
spyrnustjóri enska lands-
liðsins, segir að Joe Cole
sé að sínu mati besti leikmaður
enskuúrvalsdeild-
arinnar á þessu
tímabili. Valið
á besta leik-
manninum fer
fram á næstu
dögum en
Eriksson hefur
ekki atkvæðis-
rétt. Sagði hann
þó aðspurður að Cole yrði hans
fyrsti valkostur, eða þá Thierry
Henry sem hann segir vera al-
gjöran burðarás í liði Arsenal.
„Hann hefur bætt sig gríðarlega
á þessu tímabili. Jose Mourinho
spilar stóran þátt í því, en hann
hefur unnið frábært starf með
Cole. Ég hef trú á því að hann
getir orðið einn af þeim bestu á
HM í sumar,“ sagði Eriksson.
Frank Lampard, leikmaður
Chelsea, segir að það yrði
gríðarleg afturför fyrir
liðið ef Jose Mourinho myndi yfir-
gefa það. Mourinho var um helg-
ina orðaður við Inter Milan og því
haldið fram að baktjaldamenn
ynnu hörðum höndum að því
að koma honum
frá Lundúnum til
Mílanóborgar.
„Fyrir mér er
allur árangurinn
sem við höfum
náð Mourinho að
þakka. Ég blæs á
allar fullyrðingar
um að þetta sé bara spurning um
peninga. Það getur hvaða hálfviti
sem er keypt lið og fullt af stjörnu-
leikmönnum, en það er ekki þar
með sagt að það muni ná árangri,“
sagði Lampard.
Enska knattspyrnusam-
bandið fékk Brasilíumann-
inn Luiz Felipe Scolari í
atvinnuviðtal um helgina vegna
starfs knattspyrnustjóra enska
landsliðsins. Scolari er talinn
vera annar maðurinn sem knatt-
spyrnusambandið ræðir við en
fyrir viku síðan fór Alan Cur-
bishley, stjóri Charlton, í viðtal.
Hinn 57 ára
gamli Scolari
hefur áður náð
góðum árangri
með brasilíska
landsliðið en
því stýrði hann
til sigurs á HM
2002. Hann
hefur síðan þjálfað portúgalska
landsliðið sem lenti í öðru sæti
á EM 2004 en samningur hans
rennur út eftir HM í sumar.
Franski varnarmaðurinn
Franck Queudrue greindi
frá því í gær að hann vilji
yfirgefa Middlesbrough þegar
samningur hans rennur út 2008.
Queudrue hefur verið orðaður
við bæði Liverpool og Paris St.
Germain eftir að hafa átt mjög
gott tímabil í
vetur. Á þeim
fimm árum
sem Queudrue
hefur verið hjá
Boro hefur hann
aldrei verið val-
inn í franska
landsliðið og
sagði hann að nú væri kominn
tími til að breyta til.
„Að mörgu leyti langar mig að
fara aftur heim til Parísar. En á
móti kemur að ensk knattspyrna
er sú sem hentar mínum leikstíl
best, þannig að ég er ekki viss
hvað ég geri,“ sagði Queudrue.