blaðið - 20.03.2006, Síða 24
32 I MENNING
MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 blaöiö
Óham ingjusam-
asta kona Evrópu
Ný œvisaga varpar Ijósi á Evu Braun, ástkonu Adolfs Hitlers
í næstu viku er væntanleg á
markað bókin The Lost Life
of Eva Braun. Þarna er á ferð-
inni ævisaga konunnar sem
var ástkona Hitlers í 14 ár og
kaus að fremja sjáfsmorð með
honum fremur en að lifa án hans.
Höfundur bókarinnar, Angela
Lambert, aflaði nýrra heimilda
við gerð bókarinnar. Hún ræddi
meðal annars ítarlega við frænku
Evu, Gertrude sem veitti henni að-
gang að dagbók Alois Winbauer,
frænda Evu og Gertrude, en þar
er lýst áhyggjum fjölskyldunnar
af sambandi Evu við Hitler.
Sagnfræðingar hafa fram að þessu
veitt Evu litla athygli og almennt
hefur hún fengið þann dóm að hafa
verið litlaus og vitgrönn. Angela
Lambert segir að margt hafi komið
sér á óvart við rannsókn á lífi Evu.
Eins og til dæmis það að Eva var
ekki nasisti. Hún var heldur ekki
gyðingahatari og bað Hitler um að
þyrma þeim gyðingum sem hún og
fjölskylda hennar þekkti.
Hafði þörf fyrirvin
Ást Evu til Hitlers færði henni ekki
hamingju. Einkabílstjóri Hitlers
sagði að Eva hefði verið óhamingju-
samasta kona í Evrópu. I maí mán-
uði 1935 skrifaði Eva í dagbók sína:
Eva Braun. „Hún var óhamingjusamasta
kona sem ég hef kynnst", segir frænka
Evu Braun um konuna sem elskaði Adolf
Hitler.
„Hann (Hitler) hefur margoft sagt
mér að hann sé yfir sig ástfanginn
af mér en hvaða þýðingu hefur það
þegar hann hefur ekki sagt hlý orð
við mig í þrjá mánuði.“ Opinberlega
kom Hitler fram við Evu af kulda,
jafnvel fyrirlitningu.
Hitler kynntist Evu árið 1929. For-
eldrar Evu voru skelfingu lostnir
þegar hún gerðist ástkona Hitlers
og litu á dóttur sína sem fallna
konu. Eiginkonur nasistaleiðtoga
litu niður á Evu og fannst hún ekki
nægilega fín fyrir Foringjann og
buðu henni aldrei inn á heimili sin.
Albert Speer, arkitekt og yfirmaður
hergagnaframleiðslu Þriðja ríkis-
ins, sagði að Eva hefði verið „róleg
stúlka, afar viðkunnanleg, feimin
og hógvær. Ég kunni samstundis vel
við hana og seinna urðum við góðir
vinir. Hún hafði þörf fyrir vin.“
Þráði að vera elskuð
Árið 1943 kom Eva grátandi til Spe-
ers og sagði að Hitler hefði ráðlagt
henni að finna sér ástmann þar
sem hann gæti ekki lengur fullnægt
henni. Hitler var orðinn getulaus.
Ekki hvarflaði að Evu að yfirgefa
Hitler. Gurtrude frænka hennar
segir að Eva hafi setið við símann
og beðið eftir að Hitler hefði sam-
band. „Hún var óhamingjusamasta
kona sem ég hef kynnst. En þegar
endalokin blöstu við horfðist hún í
augu við raunveruleikann. Hún var
yfirveguð og ég er viss um að hún
kaus sjálf endalok sín.“
30. apríl 1945 tók hin 33 ára gamla
Eva Braun inn eitur og dó með mann-
inum sem hún elskaði svo heitt.
Ævisagnaritari Evu, Angela Lamb-
ert, segist hafa spurt Gertrude
frænku Evu hvað Eva hefði virkilega
þráð, hvort það hefði verið frægð,
hjónaband, börn... Gertrude svaraði:
„Hún vildi einungis vera elskuð.“
JPV naer góðum
árangri á bóka-
messunni í London
Blaði/Frikki
Skáldsaga Ólafs Gunnarssonar, öxin og jörðin, kemur út í bókaklúbbi Bertelsmanns í
Þýskalandi.
JPV útgáfa tók þátt í árlegri
bókamessu í London fyrir stuttu
en messan er önnur mikilvæg-
asta bókamessan. Hin er haldin
árlega að hausti í Frankfurt.
Söludeild JPV átti tugi funda með
útgefendum víðs vegar að úr heim-
inum til að kynna höfunda forlags-
ins. Lagt var kapp á að ná fundum
lykilmanna stórra og öflugra forlaga
sem líklegastir væru til að ná árangri
á sínum markaði enda stefna JPV að
semja frekar við þá sem hafa sterka
markaðsstöðu og fylgja islenskum
bókum eftir af tiltrú og metnaði.
JPV hefur aldrei fundið jafn mikinn
áhuga erlendra útgefenda á verkum
höfunda forlagsins og mörg dæmi
um að erlendir útgefendur hafi bit-
ist um útgáfuréttinn.
Á bókamessunni var gengið frá
samningi við Bertelsmann sam-
steypuna í Þýskalandi um útgáfu á
Öxinni og jörðinni eftir Ólaf Gunn-
arsson en hún hreppti íslensku bók-
menntaverðlaunin þegar hún kom
út. Nýlega er komin út önnur skáld-
saga Olafs í Þýskalandi, Tröllakirkja,
og hefur hún hlotið mikla Umfjöllun
og fengið afar góða dóma. Það varð
hins vegar niðurstaða JPV að ganga
til samninga við nýjan útgefanda í
Þýskalandi fyrir Ólaf enda Bertels-
mann vafalaust einn öflugasti útgef-
andinn þar í landi og náðust mjög
hagstæðir samningar um útgáfuna.
Hún kemur fyrst út í bókaklúbbi
þeirra sem hefur 2.6 milljónir með-
lima. Síðan verður bókin gefin út
fyrir almennan markað og svo loks
í kiljubroti.
Ekkert lát er á velgengni Tima
nornarinnar eftir Árna Þórarins-
son og seldi JPV hollenska útgefand-
anum De Geus útgáfuréttinn en
nokkrir hollenskir útgefendur vildu
gefa bókina út en De Geus varð fyrir
valinu. JPV hefur nýlega gengið frá
útgáfusamningum fyrir Tíma norn-
arinnar á öllum Norðurlöndum, í
Þýskalandi og á Ítalíu og nú standa
yfir samningaviðræður við fjölda út-
gefenda um allan heim, m.a. á Spáni,
Bretlandi og Rússlandi.
Mikill áhugi er á spennusögum
Þráins Bertelssonar og viðræður i
gangi við ýmsa útgefendur. Það dró
ekki úr áhuga útgefenda að skáld-
sögur hans fjalla um íslenska sam-
tið og margt það sem hefur verið
fjölmiðlum erlendis mikið umfjöll-
unarefni síðustu misseri.
Bernskuminningar Guðbergs
Bergssonar, Faðir og móðir og Dul-
magn bernskunnar, eru nýkomnar
út í Þýskalandi og hafa fengið góðar
umsagnir. Gengið var frá samn-
ingum um útgáfu á Svaninum í Hol-
landi en hann hefur þegar komið út
víðs vegar um heim.
»■»
Eva og Hitler. Opinberlega kom hann fram við hana af kulda, jafnvel fyrirlitningu.
SU DOKU talnaþrautir
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1 -9
lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi
ekki nema einu sinni fyrir i hverri línu, hvort sem er
lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins
nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að
leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Gáta dagsins
6 2 1 9
4 8 6 2
1 3 7
9 8
2 5
2 4 9 3 1 8
3 6 1 5
5 8 2 1
4 7 2 3
Lausnir siðustu gátna
9 7 5 8 2 3 1 6 4
4 1 8 5 6 9 2 3 7
2 3 6 4 1 7 8 5 9
5 2 1 9 4 6 3 7 8
8 4 3 1 7 2 6 9 5
6 9 7 3 8 5 4 1 2
3 5 2 6 9 4 7 8 1
1 6 4 7 5 8 9 2 3
7 8 9 2 3 1 5 4 6
6 4 5 8 1 3 9 2 7
2 3 7 4 9 6 1 5 8
8 1 9 5 2 7 6 3 4
3 2 8 6 5 9 4 7 1
9 6 4 1 7 2 5 8 3
5 7 1 3 4 8 2 6 9
7 5 6 9 8 4 3 1 2
1 9 2 7 3 5 8 4 6
4 8 3 2 6 1 7 9 5