blaðið - 22.03.2006, Side 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 blaöið
blaöi
Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur
Sími: 510 3700 * www.vbl.is
FRÉTTASÍMI:
510 3799
netfang: frettir@ bladid.net
AUGLÝSINGADEILD:
510 3744
netfang: auglysingar@bladid.net
Framkvæmda-
stjóri Morgun-
blaðsins hættir
mbl.is | Hallgrímur Geirsson
reindi frá því í gær á aðalfundi
rvakurs hf„
útgáfufélags
Morgunblaðs-
ins, að hann
hefði óskað
eftir starfs-
lokum sem
framkvæmda-
stjóri félagsins. Stjórn Árvak-
urs hefur fyrir sitt leyti fallist
á þessa ósk Hallgríms en jafn-
framt farið þess á leit að hann
gegni stöðu framkvæmdastjóra
uns nýr kemur til starfa. Ár-
vakur á helmingshlut í félaginu
Ár og degi sem gefur út Blaðið.
Hallgrímur segir í greinargerð,
sem hann flutti á aðalfundinum
og sendi starfsfólki Árvakurs
í gær, að á liðnu ári hafi orðið
uppstokkun í hópi hluthafa og
stjórna. Ný kynslóð með nýja
þekkingu, menntun og reynslu
hasli sér völl í forystuliði félags-
ins og gefi því aukinn styrk til
að takast á við þau stóru verk-
efni sem framundan séu. Því
telji hann að nú sé rétti tíminn
til að kalla eftir nýjum forystu-
manni á framkvæmdastjórastól
til að leiða þá vinnu sem fram-
undan sé og ráðið geti miklu um
framtið útgáfufélagsins og starf-
semi þess.
Hallgrímur tók við starfi fram-
kvæmdastjóra Árvakurs í. októ-
ber árið 1995. Þar á undan var
hann stjórnarformaður félags-
ins í niu ár.
Íshokkíið æft
Blcliö/SleinarHugi
Þrátt fyrir aö landið okkar sé skírt eftir frosnu vatni er ekki svo að landið sé hulið fs. Þvert á móti er erfitt fyrir þá sem stunda einhvers-
konar skautaíþróttir að finna isi lagt vatn til að leika sér á. Þvf er leitað á tilbúin svell og vandinn þannig leystur. Það var einmitt það
sem félagar í þriðja flokki Skautafélags Reykjavfkur gerðu og mættu til æfingar f fullum herklæðum.
Hlutabréf
lækkuðu mikið
Úrvalsvísitalan lækkaði um
3,25% í viðskiptum upp á
tæpa sex milljarða króna í
Kauphöllinni i gær. Mest lækk-
uðu hlutabréf í KB-banka, eða
um 4,8% í viðskiptum upp á 2,1
milljarða króna. Landsbankinn
lækkaði um 4,33%, íslandsbanki
um 4,21% og bréf í Straumi-Burð-
arás lækkuðu um 2,78%.
Minniháttar
árekstrar
Lítið varð um umferðaróhöpp á
höfuðborgarsvæðinu í gær þrátt
fyrir töluverða hálku á götum.
Fimm árekstrar höfðu verið
skráðir í höfuðborginni um sex-
leytið í gær sem er óvenju lítið.
Um minniháttar árekstra var að
ræða í öllum tilfellum.
Þrír fólksbílar lentu í árekstri
við Litlu kaffistofuna í gær-
morgun og þá missti erlendur
ferðamaður stjórn á bíl sínum
skammt frá Hvolsvelli með
þeim afleiðingum að hann fór
heila veltu.
Danske Bank gefur út svarta
skýrslu um íslenskan efnahag
Spáir minnkandi landsframleiðslu og hröðu gengisfalli á nœsta ári. ísland horið saman
við Thaíland og Tyrkland fyrir kreppurnar þar. Bankarnir svarafullum hálsi.
Islendingar stefna hraðbyri inn í
efnahagslægð, sem kann að lækka
gengi íslensku krónunnar um fjórð-
ung og hleypa verðbólgu af stað.
Þetta kemur fram í skýrslu Danske
Bank, sem út kom í gær. „Lands-
framleiðsla gæti fallið um 5-10% á
næstu tveimur árum,“ segir í skýrsl-
unni, sem Lars Christensen er aðal-
höfundur að, en hann er einn helsti
greiningarsérfræðingur bankans.
Danske Bank er næststærsti banki
á Norðurlöndum. Þá telur höfundur
líklegt að 10% verðbólguhvellur
verði þegar grengi krónunnar falli.
I skýrslunni er bent á að verðbólga
hafi undanfarin tvö ár farið fram úr
verðbólgumarkmiðum Seðlabanka
Islands um leið og hagvöxtur hafi
verið meiri en 8% árið 2004 og 5%
2005. Atvinnuleysi hafi hins vegar
Pylsubarinn LaugardaTN
farið niður í 1,6%. Þennan vöxt segir
skýrsluhöfundur megi rekja til „slá-
andi skuldaaukningar, skuldsetn-
ingar og áhættu, sem á sér fáa líka i
víðri veröld.“
Sem kunnugt er lýsti matsfyrir-
tækið Fitch efa um lánshæfi íslands
fyrir mánuði og vísaði til gjaldeyr-
ishalla, erlendra skulda og skulda-
stöðu bankanna. Merrill Lynch
áætlar að íslensku bankarnir skuldi
um 1,2 billjónir króna, sem gjaldfalli
á næsta ári, en landsframleiðsla Is-
lands nemur rétt tæpri billjón króna
(þúsund milljörðum).
í skýrslunni er útlitið ekki talið
bjart. „Niðurstaða okkar er að Is-
land sé nánast á alla mælikvarða
litið í verri stöðu en Thaíland var
fyrir kreppuna 1997 og aðeins lít-
ilega betur statt en Tyrkland fyrir
2001“
íslendingar taka til varna
Hér er um verulegan áfellisdóm að
ræða yfir islensku fjármálalífi. Er
þess skemmst að minnast að Davið
Oddsson, Seðlabankastjóri, sagði í
viðtali við Viðskiptablaðið á föstu-
dag fráleitt að ræða um „krísu“ í
þessu samhengi og taldi slíka um-
ræðu einkennast af misskilningi,
fljótfærni og jafnvel illum hug.
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra tók í sama streng á Alþingi í
gær og sagði það væri áhyggjuefni
hversu viljugir sumir fjölmiðlar
og stjórnarandstaðan hefðu verið
til að taka undir órökstudda gagn-
rýni, sem nokkrir erlendir aðilar
hefðu haft uppi á íslenska fjármála-
kerfið. í hópi þessara erlendu að-
ila væru meðal annars bankar og
greiningardeildir banka, sem væru
í harðri samkeppni við íslenska að-
ila og gagnrýnin væri hreinlega sett
fram 1 því skyni að koma höggi á
samkeppnisaðila.
Islensku bankarnir hafa einnig
tekið til varna hér heima sem er-
lendis og má segja að Landsbank-
inn hafi gengið þar fram fyrir
skjöldu og talið gagnrýni á stöðu
bankans óverðskuldaða. I yfirlýs-
ingu frá bankanum kom fram að
eiginfjárhlutfall bankans væri 13,1%
en í Bretlandi væri meðaltalið 8,1%.
KB banki hefur gefið út ámóta yf-
irlýsingu. Þá kemur fram í yfirlýs-
ingu Landsbankans að í þolprófi
Fjármálaeftirlitsins hefði komið í
ljós að Landsbankinn gæti hæglega
staðist 35% hrun í Kauphöllinni,
25% lækkun krónunnar og 20% út-
lánatap, þó allt þetta dyndi yfir í
einu. Þá hafa menn einnig vísað
til þess að um 75% af útistandandi
lánum í bankakerfinu eru með veð
i fyrirtækjum, sem eru með tekjur í
erlendum gjaldeyri.
Sérfræðingar benda á að þrátt
fyrir að allt reynist í himnalagi í ís-
lensku efnahagslífi muni áhrif um-
ræðunnar samt verða nokkur. Lán
íslenskra banka erlendis verði dýr-
ari og um leið verði þeir varfærnari
í útlánum.
CCC Helöskirl (C^ Léttskýjað ^ Skyjað ^ Alskýjað - Rigning, lítilsháttar Rignlng 5 5 Súld 'K Snjðkoma r^7 Slydda
TJJ Slydda rjj Snjóél
' Skúr
Amsterdam 03
Barcelona 15
Berlfn 04
Chicago -04
Frankfurt 05
Hamborg 02
Helsinki -04
Kaupmannahöfn 02
London 05
Madrid 12
Mallorka 16
Montreal -02
New York 01
Orlando 16
Osló 0
París 06
Stokkhólmur -01
Þórshöfn 0
Vín 09
Algarve 16
Dublln 03
Glasgow 04
Veðurhorfur í dag kl: 15.00
Veðursíminn 302 0600
Byggt ó upplýsingum frá Veöurstofu íslands