blaðið - 22.03.2006, Qupperneq 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 blaöiö
Hörð átök í Nepal
Rúmlega 30 manns, hið minnsta,
týndu lífi i átökum í gær í Nepal.
Mannfall fer nú vaxandi á ný í átökum
stjórnhersins og skæruliða maóista.
Að sögn tálsmanns yfirvalda
féll 21 skæruliði og tíu hermenn í
átökum gærdagsins. Sagði ónefndur
herforingi að njósn hefði borist af
því flokkar skæruliða hefðu safn-
ast saman í Dhading-héraði um 80
kílómetra vestur af höfuðborginni,
Kathmandu. Hefði þeim verið gerð
fyrirsát og rúmlega 20 þeirra verið
felldir. Kvaðst stjórnarherinn ekki
hafa orðið fyrir mannfalli í þessari að-
gerð. Hins vegar hefðu tíu hermenn
fallið í tveimur árásum í austurhluta
landsins.
Á mánudag féllu 13 stjórnar-
hermenn, hið minnsta, í bardögum
skammt austur af Kathmandu. Þá
lauk sex daga aðgerð skæruliða sem
miðaði að því að hefta vöruflutninga
um vegi landsins.
f janúarmánuði hurfu skæruliðar
frá einhliða vopnahléi sem þeir höfðu
lýstyfirenstjórnvöldbrugðustáengan
hátt við. Hafa bardagar því harnað til
muna á undanliðnum vikum. Talið
er að rúmlega 13.000 manns hafi týnt
lífi í átökunum í Nepal á síðustu tíu
árum. Maóistar hófu vopnaða bar-
áttu gegn konungdæminu árið 1996.
Þeir hyggjast steypa því og koma á
kommúnísku lýðveldi.
SPt r
BÆJARLIND 1 - Sími 544 4510
Niðurlútur stjórnmálamaður segir af sér: Leila Freivalds, fráfarandi utanríkisráðherra Svíþjóðar, og Göran Persson forsætisráðherra á
fundi með blaðamönnum í gær. Forsætisráðherrann sagði Freivalds hafa ákveðið að láta af embætti en i Svíþjóð telja stjórnmálaskýr-
endur flestir að hún hafi verið þvinguð tii afsagnar.
Stærsti vandi Perssons leystur
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 10.00 - 20.00
Okkur vantar fólk til
starfa við afgreiðslustörf..
VERKSVIÐ
• Grænmetisborð og pontonir
• Vöruáfylling
• Kassi
Um er að ræða fullt starf eða hlutastarf...
Upplýsingar veitir verslunarstjóri
Friðrik Sigþórsson Verslunarstjóri: Fín verslun Spar
Gsm: 897-0379 Sími: 544-4510 Frissi@sparverslun.is
______________________________________________________
Otrivin nefúðinn og nefdroparnir innihalda xýlómetasólin sem vinnur gegn bólgu, nefstiflu og slimmyndun vegna
kvefs og bráðrar bólgu í ennis- og kinnholum. Otrivin virkar fljott og áhrifin vara i 6-10 klst. Otrivin getur valdið auka*
verkunum, s.s. ertingu í slímhúð og sviðatilfinningu. Einnig ógleði og höfuðverk. Otrivin má nota þrisvar á dag en ekki
lengur en í 10 daga í senn. Varúð: Langtímanotkun Otrivin getur leitt til þurrks í nefslímhúð. Sjúklingar með glaku eða
þeir sem hafa ofnæmi fyrir xýlómetasólin ættu ekki að nota Otrivin. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu.
Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Otrivin
MENTHOL
UKONSERVERET
Otrivin
MtNTHOll
Austurstrætí ■ Austurveri • Domus Medica • Firöi, Hatnarfirði • Fjarðarkaupum
Glæsibæ ■ Hamraborg Kópavogi • JL-húsinu • Kringlunni 1 .hæð ■ Kringlunni 3,hæð
Melbaga ■ Mjódd ■ Mosfellsbæ • Salahverfi ■ Eíðistorgi ■ Hellu ■ Hveragerði • Hvolsvelli
Kjarnanum Selfossi ■ Vestmannaeyjum • Þorlákshöfn • Dalvík • Glerártorgi Akureyri
Hrísalundi Akureyri ■ Ólafsfirði ■ Akranesi • Keflavik
^ - I
/
Mæsespray í NEFUÐI
10 ml • Otrivin fyrir 2-10 ára
lometazolin. i /drochlorid. | ■ Otrivin fyrir 10 og eldri
• '■ :í f 1 ■ Otrivin Menthol fyrir
Laila Freivalds sagði ígær afsér embœtti utanríkisráðherra Svíþjóðar. Hún var vænd um
embættishroka og að hafa reynt að hefta skoðanafrelsið í Svíþjóð.
Laila Freivalds, utanríkisráðherra
Svíþjóðar, skýrði frá þvi í gær-
morgun að hún hefði ákveðið að
segja af sér embætti. Freivalds
hafði sætt harðri gagnrýni á síðustu
mánuðum og m.a. verið vænd um
embættishroka.
Göran Persson, forsætisráðherra
Svíþjóðar, hefur þegar ákveðið að
Bosse Ringholm, aðstoðarforsæt-
isráðherra, taki við embætti utan-
ríkisráðherra. Á blaðamannafundi
í gærmorgun harmaði Persson af-
sögn Freivalds og sagði hana hafa
verið „kröftuga og hæfa” í embætti
utanríkisráðherra.
Sagði einnig af sér embætti
dómsmálaráðherra
Freivalds sem er 63 ára tók við emb-
ætti utanríkisráðherra í október-
mánuði árið 2003 eftir að forveri
hennar Anna Lindh hafði verið
ráðin af dögum. Freivalds var dóms-
málaráðherra Svíþjóðar 1988-1991
og síðar á ný á árunum 1994-2000.
Þá neyddist hún til að segja af sér
i kjölfar ásakana um að hún hefði
fengið við góðu verði íbúð sem hún
hafði lengi haft á leigu en var í eigu
Stokkhólmsborgar.
Freivalds var harðlega gagn-
rýnd sökum framgöngu sinnar
þegar hundruð Svía týndu lífi er
flóðbylgjan mikla myndaðist á Ind-
landshafi í kjölfar landskjálfta við
Indónesíu í desembermánuði árið
2004. Þótti hún sýna málinu furðu
lítinn áhuga og var m.a. vænd um
að hafa kosið að fara fremur í leik-
hús en að standa neyðarvaktina í
utanríkisráðuneytinu.
Þetta var þó ekki málið sem réði
örlögum hennar. í febrúarmánuði
var netsíðu stjórnmálasamtaka, Sver-
igedemokraterna, lokað. Samtökin
höfðu þá hvatt lesendur til að senda
inn skopteikningar af Múhameð spá-
manni en deilan vegna slíkra mynd-
birtinga í Danmörku var þá í há-
mæli. I ljós kom að embættismaður
einn í utanríkisráðuneytinu setti sig
í samband við netfyrirtæki það sem
hýsti vef Sverigedemokraterna. Var
Freivalds af þessum sökum vænd
um að vilja hefta skoðana- og mál-
frelsið i Sviþjóð. Þessu neitaði ráðu-
neytið raunar og var því lýst yfir
að ekki hefði verið þrýst á um að
síðunni yrði lokað heldur eingöngu
bent á að birting skopteikninga af
spámanninum á sænskri síðu gæti
haft alvarlegar afleiðingar.
Freivalds fullyrti í viðtölum að
hún hefði hvergi komið nærri máli
þessu og sagði ekki rétt vera að hún
hefði gefið undirsáta sínum skipun
um að beita sér fyrir því að vefsíð-
unni yrði lokað. Síðar komu fram
upplýsingar sem gáfu tilefni til að
ætla að þessi framburður utanrík-
isráðherrans væri ekki alls kostar
réttur.
Styrkir ríkisstjórnina
í fréttaskýringu Svenska Dagbladet
i gær sagði að brotthvarf Freivalds
úr embætti ætti að vera Göran Pers-
son forsætisráðherra léttir. Staða
hans og rikisstjórnarinnar yrði
sterkari en áður. Freivalds hefði
verið „stærsti vandi“ forsætisráð-
herrans. Fullyrt var I grein þessari
að Persson hefði neyðst til að reka ut-
anríkisráðherrann úr embætti. Það
mætti vissulega túlka sem ósigur en
Freivalds hefði staðið frammi fyrir
vantrauststillögu sem hún hefði
vart fengið staðið af sér á þingi. Að
auki hefði Freivalds verið trausti
rúin vegna framkomu sinnar þegar
flóðbylgjan reið yfir á Indlandshafi.
Persson gæfist því nú kærkomið
tækifæri til að gera breytingar á
stjórn sinni í því augnamiði að öðl-
ast traust kjósenda á ný.
high
Flott hugmynd að
fermingargjöf
Klra 3
Frábært kúlutjald með stóru fortjaldi.
Fermingartilboö
8m9i kr.
Verð áður 10.990 kr.
Tjöld frá 5.990 kr.
SMÁRALIND SIMI 545 1550 o GLÆSIBÆ SiMI 545 1500 o KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
UTILIF