blaðið - 22.03.2006, Page 10

blaðið - 22.03.2006, Page 10
10 I ERLENDAR FRÉTTXR MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 Ma6ið Forseti Kína, Hu Jianto, býður Vladímír Pútín velkominn en tveggja daga heimsókn hans til Kína hófst t gær. Rússar og Kínverjar styrkja samstarf á sviði orkumála Forseti Rússlands, Vladimír Pútín, og kínverskur starfsbróðir hans, Hu Jintao skrifuðu undir samkomulag í gær um nánari samvinnu þjóðanna á sviði orkumála. Samskipti þjóðanna hafa orðið æ nánari undanfarinn áratug en Kínverjar leggja mikla áherslu á að fá greiðari aðgang að rússneskri olíu auk þess sem þeir reiða sig á rússneskan hergagna- iðnað við nútímavæðingu herafla síns. Pútín er í tveggja daga opinberri heimsókn i Kína og leiðir níutíu manna sendinefnd úr olíu- og orku- geira landsins. Ekki er búist við að samkomulag náist um staðsetningu á fyrirhuguðum olíuleiðslum frá Rússlandi til Kyrrahafsstrandar Asíu. Staðsetningin er Kínverjum mikið hagsmunamál þar sem að innflutningur þeirra á olíu frá Rúss- landi takmarkast af lítilli flutnings- getu járnbrautarlesta. Lagning olíu- leiðslu sem næði frá Síberíu til Kína myndi breyta miklu um aðgengi þeirra að orku. Staðsetning leiðsl- anna mun að miklu leyti ráðast af því hvort stjórnvöld í Moskvu leggi meiri áherslu á sölu til Kína eða Japan. Forsetarnir tveir ræddu einnig kjarnorkuáætlun írana sem er komin á borð Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna. Bæði stjórnvöld í Moskvu og Peking hafa lýst yfir nauðsyn þess að málefni Irans verði leyst við samningaborðið. Talið er líklegt að Rússar og Kínverjar beiti sér gegn viðskiptaþvingunum gegn íran á vettvangi Öryggisráðsins. Bandaríkjamenn vænd- ir um fjöldamorð í írak Fullyrt er að landgönguliðar hafi tekið 15 óbreytta borgara aflífi í bœnum Haditha í nóvembermánuði. Bandaríkjaher segir rannsókn hafna. Fallnir bornir í líkhús í Haditha í Irak. Bandarískir landgönguliðar eru sakaðir um að hafa tek- ið fimmtán óbreytta borgara af lífi en bandarísk yfirvöld sögðu í fyrstu að þeir hefðu farist í sprengingu. Því er einnig haidið fram að þeir hafi fallið í átökum hermanna og skæruliða. Fram hafa komið ásakanir þess efnis að bandarískir hermenn hafi tekið 15 óbreytta borgara af lífi í írak. Rannsókn er hafin á málinu. Árásin er sögð hafa verið gerð í bænum Haditha 19. nóvember í fyrra. Fullyrt er að 12 menn í sveitum landgönguliða flotans (e. Marines) hafi tekið 15 óbreytta borg- ara, hið minnsta, af lífi. Sagt er að sjö konur og þrjú börn hafi verið á meðal þeirra sem hermennirnir myrtu. Bandaríkjamenn höfðu vísað full- yrðingum þessum á bug og sagt að fólkið hefði týnt lífi er vítisvél sem komið hafði verið fyrir í vegarkanti sprakk. Nú mun rannsókn hafa leitt í ljós að þessi skýring fái vart staðist, að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC. Verður nú, að sögn talsmanna Banda- ríkjahers, rannsakað hvort fólkið hafi týnt lífi er það lenti á milli í skot- bardaga hermanna og skæruliða í Afganistan. Ennfremur verður rann- sakað hvort um árás bandarísku her- mannanna hafi verið að ræða til að hefna fyrir fallinn félaga. Algengt er að írakar saki banda- ríska hermenn um fjöldamorð og önnur óhæfuverk í landinu. íbúar í Haditha segja að landgöngulið- arnir hafi farið um bæinn myrðandi óbreytta borgara til að hefna fyrir fé- laga sem fallið hafði skömmu áður. I skýrslu Bandaríkjamanna sem unnin var eftir átök í Haditha segir hins vegar að landgönguliðar hafi orðið fyrir þungri skotárás úr öllum áttum. Þeir hafi brugðist til varnar og fellt átta íraska skæruliða. I þess- ari skýrslu er fullyrt að óbreyttu borgararnir 15 hafi týnt lífi í veg- sprengingu sem varð er bardaginn hófst. Vikuritið Time greindi hins vegar fyrst frá því að skýrslan væri á engan veg í samræmi við framburð íbúanna. Sagði blaðamaður Time eftir að hafa séð myndir af líkum fólksins að óhugsandi væri að það hefði týnt lífi í sprengingu. Time telur sig hins vegar ekki geta full- yrt að fjöldamorð hafi verið framið í bænum en frumrannsókn hersins mun hafa leitt í ljós að landgöngu- liðarnir hafi ekki myrt fólkið hefur hafi það týnt lífi er það lenti á milli í bardaga þeirra og skæruliða. smellu- rammar www.samskipti.is Auðvelt að skipta um myndefni verð frá kf. 2.490 +24,5% vsk. inni skilti E o *o E o uo E upplýsingar í síma Hægt að fella saman verð frá 580 7820 kr. 9.900 +24,5% vsk. SA+iSK IPTOf^ ) \

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.