blaðið - 22.03.2006, Side 13

blaðið - 22.03.2006, Side 13
blaðið MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 VÍSINDI I 13 Malaríutilfellum fjölgar í Afríku Hœkkun hitastigs virðist meðal annars stuðla aðfjölgun malaríutilfella samkvœmt nýlegri rannsókn. Tilfellum malaríu fjölgar ört í hálöndum Austur-Afríku. Sam- kvæmt nýlegri rannsókn má að hluta til skýra þessa fjölgun með hækkandi hitastigi. Hitastigið í hálöndum Austur-Afríku hefur hækkað um hálfa gráðu á Celsíus á síðustu fimmtíu árum sam- kvæmt vísindamönnum. Hækkun hitastigsins hefur bein áhrif á fjölda moskítuflugna en þær bera malaríu á milli fólks. Malaríutilfellum hefur íjölgað veru- lega á vissum svæðum hálanda Austur-Afríku og hluti orsakarinnar er hitastigsbreytingar. Þessi nýja rannsókn byggir á nýrri greiningu á hitastigi á fjórum hálandasvæðum í Vestur-Kenýu, Suðvestur-Oganda, Suður-Rúanda og Norður-Búrundí. „Þessi svæði höfðu verið rannsökuð áður en ekki fundist neinar sannanir fyrir hlýnuninni," segir Dr. Merce- des Pascual í háskólanum í Mich- igan. „Við skoðuðum svæðin aftur og lengdum tímarammann sem miðað var við. I ljós kom að hitastigið hafði hækkað um hálfa gráðu á Celsíus á fimmtíu árum en hröðustu breyting- arnar voru frá áttunda áratugi síð- ustu aldar og til dagsins í dag.“ Ekki helsta orsök Þessar niðurstöður þýða ekki að hita- stigið sé helsta orsök fjölgunar mal- aríutilfella en þetta er einn af þeim þáttum sem þarf að skoða. Á und- anförnum árum hafa komið upp ný malaríutilfelli á nokkrum svæðum í hálöndum Austur-Afríku þar sem hitastigið er nokkrum gráðum lægra en á þeim svæðum Afríku sem lægra liggja.Mögulegarskýringargetaverið búferlaflutningar, minni gæði heilsu- gæslu og aukin mótspyrna gegn mal- aríulyfjum. Einnig hefur verið bent á að með hærra hitastigi eða aukinni rigningu fjölgar moskítóflugum sem dreifa malaríusníklinum. Moskítóflugum flölgar um 30-100% í rannsókninni voru hitastigsbreyt- ingarnar settar í sérhannað tölvufor- rit sem gerir líkan af stofni moskító- flugnanna. Ef hitastig hækkar um hálfa gráðu á Celsíus reiknar tölvu- forritið með að moskítóflugum fjölgi á milli 30-100%. „Fjölgunin verður vegna áhrifa hitastigsins á þroska moskítóflugnanna,“ segir Dr. Pascual. „Áhrifanna gætir lfka á fullorðnar mo- skitóflugur en ekki þó eins mikið." Á lægri svæðum þar sem mikið er af moskítóflugum og malaría er land- læg myndi slík breyting á hitastigi hafa lítil áhrif á fjölda sýkingartilfella. En aftur á móti eru skordýr fágætari á hásléttunni og því er líklegra að aukning malaríu megi rekja til fjölg- unar moskítóflugna. svanhvit@bladid.net Súkkulaði- löngun erfist á milli kynslóða Ást fólks á súkkulaði getur verið mun dýpri en venjuleg sætinda- þörf. Súkkulaði getur kveikt löngun á allt annan hátt en annað sælgæti og flestum líður sérstaklega vel eftir neyslu þess og margir telja að það geti verið ávanabindandi. Allt súkkulaði sem er selt í versl- unum innheldur töluvert magn af sykri, staðreynd sem gæti að hluta til skýrt hvers vegna súkkulaði virðist vera ávana- bindandi. 1 raun er hægt að erfa löngun í sætindi frá foreldrum sínum en nýleg ROmlega 300 efni eru í súkkulaði. Ekki er vitað hvaðaáhrif öil þeirra hafa á mannslíkamann. rannsókn sem var gerð f New York- háskóla gefur til kynna að arfgengi löngunar fólks í sætindi. Rannsóknin var gerð á tveimur stofnum músa sem voru sérstakiega fóðraðar eftir því hvort foreldrarnir vildu sætt eða ósætt vatn. Rannsakendurnir fúndu gen sem var ólíkt í þessum tveimur hópum og leituðu sfðan eftir svipuðu geni í mannfólkinu. Súkkulaði framkallar ánægjutilfinningu Rétt eins annar sætur matar verður súkkulaði til þess að auka endorfín- framleiðslu líkamans en endorfín er náttúrlegt líkamshormón sem fram- kallar ánægjutilfinningu. Burstéð frá ánægjutilfinningunni þá eru margvísleg efni í súkkulaði sem geta ýtt undir löngun í súkkulaði. Sannast sagna eru yfir 300 efhi í það og ekki er vitað hvaða áhrif öll þeirra hafa á mannslíkamann. Margar konur segjast sérstaklega finna fyrir súkkulaðilöngun þegar þær hafa á klæðum. Þetta er mögulega vegna þess að í súkkulaði er magnesium en skortur á magnesíum getur aukið á tíðarverki. Barnshafandi konur tala líka um súkkulaðilöngun en það getur gefið til kynna að þær þjáist af blóðleysi en járninnihald súkkulaðis á að bæta þar úr. Ástarlyf Súkkulaði lætur okkur líka líða vel með svörun við heilann þar sem fleiri lítt þekkt innihaldsefni súkku- laðis virðast hafa áhrif á taugaboð- efnakerfi heilans. Taugaboðefni eru efnafræðilegir sendiboðar heilans sem virka á þann hátt að þau senda rafmerki á milli taugaffuma. Þessi merki valda breytingum í skynjun og tilfinningum sem við finnum fyrir. Margir segja að súkkulaði sé nokk- urs konar ástarlyf og á margan hátt er það rétt. Trýptófan er efni sem heilinn notar til að búa til taugaboð- efni sem heitir serótónín. Serótónín framkallar ofsakætisviðbrögð og nokkurs konar alsælutilfinningu. Tbe leading British magazine Car came in the January 2006 to the same condusion as so many other judging panels: THE COMPETITORS FOR THE 2005 CAR OF THE YEAR: ALFA ROMEO 159 LEXUSRX400H JAGUARXJD RANGE ROVER SPORT HONDA CIVIC BMW 3-SERIES SUZUKISWIF RENAULT CLIO TOYOTA AYGO MERCEDES BENZ S-CLASS Suzuki Swift er bilt sem hefur sett ný viðmið i hönnun, útliti og aksturseiginleikum fólksbíla og hefur fengið fádæma góðar viðtökur um allan heim. Suzuki Swift var vaiinn btil ársins á Islandi 2006 af BIBB samtökum Islenskra bflablaðamanna. Suzuki Swift var einnig valinn „Car of the Year" 2005 af virtasta bílablaöi Bretlands „Car magazine". Hann var valinn bfU ársins á frlandi, Nýja-Sjálandi, Astralfu, Kina, Mafasfu og Japan. I Japan fékk Suzuki Swift Ifka „most fun special special achievement award" og „Design award of the year". $ SUZUKI ...er lífsstíll! SUZUKI BILAR HF. Skeifunni 17. Sími 568 5100. www. suzukibilar. is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.