blaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 18
26 IKONUR
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 blaðiö
Gód ráö til að slaka á
Vinnan getur svo sannarlega
verið þreytandi og valdið streitu
og þegar það gerist er gott að hafa
nokkur góð ráð í bakhöndinni til
að takast á við stressið og hlaða
rafhlöðurnar. Streitan á það til
að fylgja okkur heim eftir vinnu
og hafa áhrif á skapferli okkar,
samskipti við aðra og jafnvel á
svefninn. Hér á eftir fylgja góð
ráð sem gott er að hafa í bakhönd-
inni þegar streita gerir vart við
sig. Ráðin hér á eftir eru fengin
frá mörgum konum því það er
misjafnt hvað hentar hverjum og
einum.
* Stutt slökun
Slakaðu á í 5 mínútur þannig verð-
urðu endurnærð og verður tilbúnari
til að takast á við ný verkefni sem
bíða. Prófaðu þetta til að endurnýja
orkuna.
* Hreyfðu þig
Farðu í gönguferð eða í líkams-
rækt í 45 mínútur daglega. Sú sem
þetta reyndi sagði hreyfingu gera
það að verkum að henni fannst hún
hæfari og kom meiru í verk.
* Farðu á stefnumót með sjálfri þér
Það getur reynst vel að vakna svo-
lítið fyrr en venjulega og eyða stund
Pantið
sokkabuxurnar
á netinu
www.primavera.is
Fríheimsending efpantað
ermeð VISA/Mastercard
Afgreiðslutími 3 dagar
með sjálfri sér. Fyrir margar konur
er þetta eini lausi tíminn því allar
stundir dagsins eru skipulagðar. En
líkaminn veit hvers hann þarfnast
og með þessum stundum er hægt að
koma í veg fyrir kvilla tengda streitu
eins og höfuðverk.
* Dekraðu við skilningarvitin
Hafðu kerti á skrifborðinu
þínu, mynd af einhverjum úr fjöl-
skyldunni eða blóm, láttu hugann
reika um stund og dragðu and-
ann djúpt. Þetta eykur orku og
hugmyndaauðgi.
* Kryddaðu tilveruna
Fyrir þær sem vinna heima getur
verið gott að byrja á því að horfa
á góða mynd eða hlusta á tónlist
áður en hafist er handa við verkefni
dagsins.
*Notaðu slökunarkúlur
Vertu með slökunarkúlur á skrif-
borðinu til að hafa milli handanna.
Þetta hjálpar þér að slaka á og koma
með nýjar hugmyndir.
* Hafðu húmor
Það getur verið slakandi að sjá
björtu hliðarnar á tilverunni, spauga
við samstarfsfélagana og skella upp
úr annarslagið.
* Fáðu þér smók
Fyrir ykkur sem reykið getur
verið gott ráð að fara út að reykja
þrátt fyrir að það sé ekki hollt.
* Fáðu stuðning frá öðrum
Þegar þú ert stressuð þarftu stuðn-
ing annarra. Hvort sem stuðingur
þinn er á heimilinu eða í mikilli fjar-
lægð skaltu hafa samaband við fólk
sem þú telur að geti veitt þér and-
legan stuðning.
*Nærðu sálina
Hlustaðu á falleg skilaboð sem
þú hefur fengið á símsvarann þinn
eða lestu gömul sms skilaboð frá ein-
hverjum sem þér þykir vænt um.
*Breyttu rútínunni
Ef þú býrð nálægt heimilinu getur
verið gott ráð að fara heim úr vinn-
unni í hádeginu og slaka á. Ef sá
möguleiki er ekki fyrir hendi getur
verið gott að fara á kaffihús, veitinga-
stað eða brjóta upp daginn á annan
hátt.
Heimild: Cosmopoiitan
hugrun@bladid.net
Prjónaskapur aldrei vinsœlli en nú
Mohair, glitþræðir og hnútagarn vinsœlt ípeysur.
í gærkvöldi hélt Tinna ehf
- prjónablaðið Ýr, sýningu á Hótel
Sögu þar sem það nýjasta í hand-
prjóni fyrir börn og fullorðna var
til sýnis.
„Prjónaskapur hefur aldrei verið
vinsælli en nú frá því prjónablaðið
Ýr hóf útgáfu sína fyrir 18 árum
síðan og síðasta haust þurfti að end-
urprenta blaðið", segir Auður Krist-
insdóttir ritstjóri prjónablaðsins Ýr.
„Yngra fólk er mikið farið að
prjóna, úrval garns er orðið mjög
mikið og margir nýta sér að prjóna
á sjálfa sig eða aðra fjölskyldumeð-
limi. Núna þykir fínt að vera í
heimaprjónuðum flíkum og undan-
farið hefur verið vinsælt að prjóna
þröngar berustykkjapeysur með
rennilás.“
Auður segir að flestir byrji á því
að pjóna trefla sem sé mjög einfalt
og aðeins þurfi að fitja upp, prjóna
slétt og fella af. „Síðan er hægt að
fara að prjóna húfur og peysur
og það er heldur ekki mikið mál.
Prjónaskapur byggir á einfaldri
tækni þar uppistaðan eru sléttar og
brugðnar lykkjur en leiðbeiningar
um prjónaskap má finna í prjóna-
blaðinu Ýr. I nýjasta tölublaði blaðs-
ins eru leiðbeiningar sem ætlaðar
eru þeim sem vilja læra að prjóna
og hekla.“ Auður segir algengt að
konur hekli fatnað eins og pils, sjöl
og vesti.
Hannyrðir prjónahóps Reykjavíkurdeildar
Rauða kross fslands.
Gefandi að prjóna
„Það er gefandi að stunda handverk
eins og prjónaskap og þetta er menn-
ingarlegt fyrirbæri sem hefur fylgt
þjóðinni í gegnum aldirnar. Það
sem knýr fólk áfram í hannyrðum
er sköpunargáfan sem blómstrar og
veitir mikla gleði.
Á tískusýningunni á Hótel Sögu
var hægt að fá hugmyndir um það
úrval lita og mynstra sem mest eru
notuð núna og hverskonar snið eru
í tísku bæði fyrir börn og fullorðna
en þetta var í fjórða skipti sem sýn-
ingin var haldin. Nú eru 10.000
konur skráðar í ókeypis prjónaklúbb
á tinna.is og þeir sem skrá sig fá
sent fréttabréf um hvað er á döfinni
hverju sinni en vefurinn er fyrst og
fremst upplýsinga- og fræsluvefur
fyrir hannyrðakonur.
Hvað er reyndprjónakona lengi með
eina peysu?
„Tíminn skiptir ekki máli þegar
maður er að gera eitthvað sem er
skemmtilegt. Þegar maður prjónar
er tíminn fljótur að líða og áður en
maður veit af er flíkin tilbúin. Víða
um heim hafa sprottið upp prjóna-
kaffi þar sem fólk kemur saman og
sýnir hvað það er að gera og það
væri gaman ef það yrði tekið upp
hérlendis.“
Móhair og gullþræðir í tísku
Auður segir að mohair og og glit-
þræðir séu mikið notaðir í peysur
núna. „Þá er hnútagarn mjög vin-
sælt en það er aðallega notað í sjöl
sem prjónuð eru á grófa prjóna. Þeir
litir sem verða mest í tísku í sumar
eru blágrænn, brúnn í ýmsum
tónum, fjólublár og græni liturinn
í ýmsum blæbrigðum, þá er hvítt
alltaf vinsælt."
Hafa konur í dag tíma til að prjóna?
„Já það hafa þær svo sannarlega,
þetta er eins og með lestur, spurn-
ing um að forgangsraða. Ég nota
t.d. tímann fyrir framan sjónvarpið
til að hafa eitthvað á prjónunum og
þegar ég fer í sumarbústaðinn tek ég
hannyrðirnar með.“
hugrun@bladid. net
Við eigum afmæli...