blaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 14
blaðiö
§PSS»MwSfiíi
...........
.J-'.-L.ÚU.U.i, .J L.,L.' 1 J"-".,,
=
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson.
Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber.
ENDALOK ETA?
Bylgja á bjartsýni og von fer nú um Spán. Raunveruleg þáttaskil
kunna að hafa orðið í því réttnefnda „hryðjuverkastríði“ sem eitrað
hefur samfélagið þar áratugum saman. Með yfirlýsingu ETA, að-
skilnaðarhreyfingar Baska, um „varanlegt vopnahlé“ hefur tækifæri gefist
til að hefja viðræður við pólitíska fulltrúa þessara illræmdu samtaka.
José Luis Rodríguez Zapatero, forsætisráðherra minnihlutastjórnar sósí-
alista á Spáni, hefur sýnt umtalsvert pólitískt hugrekki með því að gefa færi
á slíkum viðræðum. Skiljanlega hafa skoðanir manna á Spáni verið afar
skiptar í þessu efni. Margir telja það hrein svik við fórnarlömbin og þjóðina
að gefa til kynna að samningaviðræður við hryðjuverkamenn og morðingja
komi til álita. Hafa ber einnig í huga að sú skoðun er nokkuð viðtekin þar
syðra að slíkar viðræður myndu einnig reynast tilræði við einingu spænska
ríkisins. Barátta ETA-hreyfingarinnar fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis Baska
á Norður-Spáni hefur kostað meira en 800 manns lífið á undanliðnum 40
árum eða svo. Hið pólitíska markmið hreyfingarinnar stendur enn óbreytt
og fylgi við sjálfstæði er mikið í Baskalandi.
Margir telja því að Zapatero forsætisráðherra hafi með yfirlýsingum
sínum og viðbrögðum síðustu daga hrint af stað ferli sem vart verði stöðvað.
Kröfur um aukna sjálfstjórn og jafnvel fullt sjálfstæði verða sífellt háværari
á Spáni. Stjórnkerfið þar er flókið en þróunin hefur öll verið í þá átt að draga
úr valdi miðstjórnarinnar í Madríd. Margir telja að verði þessi þróun ekki
stöðvuð megi telja næsta víst að ríkið liðist að lokum í sundur.
Fylgi við friðarviðræður er á hinn bóginn mikið á Spáni. Þótt það sé að
sönnu ekki sérlega geðsleg tilhugsun að hafnar verði samningaviðræður við
morðingja og hryðjuverkamenn leikur ekki vafi á því að framganga forsætis-
ráðherrans er í samræmi við þjóðarviljann. Á hinn bóginn má velta því fyrir
sér hverjir geti tekið að sér að vera í pólitísku forsvari fyrir ETA-hreyfinguna.
Vissulega er til pólitískur vængur ETA en hafa ber í huga að samtökin hafa
breyst mjög á undanliðnum árum. Vart verður sagt að hugsjónabarátta hafi
einkennt starfsemi ETA síðustu ár; hreyfingin hefur breyst í hreinræktuð
glæpasamtök. Hagsmunir og markmið óbreyttra liðsmanna ETA annars
vegar og hinnar pólitísku forystu hins vegar kunna því að vera ólík nú þegar
hreyfingin stendur frammi fyrir nýjum veruleika.
Tíðindin frá Spáni eru ánægjuleg. Vera kann að bundinn hafi verið endi á
starfsemi síðustu hryðjuverkahreyfingarinnar í Evrópu. Pólitísk lausn verður
á hinn bóginn vandfundin og ætla má að margra ára ferli sé framundan.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
Er hárið farið að (pÉM) og þynnast?
Þá er Grecian 2000 hárfroðan lausnin!
Þú þværð hárið, þurrkar, berð froðuna í
greiðir og hárið nær sínum eðlilega lit á
ný, þykknar og fær frískari blæ.
Greclan 2000 hárfroðan fæst:
í apótekum, á hársnyrtistofum og í Hagkaupsverslunum.
Arn/ Schovlng mtf. - Holldvorulun
alm! 897 7030
14 I ÁLIT
ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2006 blaðið
Af húmorsleysi Halldórs
og andláti Framsóknar
Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar
skemmtilega grein á þessum stað í
Blaðinu fyrir nokkrum dögum og
skilgreinir þar minn gamla flokk
og hans dauðastríð giska vel. Það
var siður allt fram á síðustu öld
hér austanfjalls að breiða messu-
klæði yfir vit þess sem átti mjög
erfitt með að deyja og kannski
verður það endirinn með Fram-
sóknarflokkinn, svo lengi og illa
sem öndin er þar föst í hálsinum.
Mér er ekki grunlaust um að bisk-
upa landsins fari að langa til þess
eftir stagl undanfarinna missera
um hjúskap samkynhneigðra og
vasklega framgöngu Framsóknar
í því máli.
En það voru ekki réttindamál
homma sem ég ætlaði að tala
um heldur meint dánarorsök
Framsóknar. Um margt ratast
Kolbrúnu þar rétt á um orsakir
en ekki í öllu. Það er algjör mis-
skilningur að fylgishrun Fram-
sóknar hafi eitthvað með húm-
orsleysi Halldórs Ásgrímssonar
að gera en fyrr hafa verið til húm-
orslausir landsfeður. Eða man
einhver eftir að Bjarni Ben. og
Eysteinn hafi þótt fyndnir! Fylgis-
hrun flokksins veltur á raunveru-
legum og grafalvarlegum pólit-
ískum spurningum.
Frá ísafold til Evrópu
I meira en áratug hefur Halldór
Ásgrímsson reynt að breyta Fram-
sóknarflokknum. Og hafði lengi
til þess verks nokkurt fylgi þar
innandyra. Sveigjahann tilfráþví
að vera gamaldags íhaldssamur
og rómantískur bændaflokkur
í það að verða nútímalegur evr-
ópuflokkur. Þetta hefur reyndar
verið draumur Halldórs ansi
lengi og sjálfur sat ég fund með
honum á Selfossi fyrir bráðum
20 árum þar sem hann útlistaði
fyrir Flóamönnum frelsin fjögur
sem falin væru í Evrópusamstarf-
inu. Ég er sjálfur af þeirri sort
manna að geta gripið skoðanir
hugsjónatökum og tel mig líka
þekkja það þegar hugsjónir grípa
menn. Eg hef alla tíð síðan vitað
að Halldór Ásgrímsson á sér það
sem fölskvalausa hugsjón að fs-
land sé með í þessu bandalagsríki
Evrópuþjóða.
Bjarni Harðarson
Vandi Halldórs í þessari veg-
ferð er að flokksmenn spila ekki
með. Innan þessa gamla íhalds-
sama bændaflokks eru of margir
sem enn standa föstum fótum í
hugsjónum sveitarómantíkur og
sannfæringu um að íslandi sé
betur komið sem fullvalda ríki.
Um þetta hefur verið tekist á í
Framsóknarflokknum allar götur
síðan Halldór tók við flokknum.
Seinni árin hefur þetta endur-
speglast í átökum formanns og
varaformanns. Á sama tíma
minnkar flokkurinn og er nú rétt
við þau mörk að hverfa alveg. Og
ekki stækkar hann við að klofna.
Endurreisn Framsóknar
Það getur vel verið að þessu væri
allt öðru vísi farið ef að Halldóri
Ásgrímssyni hefði tekist ætlunar-
verk sitt. Hefði varla þurft meira
til en að velta Guðna Ágústssyni
frá og setja Árna Magnússon í
hans stól. Þar með hefði bæði
fjósalykt og landsbyggðarróman-
tík verið skolað út úr forystunni
á einu bretti. Flestir aðrir þing-
menn hefðu dindlast með. Og
flokkurinn hefði komið fram sem
heilstætt lið sem smalað hefði evr-
ópusinnum út úr skúmaskotum
Sjálfstæðisflokksins. Þar eru þeir
til nokkrir og frekar vansælir.
En úr því sem komið er dylst
engum að Halldóri mun ekki
takast þetta ætlunarverk sitt. Það
hefur verið ljóst frá síðasta flokks-
þingi. Og þjóðinni er farið að leið-
ast að horfa upp í klof níræðrar
framsóknarmaddömu. Mörgum
þykir aldurinn máske nógur og
tímabært að breidd verði messu-
klæði hér yfir. Kolbrún spáir því
að næsta skref í innanflokksátök-
unum verði að slátra Guðna.
Fyrir okkur Framsóknarmenn
er aðeins ein leið út úr vandanum
og hún er sú að gefa Guðna Ágústs-
syni tækifæri til að kalla framsókn-
armenn saman aftur. Minn grunur
er að sá flokkur sem þá kæmi fram
væri ekki svo lítill,- framsóknareðlið
er ótrúlega sterkt í hjörtum okkar
allra, bæði mínu og Kolbrúnar.
Höfundur er ritstjóri Sunnlenska
fréttablaðsins.
Klippt & skoríð
„Þettahefurverið
annasöm heigi hjá
RagnariH. Hall. Það
eru ekki nema um 700
lögmenntilílandinu
ogþví kannski ekki við
öðruaðbúastenað
hannhafiveriðeini
lögfræðingurinn sem Ríkisútvarpinu, NFS og
Rlkissjónvarpinu datt í liug að fá til að setja
framsérfræðiálitánýjastaskammaáliti
Tryggva Gunnarssonar umboðsmanns
alþingis. Húna var Tryggvi að setja fram sín
sjónarmið vegna ráðningar ráðuneytisstjóra i
félagsmálaráðuneytinuþarsem ekki varráðin
HelgaJónsdóttirborgarritari. Engin frétta-
stofanna þriggja sagði áhorfendum slnum frá
þvi að hinn sérfróði álitsgjafi, hlutlausi fræði-
maðurinn, rekur lögmannsstofuna Lögmenn
Mörkinni ásamtþeim Gunnari og GestiJóns-
sonum, bræðrum Helgu.
En fréttamennirnir vissu
þaðvitanlega.Þeirvissu
auðvitað fyrirfram hvaða
sérfræðisvar þeir fengju
hjá Ragnariþegarþeir
ákváðu, allirsem einn, að
leita til hans og einskis
annars. Þeir hafa llka vitað að Ragnar hafði
skrifað skammagrein I Morgunblaðið þegar
Helga var ekki ráðin og ætli þeir hafi ekki líka
munað hvaða lögmaður varð sem reiðastur
opinberlega þegar Ragnar Hall var ekki ráðinn
I hæstaréttá sínum tíma. Var það ekki einmitt
Gunnar Jónsson, bróðirHelgu?"
Vef-Þjöðviljinn (www.andriki.is), 27.lll.2006
klipptogskorid@vbl.is
Lesa mátti gagnmerkt viðtal Péturs
Blöndals við Halldór Ásgrímsson,
forsætisráðherra, í
sunnudagsmogganum. Þar
mátti finna athugasemdir
ríkisleiðtogans um efna-
hagsmálin, stóriðjustefnu,
varnarmálin og fleiri veiga-
mikil viðfangsefni. Undir
lok viðtalsins spyr blaðamaður hvort eitthvað
brenni á ráðherranum og hann svarar að
bragði: „Það brennur ekkert á mér." Það var
og. Nú má að vísu segja að þjóðin sofi betur
eftir því sem valdhafarnir aðhafast minna,
en er það virkilega svo að Halldór líti á starf
sitt í Múrnum sem þægilega innivinnu? Eldar
brenna stafna á milli, en ekkert brennur á
Halldóri!