blaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 35

blaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 35
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2006 l 35 Utrásartónleikar Cynic Guru Hljómsveitin Cynic Guru hefur nýverið gert útgáfu- samning við plötuútgáf- una Fat Northerner Records í Bretlandi. Ice land, fyrsta plata sveit arinnar, kemur út þarílandií júní og verður í kjölfarið herjað á Breta með tónleika för. Meðal borga sem h e i m - s ó 11 a r verða e r u Manchester, Liverpool, Sunder- land, Newcastle, Middlesbrough og London. Að auki hefur CYNIC GURU gert útgáfusamn- ing við Westwood Records í Japan og kom Ice- land út þar 22. febrúar síðastliðinn. Stefnter að Japans- heimsókn í sumar. Fyrstu viðbrög við plötunni í Japan og Bretlandi eru mjög góð. Ókeypis partí Til að halda uppá fréttirnar mun Cynic Guru halda tónleika á Nasa við Austurvöll á morgun. Tónleik- arnir eru í boði Senu og X-FM 91.9 og verður aðgangur ókeypis. Gestir á tónleikunum eru hljóm- sveitin The Telford Mining Disaster frá Bretlandi og Dean Ferrell úr Sin- fóníuhljómsveit íslands. Húsið opnar klukkan 20.00 og stígur Dean Ferrell á svið hálfri klukkustund síðar. Því næst mun dagskráin rúlla og er ætlunin að fólk geti náð góðum nætursvefni. Cynic Guru hefur spilamennskuna klukkan 22 og klárar kvöldið með stæl. Cynic Guru er nýjasta útrásarhljómsveit (slands. Hún er að fara til Bretlands á næstunni og fer svo til Japan. En fyrst sinnir hún (slendingum annað kvöld. Live in Iceland Hljómsveitin Violent Femmes heiðraði Islendinga með komu sinni til landsins fyrir tveimur árum. Svo vel tókst til á tón- leikum sveitarinnar á Broadway að ákveðið hefur verið að gefa út upptöku af tónleikunum sem sérstaka 25 ára afmælisút- gáfu. Tónleikarnir voru teknir upp af Rás 2 svo þetta verður að teljast rós í hnappagatið hjá starfsmönnum stöðvarinnar. Platan mun heita því frumlega nafni Live in Ice- land og má búast við henni í verslanir á næstunni. Auk þess er í vinnslu heimilda- mynd um Violent Femmes til að fagna tímamótunum. V fyrir Vinsældir V for Vendetta var vinsælasta kvikmynd helgarinnar í íslenskum bíóhúsum. „Jú, þetta var fín op- unun á myndinni, rúmlega 4000 manns sáu myndina um helg- ina,“ segir Christof Wehmeier, markaðsfulltrúi Sambíóanna. „Við erum ánægðir með þetta enda hefur mikil eftir- vænting verið eftir þessari mynd auk þess sem fólk var orðið spennt að sjá nýja mynd frá framleiðendum Matrix myndanna. Dómarnir hafa líka verið firnasterkir og umtalið mjög gott. Það hafa þegar um 5000 manns séð myndina svo hún á eftir að halda sér vel.“ Úr brúðkaupi til Hawaii Leikstjóri kvikmyndanna The Wedding Singer og Waterboy, þar sem Adam Sandler lék listir sínar, hefur verið orð- aður við nýja mynd. Næsta verkefni Frank Coraci mun heita Hawaiian Dick og er gerð eftir samnefndum verðlaunateiknimyndasögum. Sögurnar gerast árið 1953 og segja frá einkaspæjara sem má muna fífil sinn fegurri. Hann flækist inn í mannránsmál þar sem stúlka týnir lífi. Asnakjálkinn Johnny Knox- ville hefur verið orðaður við aðalhlutverk myndarinnar. ITONASTODIN ALLT SEM ÞARF SPIDER II verð trá: 17.900 ✓ARIAX GITAK verö frá: 43.900- GUITARPORT 11.900- TONfcPORT verð frá: 13.900- ^ POD verö frá 17.900 TðnaSlöðin • Sópholti 50d • Ffeýqa/tk • sliri: 5521185 • WAwtonagtodms

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.