blaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2006 blaðið CASH &:'CARRY Fleiri leita aðstoðar vegna spilafíknar mbl.is | Þrír mannlausir bílar rákust saman á Ásavegi í Vestmanna- eyjum í síðustu viku. Tildrögin voru þau, að sendibíl hafði verið lagt í halla en ekki var hægt að koma bílnum af stað sökum hálku. Ekki vildi betur til en að bíllinn rann af stað og lenti á bíl sem var fyrir framan og hafnaði sá bíll á enn öðrum mannlausum bíl. Allir skemmdust bflarnir nokkuð. Velta eykst á fast- eignamarkaði Alls voru 190 kaupsamningar vegna fasteigna þinglýstir á höfuðborgar- svæðinu vikuna 17. til 23. mars sam- kvæmt samantekt Fasteignamats ríkisins. Þar af voru 149 samningar um eignir í fjölbýli og 24 um sérbýli. Heildarvelta á markaðinum var rúmur 5,7 milljarður og er um 1,5 milljarði króna meiri borin saman við meðalveltu síðasdiðinna þriggja mánaða. Þá nam meðalupphæð á hvern samning um 30 milljónum og hækkar um 3 milljónir borin saman við meðaltal þessa árs. Hjá SÁA greina menn mikla aukn- ingu í þeim hópi fólks sem leitar til samtakanna til þess að takast á við spilafíkn sína. Pókerspil á Netinu njóta sívaxandi vinsælda og um helg- ina kynnti fyrirtækið bettsson.com opnun íslenskrar útgáfu heimasíðu sinnar þar sem íslendingum gefst færi á að stunda alls kyns fjárhættu- spil í gegnum Netið, þar á meðal póker. Áreiti frá auglýsingum Sveinbjörn K. Þorkelsson á göngu- deild SÁÁ sem hefur sérhæft sig í spilafíkn segir ákveðið áhyggjuefni hve vinsæl fjárhættuspil á Netinu eru orðin. „Þetta hefur aukist mjög mikið. Þetta bendir okkur enn einu sinni á það að það þýðir ekki að horfa bara til þess sem er að gerast hér heima, en þá á ég við spilakassana, lottóið, getraunir og þessháttar.“ Sveinbjörn segir að þeir sem eru að reyna að vinna bug á fíkn sinni verði fyrir miklu áreiti frá þessum auglýsingum, „en það er bara eitthvað sem þeir verða að takast á við og reyna að sniðganga.“ Hann segir nýjasta dæmið, www.bets- son.com vera dæmi um þá gríðarlegu aukningu sem orðið hefur á fjárhættu- spilum í gegnum Netið. „Það hlaut að koma að því að einhver opnaði síðu á Varhugavert fyrir þá sem eru veikir fyrir Sveinbjörn segir að það fyrirkomu- lag að geta veðjað á Netinu varhuga- vert fyrir þá sem veikir séu fyrir. „Þarna eru menn einir við tölvuna og auðvelt að gleyma sér.“ Sveinbjörn segist ekki hafa sérstaka skoðun á því hvort að svona starfsemi eigi rétt á sér en hann hvetur þá sem eru spilafíklar eða þá sem halda sig eiga í vandræðum með fjárhættu- spil að skrá sig ekki á svona net- síður. „Þarna geta menn setið við tölvuna óáreittir og þess vegna rú- stað sínum fjárhag á stuttum tíma. En fyrir þá sem hafa stjórn á þessu og eru skynsamir í þessum málum getur þetta verið skemmtilegt. Ég tek því ekki afstöðu til þess hvort þetta eigi rétt á sér eða ekki.“ Svein- björn bendir þó á að hjá SÁÁ greini menn aukningu í því að þangað komi fólk til þess að leita hjálpar við að vinna bug á fíkn í fjárhættu- spil á Netinu. „Yngstu aídurshóp- arnir eru spenntir fyrir pókernum. Þeir byrja kannski að spila þetta í góðra vina hópi heima við og fara síðan að prófa sig áfram á Netinu. Þeir sem eru að spila í þessu mega fara mjög varlega því það er auðvelt að ánetjast. Þegar menn eru farnir að eyða umfram efni og reyna að vinna upp tapið, þá eru þeir komnir í hættu.“ Sveinbjörn bendir á að í gegnum heimasíðu SÁÁ geti fólk nálgast netsíu sem kemur í veg fyrir að börn og unglingar geti tekið þátt í veðmálum á Netinu. Vefslóðin er www.gamblock.com Bíldshöfða 5a Óskum eftir duglegu og kraftmiklu fólki til starfa á Hlöllabátum Nánari upplýsingar veitir Kolla í síma 892 9846 eða á staðnum eftirkl. 14.00. Þrír mannlausir bílar í árekstri Trans-Atlantic og MasterCard efna til ferðar til Mexíkó. 10.500 kr. afsláttur á hvern fjölskyldumeðlim MasterCard korthafa 12 ára og eldri. Einnig í boði Ævintýraferðtil þriggja landa á slóð Maya indlána i Mexíkó, Blelizeog Guatemala. Stórkostleg náttúra og dýralíf.Töfrandi regnskógasvæði. Hverfum aftur [ tlma • t 'jL. og rúmi rt Brottfarir: 25. maí og 8. júní 13 nætur (ath. takmarkað sætamagn) 4 og 5 stjömu lúxus hótel með allt innifalið. ótakmarkaður matur og drykkir. óáfengir og áfengir, öll afþreying, skipulögð skemmtidagskrá og stórsýningar (show) á hverju kvöldi. Nánari upplýsingar: www.transatlantic, ir: á “ A Trans-Atlantic S(mi 588 8900 • www.transatlantic.is Pókerspilamennska á Netinu getur verið varasöm. íslensku. Ég var í New Orleans í fyrra sumar á ráðstefnu þar sem mikið var rætt um þessa aukningu á Netinu ekki síst í tengslum við pókerinn. Bandaríkjamennirnir töluðu um að það forvarnarstarf sem unnið hafði verið í skólum í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna hafi hrunið á einu sumri þegar póker æði rann á menn.“ Galsi á Geirsnefi Hundurinn Tímon var ákaflega sáttur við lífið og tilveruna þar sem hann lék sér við eiganda sinn á Geirsnefi um helgina. Þrátt fyrir að hundar séu vanir því að elta uppi spýtur sem eigendur þeirra henda þá virtist þessi besti vinur mannsins láta sér það í léttu rúmi liggja þó að þessu sinni væri plastílát utan af gosdrykk notað þess í stað. Byltingar- kennd nýjung Umferðarstofa kynnti í gær nýstárlega netþjónustu sem þróuð var i samstarfi við Glitni. Nýjungin gerir fólki kleift að framkvæma eigendaskipti á ökutækjum í gegnum Netið í stað þess að þurfa að skila inn hefðbundnu umsóknareyðu- blaði. Eigendaskiptin fara hér eftir fram með þeim hætti, að viðskiptavinurinn fer inn á heimasíðu Umferðarstofu, www.us.is, þar sem eigenda- skiptin eru skráð. í framhaldi af því fer viðskiptavinurinn inn á Netbanka Glitnis og gengur þar frá staðfestingu á viðskipt- unum og greiðslu. Hjá Umferð- arstofu eru árlega færð 80-100 þúsund eigendaskipti á bif- reiðum. Fyrstu vikurnar verður aðeins boðið upp á þjónustuna í gegnum Netbanka Glitnis, en í tilkynningu frá Umferðarstofu kom fram að stofnunin hafi þegar sett sig í samband við aðra banka og sparisjóði með það að markmiði að þeir geti einnig boðið sínum viðskipta- vinum upp á þjónustuna.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.