blaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 22
22 I ÝMISLEGT ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2006 biaöið Ameríski draumurinn i hnotskum Margir líta einungis á Ally McBeal sem sæta stelpu í stuttu pilsi og velta sér upp úr því aö leikkonan sjálf gæti átt við átröskun að stríða en í eðli sínu er Ally hin eina og sanna Kelley hetja. Það er sennilega ekki ofsögum sagt að framleiðandinn David E. Kelley sé að upplifa ameríska drauminn. Þegar hann var starfandi sem lögfræðingur skrifaði hann handrit, flutti til Holly wood og þénaði milljónir auk þess að giftast kvikmyndastjörnu. Þættir Davids eru annálaðir fyrir gæði, skringilega persónusköpun og ádeilu á mikilvæg samtíðarmálefni. David er Islendingum vel kunnugur enda skrifaði hann og framleiddi þætti á borð við L. A. Law, Boston Legal, Ally McBeal, The Practise og fleiri. Allir eiga þessir þættir það sameiginlegt að vera pólitískir og taka á málefnum samfélagsins, sem er kannski ekki furða ef litið er til bakgrunns hans en hann er einnig menntaður í stjórnmálafræði. í síðasta þætti Boston Legal var ádeila á hvernig bandarískir stjórn- málamenn geta hagað kjördæma- skipan eftir sínum eigin vilja. _ ~ Þetta er ekki ™ ™ í fyrsta né síð- asta skiptið sem má sjá einhvers konar samfélags- rýni í þáttunum. í fyrri Boston Legal þáttum má siá umræðu um Iraksstríðið, málfrelsi, þjóð- erniskennd Bandaríkjamanna og margt fleira þar sem sakborningur í þáttunum hefur oftar en ekki brotið viðkom- Það er sennilega ekki ofsögum sagt að framleiðandinn David E. Kelley sé að upp- lifa ameríska drauminn. Þegar hann var starfandi sem lögfræðingur skrifaði hann handrit, flutti til Hollywood og þénaði milljónir auk þess að giftast kvikmynda- stjörnu. við Boston Legal því í L.A. Law þátt- unum var fjallað um aðskilnað sí- amstvíbura og líknardráp auk þess sem Ally McBeal þættirnir tóku á ýmsum málefnum líka. Með stjórnmálafræði og lögfræði í farteskinu David E. Kelley fæddist 4. apríl 1956 í Waterville, Maine. David nam stjórn- málafræði við Háskólann í Prince- ton auk þess sem hann fór í lögfræði í Háskólanum í Boston. Kelley var meðeigandi í lögfræðiskrifstofu árið 1983 þegar hann skrifaði kvik- myndahandrit sem var byggt á reynslu hans sem lögfræðings. í gegnum fjölskylduvin fékk David sér umboðsmann sem kom hand- ritinu á framfæri. Kvikmyndin var framleidd árið 1987 undir nafninu „Frorn the Hip“ og í henni léku meðal annars Judd Nelson, Elizabeth Perk- ins og John Hurt. Á sama tíma voru framleiðendurnir Steven Bocho og Terry Louise Fisher, sem voru þekkt- astir fyrir lögregluþættina „Hill Street Blues“, að skipuleggja nýja sjónvarpsþáttaröð sem átti að gerast og buðu honum til Los Angelas til að ræða möguleg skrif hans í L.A. Law. Fundurinn gekk það vel að David var ráðinn sem skrifari og eftir þriðju þáttaröðina var hann orðinn að framleiðanda auk þess að halda áfram að skrifa þættina. Vinnualki en vel giftur David flutti til Los Angeles eftir að hann fékk vinnu við L.A. Law og þættirnir slógu samstundis í gegn þegar þeir voru sýndir á NBC árið 1987. Árið 1992 bjó David til sína eigin sjónvarpsþáttaröð til að sýna á CBS sem bar nafnið Picket Fences. Picket Fences gerist í Rome í Wis- consin, sem er til- búinn bær, og tók á siðfræðilegum málefnum eins og líknardrápi og klónun. Þætt- irnir urðu fljótt vinsælir enda samanstóðu þeir af einkennilegum söguþræði og sér- vitrum persónum. Þáttaröðin var sýnd á CBS í fjögur ár. Á sama tíma og David var framleiðandi og skrif- aði Picket Fences skrifaði hann líka spítaladramað Chicago Hope, þátta- röð sem var einnig sýnd á CBS. Það er óhætt að segja að David sé vinnu- alki og til að mynda skrifaði hann samtals 40 þætti af Picket Fences og Chicago Hope á nokkra mánaða tímabili. Það sætir því undrun að Kelley hafi tíma með fjölskyldunni en hann giftist leikkonunni Mich- elle Pfeiffer í nóvember 1993. Saman eiga þau börnin Claudia Rose Kelley og John Henry. Siðfræðilegur þáttur í gamansömum tón Þrátt fyrir þessa miklu vinnu var sköpunarhæfileiki David 's ekki uppurinn, langt í frá, því árið 1997 frumsýndi hann tvær nýjar þátta- raðir: Ally McBeal og The Practice sem, þrátt fyrir að vera gjörólíkar, gerðust báðar í lögmannsfyrirtæki í Boston. Ally McBeal tók á siðfræði- legum efnum í gamansömum tón á meðan The Practice tók á alvarlegri málefnum með átakanlegum undir- tón. Báðar þáttaraðirnar slógu sam- stundis í gegn og unnu fjöldamörg Emmy og Golden Globe verðlaun. Árið 1999 varð David fyrsti framleið- andinn til að vinna bæði Emmy og Golden Globe verðlaunin sama árið, önnur fyrir bestu dramatísku sjón- varpsþáttaröðina (The Practice) og hin fyrir bestu gamanþáttaröðina í sjónvarpi (Ally McBeal). Þættir Davids eru annálaðir fyrir góð gæði, skringi- lega persónusköpun og ádeilu á mikilvæg samtíð- armálefni. Allir eiga þessir þættir það sameiginlegt að vera pólitískir og taka á málefnum samfélagsins, sem erkannski ekki furða eflitið er til bakgrunns Davids en hann er menntaður í stjórnmálafræði. James Spader og William Shatner leika Alan Shore og Denny Crane sem eru óliklegir sálu- félagar á meðal starfsmanna Crane, Poole and Schmidt. andi lög og lögfræðingarnir færa rök í lögfræðifyrirtæki. Þeir leituðu því fyrir rétti einstaklinga. Þessi samfé- að höfundum sem höfðu lögfræði- lagsrýni er síður en svo einskorðuð legan bakgrunn, sáu handrit Davids Hið fáranlega og hið hlægilega Þrátt fyrir að allt sem Kelley snerti verði að gulli þá er það ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Þær myndir sem Kelley hefur skrif- aði og framkallað, To Gillian on her 37th birthday, Lake placid og Mystery Alaska fengu ekki góðar viðtökur og mjög misjafna dóma. Þrátt fyrir nokkra slæma dóma eru flest verkefni Davids vel heppnuð og verðlaunafjöldi hans sannar það. Þegar horft er á þætti Kelley má sjá að persónurnar sem Kelley skapar takast á við skömm, viðkvæmni, til- finningalegan skort, hið fáránlega og hið hlægilega í lífinu mun oftar en meðal- ......... manneskjan. En persónurnar í þáttum Kelley takast líka á við erfiðar siðfræði- legar spurningar og hollustu og einstaka sinnum koma þau sjálfum sér á óvart með því að taka réttar ákvarðanir. En persónurnar í þáttum Kelley takast líka á við erfiðar siðfræðilegar spurningar og hollustu og einstaka sinnum koma þau sjálfum sér á óvart með því að taka réttar ákvarðanir. Heiðurs- gesturinn er dauður Kelley er með afkastamestu höf- undum í sjónvarpi en sá boðskapur sem handrit hans færa milljónum áhorfendum víðs vegar um heiminn er langt frá því að vera hversdags- legur. Margir líta einungis á Ally McBeal sem sæta persónu í stuttu pilsi og velta sér upp úr því að leik- konan sjálf gæti átt við átröskun að stríða en í eðli sínu er Ally hin ............ eina og sanna Kelley hetja. Ally, sem leikin var af Calistu Flockhart.ersér- vitringslegur lögfræðingur aukþessaðvera viðkvæmasti og óöruggasti lög- fræðingur sem finna má. ............. Það er heldur ekki ofsögum sagt að Ally er klaufi. Hún segir iðulega ranga hluti á röngum stöðum og ber þar helst að minnast ræðu hennar í jarðarför þar sem hún sagði; „það sem er málið með jarðafarir er að heiðursgesturinn er alltaf dauður.“ Þrátt fyrir að vera rómantíker í eðli sínu er Ally ekki enn búin að jafna sig á ástarævin- týri sem lauk þegar hún var í skóla og allir sem hún vinnur með vita af því, líka fyrrum kærastinn. Boston Legal segir sögur af at- vinnu- og einkalífi hóps snjallra en tilfinninglegra bældra lögfræð- inga. Hraður söguþráður og svartur húmor þáttanna kemur ekki í veg fyrir að horfst er í augu við félagsleg og siðferðisleg málefni á meðan per- sónurnar brjóta í sífellu lögin eða kanna hve langt er hægt að ganga innan ramma laganna. James Spa- der og William Shatner leika Alan Shore og Denny Crane sem eru ólíklegir sálufélagar á meðal starfs- manna Crane, Poole and Schmidt. David er giftur hinni fallegu Michelle Pfeiffer en saman eiga þau tvö börn. svanhvit@bladid.net heimila og fyrirtækja alla virka daga ■ |

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.