blaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 28
28 I TÆKI OG TÓL ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2006 blaöið Spennandi tœkninýjungar Þau sem halda þvífram að allt hafi verið betra í gamla daga eiga alveg eftir að kynna sér þráðlausar tónlistar- stöðvar, myndaramma fyrir stafrœnar myndir og margtfleira spennandi úr heimi tœkninnar. LIFANDI MYNDIR Nú þegar fáir taka myndir með gömlu aðferðinni getur stundum farið lítið fyrir því að myndirnar séu skoðaðar eftir að búið er að setja þær inn á tölvuna. En Philips fann lausn á þessu máli. Hér er á ferðinni skemmtilegur stafrænn myndarammi sem getur sýnt mynd- irnar beint af minniskortinu. Ramm- inn er mjög einfaldur í notkun. Maður stingur kortinu beint í rammann eða hleður hann með allt að fimmtíu myndum í einu og svo er honum stillt upp á skemmtilegum stað í íbúðinni, eða hann er látinn ganga á milli fólks líkt og myndaal- búmið hér áður fyrr. Á rammanum er 7 tommu LCD skjár og hann getur staðið bæði lóðrétt og lárétt. Ramm- inn getur kveikt og slökkt á sér á fyrirfram ákveðnum tíma, S—' en hann gengur bæði fyrir rafhlöðum eða spenni og birt- ustig rammans má stilla að vild. DÚNDRANDI STUÐ Sony Ericsson W8oo hefur hingað til verið mjög vinsæll en í næsta mánuði er að koma ný gerð af Walkman síma, Sony Ericsson W8io. Þetta apparat býður upp á marga valkosti. Sérstaða símans felst í því að í honum er góður MP3 spilari með 512 megabæta minniskorti sem getur geymt svipað og um það bil jafn mikið af tónlist og 10- 15 geisladiskar. Ef það er ekki nóg, getur síminn tekið allt að 1 GB minniskort. I símanum er líka FM útvarp með RDS, 2 Megapixla myndavél og með honum fylgir USB kap- all sem má nota til að, til að hlaða inn tónlist og/eða sam- stilla símaskrána og dagbókina við Outlook og margt fleira. Hann hefur skarpan litaskjá og einfalt og þægilegt not- endaviðmót sem er meðal annars hægt að hafa á ís- Farðu þér hœgtf www.rbcars.is * sími: 581 1186 Amerískar ungbarnavöggur með næturljósi og tónlist Fleiri gerðiraf ungbarnavöggum Verðfrá 11.500-28,000-kr Nú er loksins komin ný sending afþessum frábæru vöggum Skírn, listhúsinu Engjateig 17-19 S:5687500 Husaviðgerpir 555 1947 www.husco.is lensku. Helsta breytingin frá eldri gerðinni er að nýi Walkman síminn gengur með Edge kerfi Símans en það býður upp á möguleika á hrað- ari gagnaflutningum. Auk þess er útlitið breytt frá þeim fyrri, en hann kemur svartur með appelsínugulum skjá. MINNI ÓREIÐA, MEIRITÓNLIST! Fyrir þá sem vilja hafa heimilið einfalt og þola hvorki snúrur né geisladiskahulstur út um allt, væri upplagt að eignast þráðlausa tón- listarstöð. Philips - WACS700 er slíkur gæðagripur en þráðlausri tónlistarstöð er ætlað að streyma tónlist á milli tækja og herbergja án þess að snúrur komi hvergi nærri. Hægt að streyma í 4 önnur WiFi tæki samtímis en með tónlist- arstöðinni fylgir við Netið og láta hana t.d leita þannig að upplýsingum um tónlist og flytjendur. EINN MEÐ FLESTU F j ö 1 n o t a farsímar frá BlackBerry verða æ vin- sælli á meðal fólks í við- skiptaheim- inum en Black- berry síminn er fullkomið samskipta- tæki sem auðveldar starfsmönnum fyrir- tækja sem nota síma í atvinnuskyni aðgang að fjarskiptaþjónustu, upp- lýsingum og samskiptum við aðra. Síminn er sérhannaður til þess að vinna með tölvupóst og dagbækur, hægt er að vafra um á Internetinu og nota hann til margvíslegrar aukastöð. Aukastöðvum er ætlað að setja í önnur her- bergi í húsinu og þær má svo sam- stilla, eða hafa t.d. útvarp í gangi í einni og tónlist í annari svo að allir heimilsmenn séu sáttir. í þráðlausu tónlistarstöðinni er 40GB innbyggður harður diskur og það er hægt að taka lög af geisladiski yfir á harða diskinn. Að sama skapi er hægt að tengja tónlistarstöðina gagnavinnslu. BlackBerry byggir á Java og þetta meðfærilega tæki má nota til símtala, sækja netpóst, senda SMS-skilaboð, halda dagbók, fara á Netið og nota til gagnavinnslu. Skjárinn er með hárri upplausn sem gefur mjög skýrar myndir í rúmlega 65.000 litum. Rafhlaðan er ending- argóð og tryggir hágæða fjarskipti. í BlackBerry er meðal annars: sími, netpóstur, SMS, vafri og dagbók í þráðlausum farsíma. Minnið nægir fyrir vinnslu og gagnageymslu og dag- bókin er net- tengd. Mögulegt er að skoða fylgiskjöl í Word, Excel, PowerPoint, WordPerfect, PDF og ASCII. LÍTILL EN KRÖFTUGUR Þessi gæti alveg slegið í gegn í úti- legum næsta sumar og haldið vöku fyrir þeim sem liggja í pokunum sínum og reyna að sofna í nærliggj- andi tjöldum. Þessi netti micro ghettoblaster frá Philips er ekki nema 18 sentimetrar að lengd og 6 á hæð og dýpt. 1 „blasternum“ er innbyggt út- varp með MP3 og WMA spilara og úr honum kemur góður hljómur með XSL Acoustics hátölurum. Minnið er 256 megabæt og staf- ræna útvarpið geymir í minn- inu 10 stöðvar. Eins er hægt að hlaða í „blasterinn" u.þ.b. 60 MP3 lög eða 120 WMA lög. Hann er með innbyggðri hleðslurafhlöðu sem endist í um það bil 10 klst. Hugbúnaðurinn er uppfæran- legur og taska og spennubreytir fylgja með þegar fest eru kaup á græj- unni. Tækin fást m.a. hjá Símanum, í Heimilstækjum og í öllum betri raftækjaverslunum. margret@bladid.net Viltu taka þetta upp fyrír mig? Philips - DVD R5330H er fjölkerfa DVD Spilari með upptökutæki og 250GB hörðum disk sem þýðir að það er hægt að taka upp, annaðhvort beint á DVD af harða disknum með einum takka, eða beint inn á harða diskinn. Harði diskurinn getur tekið upp allt að 400 klukkutíma af efni en allt að 6 klukkutíma á DVD disk. Með tímastilli er hægt að gera gera hlé á útsendingu en einnig er hægt að spóla fram og til baka eins og á myndbandstæki. DVD R5330H spilar flestar gerðir mynddiska en líka CD MP3 og JPEG. Fyrirtaks hljómgæði eru í spilaranum, bæði Dolby Digital og DTS.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.