blaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 20
20 I FjrÖLSKYLDAN
ÞHIÐJUDAGUR 28. MARS 2006 blaðið
Italskar konur vilja
ekki eignast börn
Sífellt færri ítalskar konur kjósa
að eignast börn og þær sem það
gera verða barnshafandi mun
seinna á ævinni en áður hefur
tíðkast. Þetta kom fram í frétt
BBC sem birtist á dögunum en
ríki Evrópusambandsins reyna
nú að átta sig á því hvers vegna
fæðingartíðni hefur hríðlækkað.
ítölum fer fækkandi með hverju
árinu og meðalaldur landsmanna
fer stöðugt hækkandi. Italskar
konur eignast að meðaltali 1.33 börn
á ævinni en það er með allra lægstu
tölum á Vesturlöndum. Þá vekur
athygli að rúmur fimmtungur Itala
er eldri en 65 ára og áætlað er að árið
2050 hafi landsmönnum fækkað um
14 milljónir, en í dag búa rúmar 58
milljónir í landinu.
Ástæðan er að hluta til rakin til
þess að ítalskar konur eru í síauknum
mæli farnar út á vinnumarkaðinn
og margar kjósa farsælan starfsferil
fram yfir að stofna til fjölskyldu.
Fyrir áratug voru konur einungis
22% af vinnuafli þjóðarinnar en í
dag er hlutfall þeirra 47%. Önnur
ástæða er sú að margir Italir telja
sig ekki hafa efni á því að eignast
börn og kenna um hversu litlu
fjármagni stjórnvöld verja til að
létta undir með barneignarfólki.
Þessar staðreyndir eru hins vegar
ekki öllum áhyggjuefni og margir
segja það vera af hinu góða að
fæðingartíðni hafi lækkað þar sem
fólksfjölgun heimsins sé fyrir löngu
orðið áhyggjuefni.
Laura Callura, 38 ára gömul frá
Róm, segist vera gott dæmi um
hefðbundna ítalska móður. „Ég
varð móðir fyrir tveimur árum og
það er mjög algengt hér nú á dögum.
Flestir sem ég þekki eignast sitt
fyrsta barn á aldrinum 33-38 ára,“
sagði Callura. „Á Italíu byrjar lífið
mun seinna en hjá fólki í Norður-
Evrópu. Háskólanám tekur lengri
tíma og það er erfitt fyrir ungt fólk
að komast inn á vinnumarkaðinn.
Ég byrjaði ekki að vinna fyrr en
ég var 25 ára en það þykir nokkuð
ungt miðað við það sem gengur og
gerist," sagði Callura, en hún bjó í
foreldrahúsum þar til hún var 29
ára.
BabýSam
Skeifan 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200
www.babysam.is
HJÁ OKKUR FÁIÐ ÞIÐ GLÆSILECA ÖMMUSTÓLA
FYRIR BÖRNIN
Hvað tekur
við eftir fyrsta
barnabílstólinn?
cý oXmjjca,
BARNAVÓRU VHRSLU N - GLÆSIBÆ
simi 5S3 3366 - wwwoo is
Lendi maður í árekstri með barnið er það betur varið bakvísandi. Ástæðan fyrir því er sú að höfuð barns undir 1 árs er 25% af þyngd
likamans en eftir 1 árs er höfuðið 18% af yfirborði líkamans.
Eins og fram kom i síðasta pistli
þá hef ég hug á að ræða um öryggi
barna í bílum á næstu vikum því
ég fæ flestar fyrirspurnir um
þann þátt af öllum öðrum örygg-
isþáttum. í síðustu viku fjallaði
ég um yngstu börnin en í dag ætla
ég að fara yfir hvað tekur við eftir
ungbarnabílstólinn.
Það eru 2 þyngdarflokkar ung-
barnabílstóla á markaði, upp í 9 og
13 kíló. Þar sem flestir stólar hér á
landi eru upp í 9 kíló þá skapast oft
vandamál vegna þess að íslensk börn
eru mjög ung þegar þau hafa náð
9 kg. Sum barnanna eru einungis
rúmlega 4 mánaða gömul. Foreldrar
fara þá á stúfana eftir nýjum stól og
verða fjótlega varir við það að festir
stólar sem fást hér á landi snúa fram.
Þar sem barnið er mjög ungt þá er
ekki öruggt að snúa barninu fram
fyrr en í fyrsta lagi við 1 árs aldur.
Það er öruggast fyrir barnið að snúa
bakvísandi upp í 25 kíló en til þess
þarf að kaupa sérstaka stóla en þeir
auðkennast á því að þeir bera auka-
merkingu sem er T.
Lendi maður í árekstri með
barnið erþað betur varið bakvísandi.
Ástæðan fyrir því er sú að höfuð
barns undir 1 árs er 25% af þyngd lík-
amans en eftir 1 árs er höfuðið 18%
af yfirborði líkamans. Hálsliðirnir
eru viðkvæmari og má rekja það til
þess að hver hálsliður er flatur en
ekki söðullaga eins
og hjá fullvöxnum ein-
staklingi. Svo er hver
hálsliður ekki heill
heldur samanstendur
hann af beinhlutum
sem tengjast með
brjóski. Þetta er meðal
annars ástæðan fyrir
því að öruggara er að hafa barnið
bakvísandi svona lengi. Það er ekki
þannig að framvísandi barnabílstóll
sé ekki góður heldur er bakvísandi
stóll betri og það er jú það sem for-
eldrar eru að leita að, því besta fyrir
barnið.
Innfluttir stólar
Hver er munurinn á stólum sem
foreldrar flytja inn frá Bandaríkj-
unum og barnabílstólum sem eru
keyptir hér á landi? Þessi spurning
kom frá konu í síðustu viku og ætla
ég að svara henni eftir bestu getu. Á
Islandi má nota öryggisbúnað sem
framleiddur er fyrir Bandaríkin,
Kanada og Evrópu en við erum
eina landið sem heimilar það. Þetta
gerir það að verkum að foreldrar
verða mjög ruglaðir af skiljanlegum
ástæðum og ekki lagaðist þetta
þegar að bílar fóru að streyma inn
í landið frá Bandaríkjunum. Það er
öruggast að nota bandaríska stóla í
innflutta bandaríska bíla og öfugt,
að nota barnabílstóla sem eru seldir
hér á landi í bíla sem eru keyptir hér
á landi. Það er talsverður munur á
búnaði sem er framleiddur fyrir Evr-
ópu og búnaði sem er framleiddur
fyrir Bandaríkin, til dæmis eru
stólar frá Bandaríkjunum með auka-
festingar í bílum. Barnabílstólar
sem eru framleiddir fyrir Banda-
ríkjamarkað eru einungis prófaðir
af framleiðanda en ekki tvíprófaðir
eins og stólamir frá Evrópu. Þetta
þýðir að þegar byrjað er að nota
stóla í Bandaríkjunum þá finnast
stundum gallar sem gerir það að
verkum að stólarnir eru innkall-
aðir. Það er erfitt fyrir fólk að finna
þessar upplýsingar og þá má nefna
að það er ekki markaðsgæsla með
öryggisbúnaði í bíla fyrir börn hér
álandi.
(sland sér á báti
Fjöldi fólks sem hefur keypt stóla í
Bandaríkjunum hefur lent í því að
eiga erfitt með að festa þá í bíla sem
keyptir eru hér á landi. Það sem er
öruggast fyrir foreldra að gera er
að nota USA stóla í sérinnlfuttabíla
frá USA og nota barnabílastóla sem
framleiddir eru fyrir Evrópumarkað
í bíla sem keyptir eru hér á landi.
Þetta kom fram í samtali mínu við
David Burley, sérfræðing sem setið
hefur í öryggisnefndinni sem fjallar
um öryggi barna í bílum í Evrópu.
Ég spurði hann einnig hver hættan
væri en hann sagðist ekki geta sagt
mér það því Island væri eina landið
með þessar tilteknu reglur. Það er
því mikilvægt að foreldrar skoði
þetta áður en að þeir taka ákvarð-
andir um hvaða búnað þeir ætla að
kaupa. Sé verið að kaupa stól númer
tvö (frá 9 kg og upp úr) frá Banda-
ríkjunum þá snúa þeir allir fram
þar sem þeir selja ekki bakvísandi
stóla sem barnið getur notað upp í
25 kíló. Að lokum vil ég benda ykkur
á að þið getið sent mér frekari fyrir-
spurnir um þennan málaflokk á net-
fangið mitt.
Herdís L. Storgaard
herdis@lydheilsustod. is
NJOTTJÖ LIFSINS
með HflLBRipÐUM
LIFSSTÍL
Herdís L.
Storgaard