blaðið - 04.04.2006, Síða 4

blaðið - 04.04.2006, Síða 4
Þú fcerð fermingargjafirnar hjá okkur 4 I IWWLEMDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2006 blaAÍÖ Níutíu óþarfa dauðsföll á ári? Landlœknir segir heilbrigðisþjónustuna ekki nœgilega vel miðaða að þörfum langveikra. Gulhmiðja óla í smáralind Verð á fiski hækkar Meðalverð á öllum tegundum af fiski hækkaði um tæplega 20% á fiskmörkuðum í síðustu viku samkvæmt frétt á skip.is. í síðustu viku voru seld um 1.890 tonn af fiski og var meðal- verðið um 144 krónur á kílóið. Til samanburðar má nefna að í vikunni þar á undan voru seld 2.469 tonn af fiski og var meðal- verðið þá tæpar 121 króna. Mest var framboð af þorski, alls 580 tonn og þá voru í boði tæplega 530 tonn af ýsu. Heimsækir Færeyjar Halldór Ásgrímsson, forsætis- ráðherra, heldur í heimsókn til Færeyja á morgun í boði eyja- skeggja. Hann mun fara fyrir fjölmennri viðskiptanefnd en mikill áhugi ku hafa verið fyrir ferðinni hjá forsvarsmönnum ís- lensks atvinnulífs. Halldór mun funda með Jóannesi Eidesgaard, lögmanni Færeyja, og halda er- indi á viðskiptaþingi sem skipu- lagt var í tilefni ferðarinnar. Gera má ráð fyrir að um 3000 óhöpp af ýmsum toga hafi átt sér stað á Landspítalanum á síðasta ári. Þetta kemur í ljós ef erlendar rannsóknir eru heimfærðar á íslenskan veru- leika. Ennfremur má gera ráð fyrir að 180 þeirra hafi leitt til dauða og koma hefði mátt í veg fyrir 90 þeirra dauðsfalla. Landlæknir segir ekkert benda til þess að staðan sé önnur hér á landi en hinar erlendu tölur gefa til kynna, þó með þeim fyrirvara að hliðstæðar rannsóknir hafi ekki verið gerðar hér á landi. Á þessu er tæpt í nýjasta tölu- blaði Læknablaðsins af Sigurði Guð- mundssyni, landlækni og Runólfi Pálssyni, lækni. I greininni er spurt að því hvort breytinga sé þörf við eft- irlit og meðferð sjúídinga með lang- vinna sjúkdóma. Einnig benda þeir á að margir séu haldnir tveimur eða fleiri langvinnum sjúkdómum sem oft krefjist flókinnar lyfjameðferðar. Brestir í eftirliti og meðferð slíkra sjúkdóma geta leitt til innlagna á sjúkrahús, „vegna bráðra versnana sem koma hefði mátt í veg fyrir og jafnvel dauðsfalla," eins og segir í greininni. Brýnt að kanna málið hér Engar sambærilegar rannsóknir við þær sem nefndar eru hér að ofan hafa verið gerðar hér á landi og segir Sigurður Guðmundsson, landlæknir, það brýnt verkefni að bæta úr því. „Við vildum gjarna gera hliðstæða könnun hér tilþess að svara því hvort þetta geti virkilega verið svona hér á landi.“ Sigurður segir að það sé þörf á því að fara að hugsa hlutina öðru- Fermingartilboð Kynnum nýjar gerðir af rúmum með 20% kynningarafslætti. Rafstillanleg rúm 120x200sm með svæðiskiptri pokafjaðradýnu Rétt verð kr. 118.000. Tilbodsverð kr. 94.400.- c rumco Langholtsvegi 111,104 Rvk. Sími 568 7900 Hanson rúm með fjaðrandi rúmbotni, svæðiskiptri pokafjaðradýnu og lúxus yfirdýnu með hrosshárum (án höfðagafls).120x200. Verðkr. 110.600. Tilboðsverð kr. 88.480.- Opið: virka daga 11-18* laugardaga 11-16. visi þegar kemur að meðhöndlun sjúklinga með langvinna sjúkdóma. „Það þarf að gera meiri köfur umi samfellu í þjónustunni, að sjúkling- urinn geti bent á einhvern einn og sagt, þetta er læknirinn minn.“ Sig- urður segir unnt að færa fyrir þvi rök að hönnun heilbrigðisþjónust- unnar á Vesturlöndum almennt sé mun meira miðuð að því að sinna þeim sem eru að koma öðru hvoru, en minna þeim sem þurfa mest á læknisþjónustu að halda, fólki með langvinna og flókna sjúkdóma. Hann segir að þær ábendingar sem berist Landlækni snúi að nokkrum atriðum. I fyrsta lagi að samskiptin í kerfinu mættu vera betri. I öðru lagi er það oft nefnt að múrar á milli einstakra þátta þjónustunnar séu of miklir. „I þriðja lagi kem ég að því að það sé skortur á ábyrgð einhvers eins í öllu ferlinu. Þetta verður meira áberandi eftir því sem sjúkdómur- inn verður flóknari og erfiðari, en krafan um leið meiri.“ Skortur á samráði „Það hefur verið bent á að of algengt sé að sjúklingar hér á landi með alvarlega sjúkdóma séu í umsjón sérfræðilæknis á því sviði sem um ræðir,“ segir Sigurður. „Sem veldur því að þegar eitthvað annað bjátar á, sem kemur þeim sjúkdómi kannski ekki beint við, þá vanti upp á að sam- ráð sé haft við heilbrigðisþjónustuna almennt. Það sem við erum að kalla eftir er það, að annað hvort taki sér- greinalæknirinn þetta á sínar herðar og sjái um sjúklinginn eða, sem er ekki siður heppilegt, að heilsugæslu- læknir sé hafður með í ráðum og sinni sjúklingnum í samráði við sér- greinalækninn frá byrjun.“ Talsmaður sjúklinga Ein laus á þessu vandamáli gæti verið eins konar talsmaður sjúklinga. „Þetta væri þá einstaklingur sem veit allt um sjúklinginn og hjálpi honum í gegnum kerfið. Hann væri þá hægt að ná í til þess að fá allar upplýsingar um viðkomandi sjúkling.“ Sigurður segir að fyrir lækni sem er að sinna sjúklingi sem hann hefur aldrei séð áður þá sé það ómetanlegt að geta haft samband við einhvern sem þekki alla sjúkrasöguna og allar óskir sjúklingsins. „Þetta fyrirkomu- lag er núna aðeins á umræðustigi eins og er hér á landi. En svona kerfi hefur til dæmis reynst vel í Banda- ríkjunum, sérstaklega fyrir sjúk- linga með geðraskanir, en ætti ekki síður að gagnast öðrum." ■} * ?3Æpaj'Z&i?. ■« . MP&46 ■ 4 œmmé Snjómugga Blaíið/Steinar Hugi Þaö er útlit fyrir aö vorið ætli aö láta bfða aðeins lengur eftir sér ef marka má veðriö f höfuðborginni f gær. Þrátt fyrir sólarglætu af og til, kyngdi snjónum niöur þess á milli. Þessir skólakrakkar lentu í fannfergi á leið heim úr skólanum. Færri munu leita til hjartalækna en áður Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráð- herra, mótmælir því að réttindi sjúklinga hafi verið fyrir borð borin í nýrri reglugerð sem gerir ráð fyrir að sjúklingur þurfi fyrst að leita til heilsugæslunnar ef hann ætlar að fá meðferð hjá hjartasérfræðingi. „Þetta eru viðbrögð okkar við því að hjartalæknar ganga af gildandi samningi," segir Siv. Hún segir að því hafi verið brugðist við með því að koma á valfrjálsu endurgreiðslukerfi. „Nú getur fólk því farið til heilsugæsl- unnar þar sem sumir munu fá endan- lega úrlausn sinna mála.“ Siv bendir á að um 65% verktakagreiðslna sem runnu til hjartalækna árið 2004 megi rekja til þjónustu sem hægt sé að veita á heilsugæslustöð. „Sumum mun því nægja að fara aðeins á heilsugæslu og greiða komugjöld fyrir það. Aðrir munu að sjálfsögðu þurfa á þjónustu hjartalækna að halda áfram og þeir fara þá með beiðni til hjartalækna." Siv segir að vegna þess að samningar séu ekki í gildi við hjartalækna geti fólk leitað beint til þeirra, „en þeir einstaklingar fá þá ekki endurgreitt." Hún segist ekki búast við því að með þessari breytingu skapist sú staða að efnameiri einstaklingar getir keypt sig fram fyrir röðina. „Því hef ég ekki trú á vegna þess að ég býst við því að færri leiti til hjartalækna en áður var, vegna þess hve margir geti fengið úrlausn sinna mála á heilsugæslunni.“ Komið til móts við sjúklinga Aðspurð hvort að hagsmunir sjúk- linganna hafi verið hafðir að leiðar- ljósi þegar gripið var til tilvísunar- kerfisins segir hún svo vera. „Okkar viðbrögð í þessu máli voru einmitt hugsuð til þess að koma til móts við sjúklingana," segir Siv Friðleifsdóttir. Breytingar á greiðslukorta- markaði Glitnir, áður Islandsbanki, hefur keypt 16% hlut af KB-banka í fyr- irtækinu Kreditkort hf„ sem m.a. gefur út MasterCard greiðslu- kort. Eftir viðskiptin á Glitnir því meirihluta í Kreditkort hf. eða alls 51%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Glitni í gær. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlits- ins og Samkeppniseftirlitsins. Samhliða þessum kaupum hefur Glitnir selt KB-banka i8,45%hlutsinníGreiðslumiðlun hf„ sem gefur út Visa greiðslu- kort, og á eftir viðskiptin 0,05% hlut í því félagi. Fram kemur í tilkynning- unni að bankarnir muni eftir sem áður bjóða upp á greiðslukort frá báðum greiðslukortafyrirtækjum. •‘W-'-'-i-'»Á>cíííí iiMBÍW SKOÐAÐU HEIMINN BORGARTÚNI 29 1105 REYKJAVIK | ICELAND | WWW.EXIT.IS | TEL. +354 562 2362 | FAX. +354 562 9662

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.