blaðið - 04.04.2006, Blaðsíða 6
0 I IMÍULlillMi IKLÍ ilR
MPDRWIH
MMRIff
ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2006 blaAiö
. . - * • '3- *
Svignaskarði Skorradal 11 hús 1 hús lllugastöðum Öxarfírði 2 hús 1 hús Brekkuskógi Úthlíð 2 hús 4 hús
Húsafelli 3 hús Einarsstöðum 3 hús Flúðum 1 hús
Flókalundi Akureyri 2 hús 6 íbúðir Vestmannaeyjum 1 íbúð Kirkjubæjarklaustri 2 hús Ölfusborgum 9 hús
Umsóknareyðublöð
Hægt er að nálgast eyðublöð og nánari upplýsingar á www.efling.is og á skrifstofu
félagsins að Sætúni 1,105 Reykjavík, fyrir 7. apríl nk.
Ekki ertekið á móti umsóknum símleiðis.
Umsóknarfrestur er til 7. apríl. - Úthlutun mun liggja fyrir 19. apríl.
Gunnar Smári Egilsson og Sven Dam
Stýrir útgáfu
fríblaðs
Sven Dam hefur verið skipaður
forstjóri og varastjórnarfor-
maður 365 Media Scandinavia
A/S sem er félag í eigu Dags-
brúnar hf. Þetta kemur fram í til-
kynningu sem fyrirtækið sendi
frá sér í gær.
Samkvæmt tilkynningunni
mun Sven hafa yfirumsjón með
stofnun daglegs fríblaðs í Dan-
mörku en Dagsbrún hf. hefur
stefnt leynt og ljóst að útgáfu
fríblaðs þar í landi um nokkurt
skeið.
Sven Dam hefur starfað í fjöl-
miðlum í fjöldamörg ár og hefur
m.a. reynslu af stjórnun fyrir-
tækja bæði á dönskum markaði
og alþjóðlegum mörkuðum.
Óttast áhrif hlut afélagsvæðingar
RÚV á réttarstöðu starfsmanna
Formaður Rafiðnarsambandsins telur eðlilegra að RÚV verði sjálfseignarstofnun en
hlutafélag og vill að réttarstöðu starfsfólksins verði gefinn meiri gaumur í umrœðunni.
réttindi, veikindarétt, orlofsrétt og
ámóta, en hann óttast að menn hafi
ekki alltaf hugsað þau til enda eða
hver áhrif rekstarformsbreytinga
geti verið fyrir starfsmenn. „Ef af
því verður að Orkuveita Reykja-
víkur (OR) kaupi grunnnetið sjá
menn í hendi sér að það mun hafa
einhver áhrif á stöðu þeirra 300
tæknimanna í Rafiðnaðarsamband-
inu, sem flytjast þá frá Símanum til
OR,“ segir Guðmundur.
Hann telur þó ekki að menn þurfi
að hafa áhyggjur af sams konar líf-
eyrisskerðingu, eins og sumir hafa
nefnt að bankamenn hafi þurft að
taka á sig við einkavæðingu bank-
anna. „Eftir síðustu kjarasamninga
á nú ekki að vera hætta á því. Við
fengum góða aðstoð Davíðs í því,
sem samdi kannski aðeins af sér.“
Guðmundur telur að menn hafi
farið fram úr sér við að breyta
Ríkisútvarpinu í hlutafélag. „Það
form hentar vafalaust ýmsum fyrir-
tækjum á borð við Símann, ÁT VR og
orkufyrirtækin, enda eru þau með
eiginlegar sjálfsaflatekjur. RÚV er
á hinn bóginn fyrst og fremst rekið
fyrir skattfé og það gilda einfaldlega
aðrar leikreglur þar um,“ segir Guð-
mundur Gunnarsson, formaður Raf-
iðnarsambands íslands.
Guðmundur Gunnarsson, formaður
rafiðnaðarsambandsins, telur að
hlutafélagsvæðing Ríkisútvarpsins
(RÚV) orki afar tvímælis og vekur
athygli á að réttarstaða starfsmanna
sé í mikilli óvissu, verði sú leið
farin. Telur hann eðlilegra og affara-
sælla að breyta RÚV í sjálfseignar-
stofnun, sem sé þekkt rekstarform í
almannaþjónustu.
„Það liggur ekkert fyrir um það að
núverandi starfsmenn RÚV verði
fyrir kjaraskerðingu ef stofnuninni
verður breytt í hlutafélag, en það
eykur óvissuna, því réttarstaða
fólks breytist óhjákvæmilega þegar
það hættir að vera opinberir starfs-
menn og verður starfsfólk á hinum
almenna vinnumarkaði," segir
Guðmundur.
„Við þekkjum að það hefur oft
reynst erfitt að útfæra svona breyt-
ingar þegar verið er að flytja fólk
til með rekstrarformsbreytingum,“
bætir hann við og minnir á reynsl-
una af Símanum. „Nú er verið að
búta hann niður og það veit í sjálfu
sér enginn hvernig það allt fer eða
hvaða áhrif það kemur að lokum til
með að hafa á kjör eða aðra réttar-
Guðmundur Gunnarsson, formaður Raf-
iðnarsambands Islands.
stöðu fólks. Oft er það afar erfitt - ef
ekki ómögulegt - að meta þau áhrif
til hlítar."
Hefur ekki áhyggjur af
skertum lífeyri
Guðmundur segir að þau atriði, sem
einkum skipti máli í þessu samhengi
varði biðlaunarétt, lífeyrissjóðs-
Uthlutun sumarhúsa árið 2006
gSTETJMRFELA C
Orlofsnefnd Eflingar- stéttarfélags minnir félagsmenn á að síðasti skiladagur vegna
umsókna í orlofshús félagsins sumarið 2006 er 7. apríl nk.
Vildarþjónusta fyrirtækja
Við leggjum áherslu á
langtímasamband og
sérhæfðar lausnir sem taka
i mið af sérstökum
áðstæðum og starfsumhverfi
viðskiptavina okkar.
SPH - (yrirþlg og fyrirtæklS!
550 2000 | www.sph.is
Tæknival rekið með tapi
Tæknival tapaði 164 milljónum
króna á síðasta ári samkvæmt árs-
uppgjöri félagsins sem birt var í
gær. Árið 2004 hagnaðist félagið
hins vegar um 607 milljónir og er
því um töluverðan viðsnúning að
ræða.
Samkvæmt ársuppgjörinu voru
rekstrartekjur 1.069 milljónir á sið-
asta ári en á sama tíma voru rekstr-
argjöld án afskrifta 1.174 milljónir.
Rekstrartap fyrirtækisins nam því
105 milljónum króna. Þá var eigið
fé félagsins í lok árs 2005 neikvætt
um 80 milljónir og heildarskuldir
693 milljónir.
Eignarhaldsfélagið Byr ehf.
keypti allt hlutafé í Tæknival í
byrjun marsmánaðar á þessu ári.
I kjölfarið var rekstur verslunar-
sviðs Tæknivals í Skeifunni seldur
og mun fyrirtækið framvegis
leggja áherslu á fyrirtækja- og
hugbúnaðarþjónustu.
Orlofshús á eftirtöiduni stöðum eru í boði:
SJONARHOLL
Gleraugnaverslun
Reykavíkurvegur 22
220 Hafnarfirði
565-5970
Líklega hlýlegasta
gleraugnaverslunin
norðan Alpafjalla