blaðið - 04.04.2006, Side 28

blaðið - 04.04.2006, Side 28
28 I BÍLgK-- ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2006 blaöið Reynsluakstur: Renault modus B&L íslendingar hafa aðeins verið svona og svona gefnir fyrir smábíla, þó þeir hafi oft keypt þá í hrönnum, þegar verðið hefur verið ómótstæðilegt. Má raunar færa fyrir því rök að bíllinn hafi fyrst orðið almenningseign þeg- ar japönsku smábílarnir urðu á allra færi á sínum tíma. Upp á síðkastið hafa borgarbílarnir hins vegar verið að sækja í sig veðrið, stundum sem annar eða þriðji bíll á heimili. Þeir eru vinsælir fyrir ungviðið og svo hafa margir farið að líta á þá, sem sitt framlag til aukinnar tillitssemi gagnvart umhverfinu. Renault Mod- us fyllir þennan flokk, en þó ekki. Framleiðandinn stillir honum upp sem fjölnotabíl og hann nálgast að vera það, en rætur hans sem borgar- bíls hafa samt vinninginn. Það verð- ur að segjast eins og er að tilfinning- ar blaðamanns voru blendnar, þegar hann settist upp í Modus. Það eru til margir fallegri bílar, hann leit út fyr- ir að vera þröngur og maður efaðist um að hann myndi duga til langferða. En Modus kom skemmtilega á óvart. Hann er næstum því fallega ljótur, hann er til margra hluta nýtur og það er bara talsvert skemmtilegt að aka honum. Það er þá líka rétt að hafa í huga að hann er byggður á grunni Renault Clio, sem varla þarf að fara um mörgum orðum. Akstureiginleikar Það er virkilega auðvelt að aka Rena- ult Modus. Stýrið er leikandi létt og beygjuradíusinn er þröngur. Hann er ekki stór og dekkin eru alveg úti í jöðrunum, þannig að það er hægt að leggja honum nánast hvar sem. Hann liggur vel á vegi og það er sama hvort maður er að lúsast um þröngar einstefnugötur eða á skriði á Kringlu- mýrarbrautinni, maður hefur fullt vald á bílnum og það vandræðalaust. En hann er ekki gerður fyrir ólögleg- an hraðakstur, þó bíllinn eigi meira eftir er maður ekkert að fara mikið upp fyrir hundraðið á honum. Mod- us liggur ágætlega í beygjum og hraðahindranir virðast ekki fara illa í hann. Vél og drif Það er hægt að fá Modus með ýmsum vélum. Sú minnsta er aðeins 1,2 lítra og efast má um að hún dugi nema í léttasta akstur. 1,4 lítra vélin ætti hins vegar að duga flestum, en í reynslu- akstursbílnum var 1,6 lítra bensínvél, sem var hörkufín. Svo má fá 1,5 lítra dísilvél. Sjálfsagt fá menn mest út úr sjálfskiptu bílunum, en til reynslu var bíll með sjálfskiptingu. Hún var allt í lagi, en það skortir talsvert upp á viðbragðið úr kyrrstöðu eða ef skipt er úr bakkgír í áfram. Hins vegar var allt í lagi með skiptinguna þegar bíll- inn er kominn á skrið. LJtlit Sem fyrr segir eru til fallegri bílar, en það verður að hafa í huga að lausnirn- ar eru bara svo og svo margar þegar lagt er upp í að hanna bíl af þessari stærð. Eftir á að hyggja held ég að Renault hafi bara tekist nokkuð vel upp. Það er ekki mikill svipur á hon- um, en maður fær á tilfinninguna að notagildið hafi setið í fyrirrúmi. Ekk- ert að því. Rými En það er að innan sem maður áttar sig á því hvað Modus er um margt sniðugur bíll. Hann er margfalt stærri að innan en utan, það er rúmt fram í og aftur í fer ágætlega um tvo fullorðna eða þrjá krakka og það er mjög hátt til lofts. Það er mikið af búnaði í bílnum, en það fer lítið fyrir honum. Plastið er eilítið yfir- drifið í innréttingunni og sætin virð- ast svolítið fátækleg, en þau duga samt furðuvel á langferð. Útsýnið er alveg frábært og ökumaðurinn hefur næma tilfinningu fyrir því hvar hann er staddur í samhengi við umhverfið. Mælaborðið er á eilítið óvenjulegum stað, en það situr ofan á borðinu og fyrir miðju. Efasemd- ir um þá staðsetningu hurfu fljótt í akstri. Græjurnar fylgja með og geislaspilarinn les MP3-diska, sem kom ánægjulega á óvart, en græjun- um má stýra frá stýrinu, sem kemur í góðar þarfir. En miðað við verðið hefði maður búist við að það væri að- eins meira lagt í innréttinguna Farangur Sem fyrr segir fer ágætlega um mannskapinn, en bíllinn er stýfður að aftan, þannig að farangursrýmið er af mjög skornum skammti. Það má hlaða eins og 4-5 stútfullum innkaupapokum þangað, en ekki miklu meiru. Hins vegar má leggja aftursætin alveg fram og búa til heil- mikið pláss þannig að gólfið er alveg flatt. Afturhlerinn er gríðarstór, sem getur komið sér vel, en það þarf að vara sig aðeins á honum vegna stærðarinnar. Það er of auðvelt að rota ungana með honum þegar opn- að er. Öryggi Það er Bosch-bremsukerfi í bílnum, sem er alveg ágætt, og allar helstu skammstafanir, sem máli skipta í þeirri deild. Þó bíllinn sé smár er hann vel hannaður með tilliti til öryggis, byggingin gefur eftir við árekstur þar sem við á, en farþeg- arnir eru vel verndaðir. Sex loft- púðar eru í bílnum. Nytsemd og gæði Það má hafa efasemdir um að Modus uppfylli allar þær kröfur, sem gerðar eru til fjölnotabíla, en hann er býsna nytsamur til flestra daglegra útréttinga og er fjöl- hæfari en ætla mætti við fyrstu sýn. Mikið af innvolsinu er fengið að láni frá Clio og Megane, þannig að hann reynist sjálfsagt endingargóður. Mod- us er mjög haganlegur og gæti bæði nýst sem fjölskyldubíll númer tvö eða snattbíll fyrir fyrirtæki. Blaðið/lngó Renault Modus 1,6 B&L Verö: 1.940.000 Fjölnotabíll Eldsneyti: Bensín Lengd: 3,79 m Breidd:1,69m Hæð: 1,59 m Þyngd: 1.675 kg Dyr:5 Vélarstærð: 1598cc Hestöfl: 113 Kostir: Nytsamur og furðu rúmgóður, vel útbú- inn og skemmtilegur. Gallar: Dýrari en sam- keppnin, hægindi mættu vera meiri. Niðurstaða: Það er eitthvað skemmtilegt við Renault Modus sem erfitt er að festa hönd á. Þetta er ekki bíll fyrir alla en fyrir suma er hann alveg prýðilegur. Hann er aðeins dýrari en sam- keppnin (t.d. Honda Jazz), óhætt að mæla með Hy- undai Santa Fe til flestra almennra fjölskyldunota. Hann er vel útbúinn og miðað við verð kemur hann einstaklega vel út. ★ ★★★ Nýr formað- ur Bílgreina- sambandsins Úlfar Steindórsson, fram- kvæmdastjóri P. Samúelsson, var kosinn formaður Bílgreina- sambandsins á aðalfundi þess um liðna helgi. Úlfar kemur í stað Ernu Gísladóttur.Árni M. Mathiesen, fjármálaráð- herra, ávarpaði samkunduna og einnig var flutt erindi um mengun og mengunarkröfur. Brimborg á verðbrems- unni Að sögn Egils Jóhannssonar, for- stjóra Brimborgar, hefur félagið ekki hækkað verð á nýjum bfl- um þrátt fyrir verulega gengis- lækkun krónunnar undanfarna daga og vikur. Gildir þetta um allar gerðir nýrra bíla frá Brim- borg,þ.e. Ford, Volvo, Citroén, Lincoln eða Mazda. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um fram- haldið, hvort eða hvenær nýir bílar verða hækkaðir í verði. Einn einn ofurbíllinn frá Svíþjóð Svíar hafa upp á síðkastið látið æ meira til sín taka í hönnun ofurbíla, samanber Köning- segg og BEBI. Hugmyndabíllinn Aero X frá Saab er nýjasta sönnun þess að Svíarnir eiga erindi á ofurbílamarkaðinn, en hann stal senunni á bílasýningunni í Genf. Því miður er ekki fyrirhugað að þessi tveggja sæta ofurbíll fari í framleiðslu, en minni útgáfa verður sjálfsagt sett í framleiðslu eftir nokkur ár. Hins vegar er nokkur von til þess að hönnunin smitist yfir á aðra Saab-bíla á næstunni. Þeir, sem ekið hafa þessari kerru, segja að útlitið endurspegli eðli bílsins vel, það eina sem vanti séu vængirnir. Hurðirnar og framrúðan lyftast í heilu lagi af bilnum, en útsýnið er engu Ifkt. Vélin er ekki heldur neitt slor, 2,8 Iftra 400 hestafla etanól-vél. Evrópuöku- skírteini eftir 26 ár Samgönguráðherrar Evrópusam- bandslandanna hafa orðið ásáttir um að koma á einu ökuskírteini sem gildi innan alls Evrópu- sambandsins. Skírteinið nýja verður að öllum líkindum búið örgjörva til að auðvelda eftirlit og gera allt svindl og falsanir erfiðari. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og er miðað að því að nýja skírteinið taki gildi árið 2032. I Evrópusambandslöndunum 25 og í löndum Evrópska efnahags- svæðisins; Islandi, Noregi og Sviss, eru þessa stundina í gildi alls um 110 gerðir ökuskírteina. Jepparnir menga Ný írsk rannsókn bendir til þess að aukinn fjöldi jeppa, jepplinga og stórra bíla almennt, hafi auk- ið mengun þar í landi talsvert á umliðnum árum. Er rætt um að herða á mengunarkröfunum af þessum völdum eða að stærri bílar verði skattlagðir af meiri hörku en fram til þessa.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.