blaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 18
26 I VIÐTAL
FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 blaöið
BlaSiS/Frikki
Samhengið z lífinu
Tryggvi Ólafsson listmálari hefur
búið í Kaupmannahöfn í fjörtíu og
fimm ár. Þessa dagana er hann hér
á landi vegna málverkasýningar
sem hann heldur í Gallerí Fold.
Hvað gerði þig að málara?
„Ég hef ekki hugmynd um það.
Ætli þetta sé ekki bara meðfætt.
Sumir spila á píanó sex tíma á dag
og fá aldrei nóg. Ég get ekki gert það.
Ég geta bara málað og blandað liti
eins og krakki. Þegar ég var barn
og unglingur voru aðrir strákar
með bíladellu og mótorhjóladellu
og fóru í skátana. Ég hafði engan
áhuga á því. Ég skoðaði bækur og
málaði.“
Þú ólst upp á Norðfirði, heldurðu
Léttar úlpur með og án hettu. Ný sending.
við Laugalæk • sími 553 3755
99..............................................................
/gamla daga gátu menn tekið í nefið og lesið Ijóð. Nú eru menn sem fást
við slíkt álitnir vera fífl ísamanburði við einhverja verðbréfaskarfa.
að umhverfið þar hafi mótað
„I dönskum sjónvarpsfréttum sé
ég oft vandræðadrengi sem hafa
meira og minna verið vistaðir á
stofnunum. Þeir áttu enga æsku, ekk-
ert umhverfi. Þeir vita ekki hverjir
þeir eru eða hvaðan þeir koma. Það
hlýtur að vera hroðaleg tilfinning.
Sem betur fer á ég þessar yndislegu
rætur á Austfjörðum. Hugsaðu þér
ef þú ættir engar rætur.
Fjöllin fyrir austan, árstíðirnar
og litirnir í þeim hafa örugglega
mótað mig. Þau áhrif fylgja mér
alltaf. Því verður ekkert breytt. Ef
ég héldi öðru fram þá væri ég að
ljúga að sjálfum mér. Ómeðvitað
hef ég nýtt mér fjarlægðina frá
þessum rótum. Hvað ætti ég ann-
ars að nota? Ég á þennan forða
sem heitir Austfirðir og minningar
um gamla menn sem þar voru og
gamlar konur sem gáfu mér rúsínur.
Elskan mín góða, þarna var ég!“
Þroskandi mótstaða
Ég veitaðþú varst á sjó sem ungur
maður. Hverniglíf varþað?
„Ég var þrjú sumur á síld, sextán,
sautján og átján ára. Það var bara
sport, eins og að vera í villta vestr-
inu. Maður var fílhraustur, ungur
og bjartsýnn og engum háður.
Lífið var dásamlegt. Það var harð-
ari vinna að vera á togara. Oft var
unnið meðan menn stóðu. Mikið
erfiði en það var gaman. Mér leið
vel á sjó enda hafði ég líkamsburði
í starfið.
Þegar ég hugsa um það eftir á þá
minna kynnin af þeim mönnum
sem ég vann með mest á það að lesa
skáldsögu þar sem maður þekkir
allar persónurnar. Þetta var af-
markaður hópur, tuttugu og einn
maður hver ofan í öðrum í þrjár
vikur. Þetta gerði mig að mann-
þekkjara. Það segir sig sjálft, ég var
undir þrítugu og kynnin af þessum
mönnum voru eins og kúrs í upp-
eldisfræði. Það voru ekki margir
óþverrar með mér á sjó en það voru
til menn sem voru ekki góðir. Svo
voru menn sem voru lífsreyndir og
svo drykkjumenn sem voru bara