blaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 16
16 I FERÐALÖG FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 blaðið + I Utanlandsferdir hækka um allt að 12% Verð utanlandsferða hækkarþegar krónan veikist en lækkar ekki við styrkingu hennar. Á heimasíðu Neytendasamtakanna ns.is kemur fram að margar ferða- skrifstofur hafi tilkynnt viðskipa- vinum sínum um væntanlegar verð- hækkanir á pakkaferðum og sumar hafi hækkað verð nú þegar. Iris ösp Ingjaldsdóttir lögfræðingur hjá Ney tendasamtökunum segir mikið um að fólk hringi og kvarti út af hækkunum á utanlandsferðum. Á ns.is hefur einnig verið gerð könnun á verðlagsþróun pakka- ferða undanfarin ár miðað við upp- lýsingar sem fram koma í vísitölu neysluverðs frá Hagstofu Islands. Á árinu 2001 kom verðbólguskot vegna veikingar krónunnar og hækkuðu pakkaferðir á því ári um 13,1%. Þegar krónan tók að styrkj- ast ári síðar skilaði það sér aftur á móti ekki í lækkun pakkaferða heldur héldu þær áfram að hækka. íris Ösp Ingjaldsdóttir, lögfræð- ingur hjá Neytendasamtökunum, segir mikið um að fólk hringi og kvarti út af hækkunum á utan- landsferðum. „Fólk er oft á tíðum búið að borga staðfestingargjald og er ekki tilbúið að tapa því með því að hætta við ferðina. Sumar ferðaskrifstofur greiða þó staðfest- ingargjaldið til baka ef hætt er við ferðina innan við viku frá því staðfestingargjaldið er greitt. Ég veit dæmi þess að fólk sé að borga allt að 12% hærra verð fyrir ferðina Sóiarlandarferðin verður dýrari í ár en fólk bjóst við þegar ferin var keypt. en áður var gefið upp sem getur verið á milli 20-30 þúsund krónur fyrir fjölskylduferð." Iris segir að í sumum tilfellum geti fólk sloppið við verðhækkun með því að borga ferðina upp fyrr en áætlað var en það geti verið vandkvæðum bundið því fólk hafi fé ekki alltaf á reiðum höndum. Gefa þarf upp forsendur fyrir hækkunum „Það er ekkert ólöglegt við að hækka eða lækka verð á ákveðinni vöru eða þjónustu en það þarf að gera það með ákveðnum hætti," segir íris. Á ns.is kemur fram að rök ferðaskrifstofanna fyrir hækkun nú séu fyrst og fremst hækkun á erlendum gjaldmiðlum. „Eðlilegt hefði verið að gerður hefði verið samningur við hvern og einn viðskiptavin ferðaskrifstofanna þar sem fram hefði komi að verð á ferðinni gæti breyst og gefa þá upp þær forsendur sem geri það að verkum." Iris segir að verðhækkanir eins og þessar megi ekki koma neyt- endum í opna skjöldu eins og nú hafi gerst. Iris segir ennfremur að bregðist ferðaskrifstofur ekki við þessum athugasemdum frá Neyt- endasamtökunum verið málið sent til Neytendastofu sem muni þá taka það upp. hugrun@bladid.net I Golfferðir til Manchester I GB Ferðir munu bjóða 30% afslátt af golfpökkum til Manchester ef bókað er fyrir 15. maí. í boði verða pakkar sem innihalda flug til Manchester með flugvallarsköttum, þrjár nætur með morgunverði og 3*18 holur á Worsley Park Championship coures og fritt aðgengi að heilsulind hótels- ins. Verð er 59.900 krónur á mann í tvíbýli. Dagsetningarnar sem eru í boði eru: 12.-16. maí, 9.-12. júní og 16.-19. júní. Tónleikaferð á Nylon og Westlife Netklúbbur Icelandair býður á næst- unni upp á ferðir af ýmsum toga. I maí verður farið á tónleika Westlife og Nylon. Fáar poppsveitir hafa notið jafnmikillavinslældaogWestlifesíð- ustu árin en til þessa hefur hún selt yfir 34 milljónir platna. Stelpunum í Nylon hefur hlotnast sá heiður að hita upp fyrir þessa farsælu popp- hljómsveit. Verð á mann fyrir þessa ferð er kr. 34.500. Innifalið er flug, miði á tónleikana á Wembley og flugvallarskattur. Hægt er að fljúga Stœrsta tónlistarhátid i Norður-Evrópu Hin vinsæla Hróarskelduhátíð verður haldin í Danmörku 29. júní- 2. júlí en tónlistarhátíðin er ein sú stærsta í Norður Evrópu. Á hverju ári koma yfir 150 hljómsveitir fram á hátíðinni frá fimmtudagi til sunnu- dags. Netklúbbur Icelandair mun bjóða upp á ferðir á tónleikana en verð er 44.900 kr og er þá innifalið flug báðar leiðir flugvallarskattur og miði á Hróarskeldu. út til London 17. eða 18. maí en heim- koma er 19. eða 21. maí. I I I I I

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.