blaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 8
8IFRÉTTIR FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 I blaöiö í Talibanar styrkja stöðu sína Óttast er að tíðar sjálfsmorðárásir og aftökur í Afganistan í vetur séu til marks að talibönum vaxi á ný ásmegin í landinu og undirbúi enn frekari árásir til þess að steypa nú- verandi stjórn af stóli. Liðsmönnum talibana hefur fjölgað í dreifbýlum héruðum í suðurhluta landsins og bendir aukinn fjöldi þeirra til að átök í landinu munu versna á kom- andi mánuðum. Talibanar eru í auknu mæli að ná Uruzgan-hérrað- inu á sitt vald og herma fréttir að áhrif þeirra fari ört vaxandi í Kanda- har og Helmand. Óttast er að aukin áhrif þeirra í suðurhluta landsins, áhrif sem fara vaxandi með hverri viku sem Hður styrki raddir þeirra Afgana sem telja að ríkisstjórn Hamid Karzai, forseta, sé ófær um að treysta stöð- ugleikann í landinu. Ljóst er að afganski herinn og lögreglusveitir landsins eru ekki í stakk búnar til þess að halda talibönum í skefjum á svæðinu, miðað við núverandi ástand og skipulag. Afganskir her- menn, sem eru í fremstu víglínu í baráttunni gegn talíbönum, hafa krafist þess að forsetinn fjölgi her- mönnum á svæðinu. Bandaríska blaðið New York Times hefur eftir afgönskum embættismönnum að þeir óttist að ástandið versni þegar bandarískir hermenn draga sig frá suðurhluta landsins og sveitir á vegum NATO taka við hlutverki þeirra. Þeir efast um að hersveitir skipaðar Bretum, Kanadamönnum, Austurríkismönnum og Hollend- ingum hafi þrek til að berjast við talibana vegna stuðnings almenn- ings við veru þeirra í landinu. Þeir telja að brotthvarf bandarískra her- manna búa til ákveðið tómarúm á svæðinu sem vígamenn talibana munu notfæra sér til þess að styrkja stöðu sína enn frekar. Allt frá innrás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í Irak árið 2003 hefur minna borið á fréttum af ástandinu í Afganistan i fjölmiðlum á Vesturlöndum. Þrátt fyrir að tekist hafi að koma á laggirnar ríkisstjórn í stað talibanastjórnarinnar sem féll 2001 hefur hún alla tið haft veik tök á stjórn landsins. Óljóst er með öllu hvort að núverandi stjórnskipan haldi velli. Á dögunum birti banda- ríska tímaritið Foreign Policy lista yfir þau tíu ríki sem eru líklegust til þess sökkva ofan í dý stjórnleysis og var Afganistan í níunda sæti listans og hækkaði um eitt sæti milli ára. Fátt bendir til þess að þeirri þróun verði snúið við í bráð. Þrátt fyrir að margt hafi áunnist í Afganistan undanfarin ár eru alvar- leg hættumerki á lofti. I skýrslu sem rannsóknarstofhunin Council on Foreign Relations í Bandaríkjunum kemur fram að sérfræðingar telja að skipulag vígamanna talibana sé betra en það var árið 2001 og að staða þeirra sé sífellt að styrkjast í héruðum þar sem miðstjórnvald stjórnarinnar í Kabúl er veikt. Einnig benda þeir á að leiðtogar talibana séu mjög meðvitaðir um að fari áhugi alþjóðasamfélagsins á ástandinu í Afganistan minnkandi muni það skapa öryggistómarúm sem verður til að styrkja stöðu þeirra ennfrekar. Avion hefur starf- semi í Þýskalandi Flugfélagið Star Europe, sem er dótt- urfélag Avion Group, hefur hafið starfsemi í Þýskalandi. Félagið hefur fengið útgefið flugrekstrarleyfi frá þarlendum flugmálayfirvöldum eftir aðeins þrjá mánuði, en samkvæmt tilkynningu frá félaginu í gær tekur yfirleitt 12 tíl 18 mánuðí að afla slíks leyfis. Félagið verður með þrjár Airbus 320 flugvélar í rekstri sumarið 2006 og áætlað er að fjölga vélum umtals- vert á næstu árum. Flogið verður til áfangastaða í Suður- og Austur-Evr- ópu auk Mið-Austurlanda. I sumar verður flogið frá fjórum stöðum í Þýskalandi, en þeir eru Dusseldorf, Frankfurt, Köln og Stuttgart. Ertu með? Fjölskyldugreiðslur Greiðslurtil foreldra barna 9-18 mánaða Leysa þarf vanda foreldra 9-18 mánaða barna frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til leikskólinn hefst, með mánaðarlegum 50.000 kr. beingreiðslum. Slíkar greiðslur tryggja aukið val foreldra og börnum aukið öryggi. Fallegt við Geysi BlaOit/Steinar Hugi Þrátt fyrir að hinn heimsfrægi Geysir sé hættur að spúa vatni í bili er litli frændi hans Strokkur ennþá í f ullu fjöri. Ferðamenn hvaðanæva úr heiminum koma til að berja dýrð- ina augum, eins og þessir þýsku túristar gerðu á dögunum. u tonLGikaroÐ a naba SÖGURAFLANDI Tónleikar 4. maí Húsið opnar kl. 20.00. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 Miðasala íverslunum OgVodafone og á NASA alla virka daga frá kl. 13.00 til 16.00 og í sími 51 11302 www.nasa.is GugcjU ráð: Hjá okkurfœrðu í fangelsi fyrir kynferðisbrot mbl.is | Tæplega þrítugur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í þriggja ára og sex mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart stjúpdóttur sinni og vin- konu hennar. Var maðurinn einnig dæmur til að greiða stjúpdóttur sinni 1,5 milljónir króna í miska- bætur og hinni stúlkunni eina milljón króna. Brotin gegn stjúpdótturinni voru framin á tímabilinu frá miðju ári 2000 fram til októberloka 2004. Brotin gegn hinni stúlkunni voru samkvæmt ákæru framin á tímabil- inu júni til október 2004 en dómur- inn taldi með hliðsjón af. Maðurinn neitaði sök, en í dómi héraðsdóms segir, að framburður mannsins sé ótrúverðugur en framburður stjúpdótturinnar afar trúverðugur. útsæöi, xW áburð vf irbreiðslur oa öll ^BS^ aburö, yfirbreiðslur og öll verkfæri sem til þarf gj.'..'. :*:XI I,-......¦¦i.V,y,) o~ GARÐHEIMAR Heimur skemmtilegra hugmynda og hluta Stekkjarbakka 6 • Mjódd • Sími: 540 33 00 • www.gardheimar.is I I

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.