blaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 19

blaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 19
blaðið FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 VIÐTAL I 27 99.............................................................. Ég nenni ekki að vera að leika einhvern kúnstner. Sumir þurfa alltafað pre- sentera sig sem listamenn. Ég nenni því ekki. Ég vil bara fá að vera í friði." þurrir þegar þeir voru um borð. Ég var aldrei lengi í einu úti á sjó. Ég var þar af því ég var að vinna mér fyrir brauði. Ég átti hvorki eitt né neitt og las stúdentspróf utan skóla. Það gekk vel en var erfitt. En hver segir að lífið eigi að vera auðvelt?" Er ekki bara betra að það séu erf- iðleikar í bland - eða hvað? „Það er mótstaðan sem þroskar mann. Eitt árið fór ég til Andalúsíu og bjó í íbúð sem kunningi minn, danskur málari, lánaði mér. Þegar ég opnaði gluggann á litlu íbúð- inni sá ég appelsínur og sítrónur á trjánum. Ég fór upp í fjallshlíðina og sá hundruð þúsundir af ólífu- trjám. Mér fannst eins og ég væri staddur í Paradís. Þarna var allt til alls. En þarna var fasisminn sterk- astur. Það var þarna sem þeir drápu Garcia Lorca. Við erum aftur komin að því hversu mikið umhverfið mótar manninn. Langur vetur gefur þér tíma til að lesa bækur. A löngum vetrum verður þú að passa kýrnar og svo heyjarðu á sumrin. Það gerir þig að betri manneskju að þurfa að leggja eitthvað á þig. Það er mín fílósófía." Guðdómleg snilligáfa Hvar stendurðu ípólitík? „Ég hef alltaf verið sósíalisti. Sósí- alismi er mannúðarstefna. Ég held að mörg mestu vandræðin í þessum heimi stafi af því að fólk er auðmýkt - látið moka skít fyrir ekki neitt. Við eigum að reyna að skilja hvort annað. Já, ég er sósíalisti. Menn geta bent á Sovétríkin og allt það en það var glæpamennska. Hvort hafa fleiri verið drepnir í nafni Guðs, djöfulsins eða kommúnism- ans? Það er alltaf eitthvað. Mann- skepnan er bara þannig. Stundum finnst manni að trúarbrögðin séu til bölvunar. Það má kannski ekki segja það, en þau virðast eyðileggja alla dómgreind." Þú trúir þá ekki á Guð? „Trú og trú. Hvaða guð á ég að trúa á? Gyðingaguðinn eða einhvern annar guð? Það er hægt að trúa á Egil Skallagrímsson eða hvern sem er. Ég veit ekkert um einhvern guð sem situr uppi á skýi.“ Trúirðu þá ekki á neitt? „Ég trúi á samhengið í lífinu. Ég trúi því að enginn hlutur sé til fyrir tilviljun og að allt hafi sína byggingu og tilgang. Ég trúi því að ánamaðkarnir og mávarnir hafi tilgang. Kötturinn minn er undra- verk, mikið drottins meistaraverk. Ég veit ekkert hvað hann er að hugsa og mikið finnst mér það gott. Hann verður að hafa sitt. Og laufin á trjánum. Af hverju eru þau svona fallega teiknuð? Af hverju velur náttúran alltaf einfaldasta formið, svo fagurt sem það er? Það er guðdómlegt. Þú tekur eftir að ég nota orðið guðdómlegt. Hvaða guð á ég við? Kannski á ég bara við náttúrufræðina.“ Trúirðu á snilligáfu? „Já, ég trúi á snilligáfu. Ég get fallið i stafi yfir snillingum. Sem betur fer get ég enn farið til Ítalíu og fengið tár í augun við að horfa á myndir. Sá stærsti af þeim öllum er Piero Della Francesca. Þegar ég sé myndir eftir hann verð ég hrærður eins og hrein mey. Ég fór til Arezzo þar sem var verið að gera við myndir hans. Ég þurfti að fara á bak við segldúk til að sjá mynd- irnar, eins og dóni sem er að kíkja. Það er makalaust að sjá myndir eftir þennan mann. Ég hrífst líka af Caravaggio og Matisse. Sumir menn geta hrært mig að hjarta- rótum. Snilligáfa er guðdómleg." Vil fá að vera í friði Heldurðu að listamenn séu við- kvœmari en aðrir menn? „Ég hef aldrei gengist upp í þessu listamannakjaftæði. Ég hef sagt þetta áður og get endurtekið það, og auk þess er þetta lánað og stolið. Ég segi bara eins og gyðingurinn í Kaupmanninum í Feneyjum: „Hrærist ég ekki af sömu sorgum og aðrir? Þarf ég ekki að borða eins og aðrir?“ Ég hef aldrei skilið að lista- menn séu einhver sérstök dýrateg- und. Ég þekki jafnmarga sjómenn, lögfræðinga og skemmtilegar stelpur og allir aðrir. Aðalmunur- inn á mér og þér er að ég mála og þú skrifar. Konan mín prjónar. Sonur minn málar hús og hinn sonurinn málar leiktjöld. Ég nenni ekki að vera að leika einhvern kúnstner. Sumir þurfa alltaf að presentera sig sem listamenn. Ég nenni því ekki. Ég vil bara fá að vera í friði." Hefur áfengi einhvern tíma truflað þig? „Nei, aldrei alvarlega. Faðir minn fór illa á brennivíni og það var lexía fyrir mig. Ég skálaði mikið við Alfreð Flóka og aðra kunningja mína í Kaupmannahöfn. Mér telst til að af þeim náungum sem voru með mér í myndlistarnámi í Kaup- mannahöfn hafi átta drukkið sig í hel. Það er sjálfsagður og eðlilegur hlutur hjá sumum mönnum að sitja á krá og drekka fimm til sjö bjóra á dag. Eg er ekkert heilagur en ég bara nenni ekki að sitja við það tím- unum saman að drekka, ropa og pissa. Sem betur fer finnst mér það hrútleiðinlegt." Hvernigfólk kanntu best við? „Ég sortera það ekki mikið. Mér finnst sumir vera fýlupokar og aðrir ekki. Ég þekki skemmtilegt fólk og margar óskaplega skemmti- legar konur, ekkert er skemmtilegra en skemmtilegar konur. Svo finnast leiðindaskarfar og fýlupokar en ég nenni ekki að tala við þá alvöru- gefnu hlunka.“ Það sem skiptir máli Þú hefur búið í Danmörku ífjör- tíu ogfimm ár. Er mikill munur á Dönum og íslendingum? „Það er rnikill munur. Islendingar hafa reyndar breyst, núna tala þeir bara um verðbréf og peninga. I gamla daga gátu menn tekið í nefið og lesið ljóð. Nú eru menn sem fást við slíkt álitnir vera fífl í saman- burði við einhverja verðbréfaskarfa. íslendingar eru ameríkanseraðri en Danir og eru líka farnir að trúa geig- vænlega mikið á peninga. Ef menn leggja allt sitt traust á peninga þá fer allt til helvítis. Hamingjueplið í öllu saman er tungumálið og ís- lenska menningin. Danir eru allt öðruvísi en Is- lendingar. Þeir eru mjög afslapp- aðir og stundum of kærulausir, til dæmis þegar kemur að varðveislu tungumálsins. Þeir vilja helst ekki banna hluti og ganga ekki með mikilmennskubrjálæði eins og ís- lendingar. Islendingar segja: „Ef Ameríkanar geta þetta þá getum við þetta líka“. Danir segja: „1 Amer- íku gera þeir svona en við erum svo litlir að við getum þetta sennilega ekki“. Þetta myndu Islendingar aldrei segja.“ Hvernig borgfinnst þér Reykjavík vera. Sumir segja að hún sé Ijót. „Já, hún er það. Jæja, kannski er ekki hægt að segja að hún sé ljót af því hún er svo fallega staðsett og maður sér út á sundin. En Guð minn almáttugur, hvað það er hægt að sjá mörg ljót hús í Reykjavík! Svo er borgin vansköpuð í formi og breiðir úr sér eins og sjúkdómur.“ Skipta viðurkenningar þig máli? „Eg væri hrokagikkur ef ég myndi ekki viðurkenna að þær skiptu máli. Mér hefur ekkert verið hampað sér- staklega mikið og ég hef ekki verið verðlaunaður. Ég er ekkert sár yfir því nema síður sé. Ég vil fá að vinna í friði, geta borgað reikningana mína og fá mitt kaffi. Ég vil kyssa konuna mín og hitta barnabörnin mín. Þetta skiptir máli. Og ég hef þetta allt saman - sem betur fer.“ kolbrun@bladid.net ^enn. Almennar bóklegar greinar eru hluti af námi á öllum brautum skólans. Allt almenna námið er matshæft á milli skóla eftir því sem við á. Einnig er hægt að stunda nám í almennum greinum í eina til fjórar annir. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. ■ Á sérdeildarsviði eru tvær brautir: Starfsdeild • Nýbúahraut. Auk þess er endurhæfingarnám Janusar (rekið í tengslum við skólann). Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. ftVQwQM 'ft. -J) Á hönnunarsviði eru fjórar brautir: Listnámsbraut (almenn hönnun og keramik) • Hársnyrting • Fataiðnabraut (klæðskurður og kjólasaumur) • Gull- og silfursmíði. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. > V ► 4 ” x? ^ upplýsinga- og margmiðlunarsviði eru 5 þrjár brautir: Upplýsinga- og fjölmiðlabraut “o. (S * Tækniteiknun • Margmiðlunarskólinn. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Fjarnám er áhugaverður kostur fyrir þá sem ekki geta nýtt sér staðbundið nám, t.d. vegna vinnu eða búsetu. [ fjarnáminu er boðið upp á fjölbreytt námsúrval í bóklegum og fagbóklegum greinum ásamt ýmsum greinum meistaranámsins. fjölbreytt, nam ^/ðna^ G O Á rafiðnasviði eru eftirtaldar brautir: Grunnnám rafiðna • Rafvirkjun • Rafeinda- virkjun • Rafvélavirkjun • Rafveituvirkjun Símsmíði. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á byggingasviði eru fimm iðnbrautir í framhaldi af grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina: Húsasmíði • Húsgagnasmíði • Múrsmíði • Málun • Veggfóðrun og dúklagningar. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. við allra hæfi Á tölvusviði er ein braut: Tölvubraut sem býður upp á sérhæfingu ( forritun og netkerfum. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. ^US vi$ Meistaraskólinn er sérstakur skóli fyrir þá sem lokið hafa sveinsprófi í sínum iðngreinum og vilja afla sér kunnáttu til að reka eigin fyrirtæki og réttinda til að taka nema. 4, VarX í kvöldskólanum er boðið upp á margvíslegt nám, bæði fagnám og almennt nám. 3. og 4. maí, kl. 12-16: Innritun fyrír alla aðra en þá sem Ijúka grunnskólaprófi I vor. 12. mai: Innritun hefst I fjarnám og I kvöldskólann á vefskólans www.ir.is Einnig verður innritað í kvöldskólann i ágúst. Allar nánari upplýsingar á www.ir.is og á skrifstofu skólans, sima 522 6500 ★ IÐNSKÓLINN I REYKJAVfK Skólavörðuholti I 101 Reykjavík Sími 522 6500 I Fax 522 6501 www.ir.is I ir@ir.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.