blaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 14
blaði
Útgáfufélag: Árogdagurehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson.
Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber.
DAGUR ÁN BARÁTTU
m
Ymsir hafa haldið því fram á undanliðnum dögum að verkalýðs-
hreyfingin á íslandi eigi sér ekki lengur nein baráttumál. Þessa
staðhæfingu rökstyðja menn með því að vísa til lítillar þátttöku í
hátíðarhöldum á baráttudegi verkalýðsins 1. maí. Guðmundur Gunnars-
son, formaður Rafiðnaðarsambands Islands, sagði í viðtali við Blaðið að
þátttakan hefði verið „hrikaleg". Hreinskilni Guðmundar er lofsverð en
hann hefur öðrum fremur hvatt til þess að fyrirkomulagi hátíðarhalda
á 1. maí verði breytt.
Verkalýðshreyfingin á íslandi á sér afar merka sögu. Barátta forystu-
manna hennar fyrir bættum kjörum verkafólks hefur skilað miklum
árangri og haft afar mótandi áhrif á samfélagsgerðina alla. Þótt þjóðfé-
lagið hafi að sönnu tekið gríðarlegum breytingum á undraskömmum
tíma fer því fjarri að verkefni hreyfingarinnar hafi verið uppfyllt. Enn
er til fátækt fólk á íslandi. Laun tiltekinna hópa í samfélaginu eru til
skammar og ef til vill ættu foringjar verkalýðshreyfingarinnar að velta
því fyrir sér hvers vegna ekki hafi tekist að bæta kjör þessa fólks.
Á dögunum vakti barátta ófaglærðs starfsfólks á hjúkrunarheimilum
þjóðarathygli. I því máli komu fram upplýsingar um launakjör, sem
telja verður með hreinum ólíkindum. Ófaglært fólk á hjúkrunarheim-
ilum sinnir afar mikilvægum störfum. Og erfiðari störf eru vandfundin.
I Blaðinu í gær, miðvikudag, segir Álfheiður Bjarnadóttir, sem óvænt
gerðist talsmaður hinna ófaglærðu, frá ferli sinum og þeim kjörum, sem
henni og félögum hennar eru búin. Það er holl lesning hverjum manni.
Rödd Álfheiðar kemur úr djúpi hinnar stritandi alþýðu á íslandi, sem
fæstir landsmanna hafa sýn til.
Kröfugöngur eru ekki tímaskekkja. Þær eru áhrifarík aðferð til að
sýna samstöðu og koma þeim skilaboðum á framfæri að breytinga sé
þörf. Erfitt er að verjast þeirri hugsun að forystu verkalýðshreyfingar-
innar skorti skýrari sýn til verkefna samtímans. Hvers vegna eru bar-
áttumálin ekki afmarkaðri og málflutningurinn skýrari? Búi forystu-
mennirnir ekki yfir þeim sannfæringarkrafti sem þarf til að fólk, sem
býr við ömurleg kjör, flykkist út á göturnar þarf sýnilega að fá nýtt fólk
til að leiða þessa baráttu.
Þrátt fyrir gífurlegan þjóðarauð og ævintýralega „markaðsvæðingu"
síðustu ára er enn til fátækt fólk á íslandi. Þar ræðir að sönnu um af-
markaða hópa og vísast eru þeir ekki mjög fjölmennir. Forystumenn
verkalýðshreyfingarinnar hljóta að horfa í eigin barm þegar fólk á borð
við Álfheiði Bjarnadóttur tekur til máls.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík.
Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is,frettir@vbl.is,auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Islandspóstur.
Önnur bókin í bókaflokknum „Við rækturn'
er komin út. Tryggðu þér eintak í næstu
bókabúð eða í áskrift í síma 586 8005.
Svmorhúti&
09 gar&orinn
Sumarhúsið og garðurinn ehf,
Síðumúla 15,108 Reykjavík,
www.rit.is
14 I ÁUT
FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 blaðiö
fSNMJTAW ÚTÍ HEÍM OG KmW iKKi AFTUR HEiM TyKR Ell
VfcUVÍ i \>ÝSKAUNVt.
alwTs^'
tLjiíGa mönní/w eEiMFiKi
Wrísmifrm
stAíALiNWJÞ Isl-TiéNÓMisiA
Kaos í skipulagi
Fyrir liðlega fimm árum tók ég
þátt í að stofna félagsskapinn 102
Reykjavík gagngert til þess að reka
áróður fyrir því að Reykjavíkurflug-
völlur yrði fluttur burt úr Vatns-
mýri. Tilefnið var það að Ingibjörg
Sólrún Gisladóttir hafði boðað til
kosninga - rafrænna, hvorki meira
né minna - um framtíð Vatnsmýr-
arinnar til þess að koma henni
og borgarfulltrúum úr sjálfheldu
sérhagsmunanna.
Það var mér og félögum mínum
svo mikið fagnaðarefni að andstæð-
ingar Vatnsmýrarvallarins höfðu
sigur í kosningunum. Hitt er svo
annað mál að Ingibjörg Sólrún sneri
svo við blaðinu og skrifaði undir
samning við samgönguráðherra um
að völlurinn skyldi ekki bara vera
áfram í hjarta borgarinnar, heldur að
hann skyldi endurnýjaður! Þannig
að þær efndir voru eftir öðrum.
En nú er maður fimm árum reynd-
ari og eftir á að hyggja var kannski
eins gott að Ingibjörg Sólrún sveik
þetta. Miðað við þann farveg, sem
skipulagsmálin í Reykjavík hafa
verið, má ég eiginlega ekki til þess
hugsa hvað gerst hefði ef snillingar
R-listans hefðu tekið við að skipu-
leggja Vatnsmýrina.
Skemmdarverkin blasa við
Vandinn er kannski sá að maður þarf
ekkert að vera að gera sér það í hug-
arlund. Þeir eru nefnilega byrjaðir. I
stað þess, að unnt hefði verið að líta
á Vatnsmýrarlandið sem autt blað
og leyfa miðborginni að fikra sig út
að Skerjafirði þegar loksins tækist
að uppræta flugvöllinn, er byrjað
að brytja landið niður og drita þar
niður einhverju dóti, sem hentaði
borgarstjórninni þann daginn.
Þess vegna eiga borgarbúar i
vændum að á Valssvæðinu spretti
upp lágreyst austurþýskt blokka-
hverfi, sem ber því fagurt vitni að
menn hafa engu gleymt og ekkert
Andrés Magnússon
lært síðan verstu tilraunirnar voru
gerðar í Breiðholti fyrir tæpum 40
árum.
Hvað má þá segja um Hringbraut-
arhneykslið, sem R-listinn með
Dag B. Eggertsson, formann skipu-
lagsráðs, í broddi fylkingar varði
út í hörgul þrátt fyrir ótal athuga-
semdum frá fagmönnum, íbúum
og hagsmunasamtökum? Aðeins til
þess að þurfa svo að biðja afsökunar
á ósköpunum nokkrum vikum eftir
að klippt var á borðann!
Ráðleysinu fagnað
Ætla mætti að nóg væri upp talið um
þessi ömurlegu vinnubrögð, vondu
hugmyndir og stefnuleysi, en um-
ræða undanfarinna daga um Sunda-
brautina er einfaldlega of geggjuð til
þess að sneiða megi hjá henni.
Ég er fyrir löngu búinn að missa
tölu á því hvað R-listinn er búinn að
hringsnúast oft í því máli og það á
ekki síst við um formann Skipulags-
ráðs, títtnefndan Dag, sem hefur á
einhvern undraverðan hátt tekist að
gera Sundabrautina að helsta kosn-
ingamálinu; mál sem fram að þessu
hafði ekki átt sér neina sérstaka pól-
itíska vinkla. En það segir kannski
sína sögu, að jafnvel Vegagerðin sá
sig knúna til þess að setja niður í
við Dag vegna vinnubragðanna. Ég
minnist þess ekki að hún hafi áður
þurft að andæfa stjórnmálamanni
með þeim hætti og er stofnunin þó
alla daga, árið um hring, sífellt í
samskiptum við stjórnmálamenn
af öllum sortum, hver öðrum með
stórfenglegri hugmyndir um eigin
ráðsnilld og kröfur fyrir hönd síns
byggðarlags.
Þannig að eftir allt saman, þá
verð ég eiginlega að fagna ráðleysi
og hringlanda Dags og félaga hans
í R-listanum, þó ég hafi nú víst
endrum og sinnum gagnrýnt fumið,
fátið og fálætið. Það gerist kannski
ekki mikið í borginni meðan þeir
eru við völd, en þeir skemma þá
minna á meðan. Og það, sem þeir
þó gera í skipulagsmálunum, er svo
skelfilega vont, að það mun enginn
fá samviskubit yfir að henda því og
hefjast handa upp á nýtt.
Höfundur er blaðamaður.
Klippt & skorið
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar
minningargrein um John Kenneth Gal-
braith á miðopnu
Morgunblaðsins í gær. Af
lestrinum að dæma voru
þeir JBH og JKG miklir
mátar, en Jón Baldvin
segir að hinn kanadíski
nafni sinn hafi verið „skarp-
skyggn hagfræðingur, heillandi rithöfundur
og vel innrættur jafnaðarmaður - allt í sömu
persónunni" líkt og það væri algert krafta-
verk. Það getur svo sem vel verið, því enginn
slíkur kemur sjálfkrafa upp í hugann. Hitt er
annað mál að Galbraith naut engrar sérstakrar
virðingar sem fræðimaður þó hann væri með
flinkustu áróðursmönnum vinstriarms demó-
krataflokksins vestra og hefði gífurleg áhrif
víða um heim.
Jón Baldvin getur ekki leynt hrifningu sinni
á sósíalismanum og heldur þannig fast í þá
kreddu að uppstokkunarstefna Franklins
D. Roosevelts hafi bundið enda á kreppuna
miklu. I ár eru 30 ár liðin síðan Milton Friedman
(sem JBH heldur að heiti Freedman) fékk Nóbels-
verðlaun (hagfræði, m.a. fyrir rannsóknir sínar
á kreppunni en niðurstöður hans - sem upphaf-
lega voru birtar 1963 - voru m.a. þær að aðgerðir
FDR hefðu framlengt hana um
nokkur ár. Það fannst JBH þó
ekki nóg og nefnir að í striðinu
hafi FDR gert JKG að verðlags-
stjóra: „Hann skellti á verðlags-
hömlum og verðlagseftirliti,
og varð eiginlega hálfhissa á því sjálfur, að þetta
svínvirkaði." Aðdáunin leynir sér ekki, sem er
athyglisvert, því rætt er um það umhverfis Austur-
völl, að JBH kunni að snúa aftur í stjómmálin.
klipptogskond@vbl.is
Frægðarsól JKG reis hæst á valdatíma
John F. Kennedys, en þrátt fyrir að
hann væri ekki jafntengdur stjórn-
völdum eftir það voru áhrif hans engu minni
og hann hafði sig mjög í frammi alltfram á síð-
ustu ár. En ekki bar það allt
mikilli skarpskyggni vitni.
Um það leyti, sem JBH var
að undirbúa sig undir að
verða fjármálaráðherra
sællar minningar, benti
JKG á að sovétkerfið hefði
m.a. lukkast jafnvel og raun bæri vitni vegna
þess - öfugt við hin vestrænu hagkerfi - að
það hefði beislað mannafl sitt til fullnustu.
Vestrænu hagkerfin væru á hinn bóginn ekki
aðeins illa skipulögð, heldur beinlínis ranglát.
Ætli það sé ekki málið með Galbraith? Hann var
ekki hagfræðingur heldur prédikari.