blaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 22
- 30 I ÍPRÓTTIR FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 blaöió i Wenger vill lögsækja Smith Arsenal-menn erufokreiðir vegna tœklingar Dans Smith á Abou Diaby og hóta lögsókn. Skeytin inn Arsenal íhugar nú að lögsækja Dan Smith, leikmann Sunderland, fyrir tæklingu hans á Abou Diaby, leik- manni Arsenal, í leik liðanna á mánudagskvöld. Smith, sem kom inn á sem varamaður í síðari hálf- leik, braut gróflega á franska miðju- manninum Diaby með þeim afleið- ingum að hann ökklabrotnaði og fór úr lið. Talið er að Diaby verði frá í allt að hálft ár og ljóst að draumur hans um að leika í úrslitum Meist- aradeildarinnar er úti. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var öskuillur yfir atviídnu og sagði við fjölmiðla að lögsókn á hendur Smith væri í bígerð. „Þetta er al- gjörlega óásættanlegt og þessi leik- maður var aldrei að reyna að ná til boltans, heldur ætlaði hann beint í manninn. Þetta var hreinn og klár ásetningur og ég mun ráðfæra mig við lögfræðinga hvort hægt sé að fara með málið lengra", sagði Wen- Arsene Wenger er stjörnubrjálaður út f Dan Smith og vill gripa til aðgerða. Kevin Ball, stjóri Sunderland, segir Smith saklausan. ger. „Hann ætti að vera í leikbanni jafn lengi og Diaby verður frá. Það að hann hafi fengið gult spjald fyrir þessa tæklingu er gjörsamlega út í hött," sagði Wenger enn fremur um Smith. Thierry Henry, fyrirliði Arsenal, tók í sama streng og stjórinn. „Það eina sem leikmenn Sunderland gerðu í þessum leik var að sparka í okkur. Sumar tæklingarnar í seinni hálfleik, sérstaklega þær sem Cesc Fabregas varð fyrir, voru virkilega ljótar," sagði Henry. „Þetta var slys" Kevin Ball, stjóri Sunderland, hefur komið leikmanni sínum til varnar og segir að ætlun Smith hafi aldrei verið að meiða Diaby. „Ég skil vel að Wenger sé pirraður en Dan er ekki óheiðarlegur leikmaður. Hann ætlaði að fara í boltann en lenti því miður á manninum. Wenger getur sagt allt sem hann vill en þetta er sannleikur- inn," sagði Ball og bætti við að hann væri ósáttur við ummæli Wengers og leikmanna Arsenal um að Sunder- land hefði leikið óheiðarlega. Sjálfur sagðist Smith miður sín yfir meiðslum Diaby og sór að hann hafi ekki farið í tæklinguna af illum ásetningi. „Þetta var slys, ég ætlaði alltaf í boltann. Mér þykir mjög leitt ef Diaby er alvarlega meiddur og vona að hann nái góðum bata," sagði Smith. jtiÉfc r -*^^^*-"'fi&Bt' í M '/ Kieron Dyer, leikmaður Newcastle, segir að engar líkur séu á að hann muni leika með enska lands- liðinu á HM í sumar. Dyer hefur þjáðst af þrálátum meiðslum í vetur og aðeins náð að leika 13 leiki. Nú hafa læknar tjáð honum að meiðslin séu verri en búist var við og þær litlu vonir sem Dyer gerði sér um að spila í sumar eru að engu orðnar. „Þessar fréttir eru mikil vonbrigði en það þýðir ekkert að vera að væla. Ég hef átt gæfuríkan feril en að undan- förnu hefur aðeins verið að síga á ógæfuhliðina. Nú ætla ég bara að líta á sumarið sem tíma fyrir mig til þess að jafna mig almennilega og vonandi verður næsta tímabil gott," sagði Dyer brattur. bjorn@bladid. net Johan Boskamp, sem nýverið hætti sem stjóri íslendinga- liðsins Stoke, segist að öllum líkindum munu taka við Vitesse Arnheim, í heimalandi sínu Hollandi. „Ég hef aldrei þjálfað í Hollandi en mig hefur alltaf langað til þess. Það er ein af aðalástæðunum fyrir því að ég vil fara til Vitesse," sagði Bos- kamp. Boskamp vildi yfirgefa Stoke eftir að Gunnar Gíslason, stjórnarformaður félagsins, neitaði að bjóða honum samn- ing til langs tíma. Fjölmiðlar á Bretlandseyjum halda því fram að stjórn Stoke vilji fá Peter Coates sem arftaka Boskamps. Bent er ekki á förum MYNDIR ÚR STAFRÆNUM MYNDAVELUM. HRATT OG AUÐVELDLEGA! FRAMKALLAÐAR Á HÁGÆÐA FUJICOLOR PAPPIR. n^CTCTTy^iTTR __________________________________________SHpholtl 31, siml 568-0450_________ FUJIFILM <Sp officirl imneine sponsoR JxíL aooG Ulfarsfell, Haqamel, Reykjavík • Myndsmiðjan, Dynskóqum, Egilsstöðum • Fllmverk, Austurvegi 4, Selfossi Darren Bent, leik- maður Charlton, segist ekki vera á leið frá félaginu i sumar eins og fjölmiðlar á Bret- landseyjum hafa ítrekað haldið fram. Bent, sem eriiára.hefur átt frábært tímabil og skorað 18 mörk í úrvalsdeildinni. „Ég hef enga ástæðu til að fara. Mér líður vel hjá Charlton og hér vil ég vera áfram," sagði Bent en játaði að hann gleddist yfir áhuga annarra Darren Bent liða enda væri það staðfesting á að hann væri að gera góða hluti. Bent gæti verið á leiðinni á HM í sumar, fari svo að Wayne Rooney verði ekki búinn að jafna sig af meiðslum, en hann segist sallaró- legur yfir því. „Það er mjög leitt að Wayne hafi meiðst á þessum tímapunkti því hann er frábær leikmaður og England þarf á honum að halda. Ef ég verð valinn í hópinn mun ég að sjálfsögðu verða hæstánægður og gefa mig 100% í verkið. En það þýðir ekki að hugsa um það núna," sagði Bent. :14>-háll tmH ÍMI Annar úrslitaleikurinn í DHL deildarbikar kvenna er í kvöld kl. 19.30. VALUR - ÍBV í Laugardalshöll Mætum og hvetjum stelpurnar til dáða! I l I I I I I I 4-

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.