blaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 4
4IFRÉTTIR FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 blaöló Milljónkrónu- mömmur Bandaríska þekkingarfyrirtækið Salary.com gaf í gaer út árlega skýrslu sína um markaðsverðmæti þeirra verkefna sem heimavinnandi mæður þurfa að sinna. Samkvæmt könnuninni myndi hinn almenni vinnumarkaður borga meðal- mömmunni hátt í tíu milljónir króna í árslaun fyrir vinnuframlag sitt sé tekið mið af fjölþættum verkefnum og fjölda vinnustunda. I rannsókninni töluðu sérfræð- ingar fyrirtækisins við fjögur hundruð heimavinnandi mæður og greindu hvaða verkefni þær sinna í viku hverri og hversu margar stundir fara í hvert og eitt þeirra. Af þessum viðtölum loknum komust þeir að því að starf heimavinnandi húsmæðra felst meðal annars í framkvæmdastjórn, ræstistörfum, kennslu og eldamennsku. í fram- haldi að því margfölduðu þeir vinnustundirnar við hvernig einka- markaðurinn metur þessi störf og fengu út verðmæti hins sanna vinnu- framlags heimavinnandi húsmóður. Jók Betty Crocker verömætasköpun bandarískra húsmæðra? Fjölmargir haf a krafist þess á undanfömum vikum að ríkifi lækki álögur á eldsneyti til afi mæta hækkandi eldsneytisverði. BlaSiö/Steinar Hugi Lækkun eldsneytisgjalds myndi hafa óveruleg áhrif Ríkið þarf að lækka álögur á eldsneyti verulega til að það hafi áhrif á verðbólguna. Lækkun eldsneytisgjalds mun hafa lítil áhrif á verðbólguna að mati Gylfa Magnússonar, dósents við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Islands(HI). Hann segir ríkið þurfi að lækka álögur sínar á eldsneyti verulega ef þess á gæta í verðbólgu- mælingum. Fyrir liggur tímabundin framlenging á lækkun olíugjalds á dísilolíu og þá hafa þingmenn Sam- fylkingarinnar krafist þess að bens- ingjaldið verði einnig lækkað til að mæta vaxandi verðbólgu. y/ Innimálning Gljástig 3,7,20 y Verð frá kr. 298 pr.ltr. ^ Gæða málning á frábæru verði •/ Útimálning •/ Viðarvörn •/ Lakkmáining •/ Þakmálning / Gólfmálning / Gluggamálning VÍSLANDS MÁLNING Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður. Sætúni 4/Sími 5171500 smsrunofíHusiD SAVACE NÝR OG ÖFLUGRI SAVAGE X 4,1 Tómstundahúsið • Nethyl 2 • S. 587 0600 • www.tomstundahusid Eldsneyti hækkar um 18% Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, lagði fram frumvarp á Alþingi síðast- liðinn þriðjudag þar sem gert er ráð fyrir að tímabundin lækkun á olíu- gjaldi um 4 krónur verði framlengd til áramóta. Markmið með frum- varpinu er m.a. að bregðast við óhag- stæðri þróun á heimsmarkaðsverði á dísilolíu. í kjölfarið lagði Samfylkingin það til að bensíngjaldið verði einnig lækkað tímabundið samhliða fyrir- hugaðri lækkun olíugjaldsins. Telja þingmenn flokksins að slík lækkun geti dregið úr vaxandi verðbólgu og létt undir fjárhag heimilanna í landinu. I gær hélt eldsneytisverð áfram að hækkaþegar Olís og Skeljungur hækk- HUSGAGNA msEiisi Bæjarlind 16 - Kópavogi S: 517 6770 USA fsm mmmmmmmmm^ e Dýnur með stillanlegri mýkt. Mýktinni breytt hvenær sem er með einum takka. Hún með mjúka & hann með harða, samt sama dýnan. Nuddstólar frá USA Ekki bara titringur Góður nuddstóll frábær eftir erfiðan vinnudag 3 gerðir & nokkrir litir Besta verðið Sófar & stólar Mikið úrval Leður & ofin áklæði Ótrúlega margir litir 4 uðu lítraverð á bensíni og dísilolíu um tæpar tvær krónur. Ákvörðun þeirra kemur í beinu framhaldi af hækkun Olíufélagsins frá því á þriðjudaginn. Algengt lítraverð á bensíni er nú um 128 krónur í sjálfsafgreiðslu og kostar lítrinn af dísilolíu um 123 krónur. Eldsneytisverð hefur nú hækkað um rúm 18% á einu ári samkvæmt út- reikningum Hagstofunnar. Takmörkuð áhrif Gylfi Magnússon, dósent við við- skipta- og hagfræðideild Hl, segir matsatriði hvort ríkið eigi að aðhaf- ast eitthvað yfir höfuð til að spyrna gegn vaxandi eldsneytisverði. „Elds- neyti vegur í vísitölu neysluverðs og hefur þannig áhrif á verðbólgumæl- ingar. Það er hins vegar alltaf mats- mál hverju sinni hvernig haga ber sköttum og gjöldum hins opinbera á einstökum vörum og óvíst hvort að lækkun á eldsneytisgjaldi muni hafa veruleg áhrif á verðbólguna." Gylfi bendir á að ríkið þurfið að lækka gjöld á eldsneyti verulega sé markmiðið að draga úr verðbólgunni. „Þessi lækkun sem verið er að ræða um er ekki af þeirri stærðargráðu að hún skipti neinum sköpum fyrir almenning. Ahrifin á heildarmynd- ina eru frekar takmörkuð og það þarf að leita til einhverra aukastafa í verð- bólgumælingum til að meta áhrifin." Áhyggjufullir ættingjar farþega um borð f armensku farþegavélinni sem fórst yf ir Svartahafinu á miðvikudag fara yflr farþegalista vélarinnar. Mannskætt flugslys við strönd Svarta hafsins Allir farþegar og áhafnarmeð- limir armenskrar farþegaflug- vélar, samtals 113 að tölu, létu lífið þegar hún steyptist ofan í Svartahafið rétt sunnan við Rússland í gærmorgn. Yfir- völd í Rússlandi segja ástæðu slyssins vera slæmt veður og að enginn grunur sé um að hryðjuverk hafi verið framið. Vélin var að tegundinni Airbus A-320 og var í eigu arme- níska flugfélagsins Armavia. Vélin hvarf af ratsjá aðfararnótt miðvikudags og brodenti í hafið þegar áhöfn vélarinnar reyndi nauðlendingu í slæmu skyggni í nágrenni borgar- innar Sochi, sem er vinsæll ferðamannastaður í Rússlandi. Áhöfn var að gera aðra tilraun til þess að lenda vélinni. Ýfirvöld í Moskvu segja að 26 Rússar hafi verið um borð í vélinni og er talið að hinir hafi verið Armenar. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Rússlandi og Armeníuvegna slyssins. Staersta litla búðin á Islandi Yfir 10.000 möguleikar

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.