blaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 2
2IFRÉTTIR FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 blaðið VELFERÐ UMHVERFI NYSKOPUN ^„Látum verkin tala í málefnum aldraðra og öryrkja.1 blaöiö^= Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang:frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net JQf Heiðskirt v ' : LéttskýjaðíiiJtr. Skýjaö ■ , Alskýjaö Rigning, lítllsháttai ir^^Rigning-t£i.Súld Snjókoma-á^s siydda Snjóél ^-»^S Algarve 17 Amsterdam 22 Barcelona 20 Berlín 20 Chicago 12 Dublin 11 Frankfurt 22 Glasgow 14 Hamborg 19 Helsinki 12 Kaupmannahöfn 12 London 21 Madrid 21 Mallorka 23 Montreal 12 New York 14 Orlando 19 Osló 15 París 22 Stokkhólmur 13 Vín 16 Þórshöfn 09 Kennari! BlaöiS/Steinar Hugi Samræmdu prófin í grunnskólum landsins hófust í gær. I Snælandsskóla í Kópavogi þreyttu þessir krakkar próf í íslensku en í dag verð- ur þreytt próf í ensku. Framundan eru sfðan próf í dönsku, samfélagsfræði og náttúrufræði. Törninni lýkur síðan með stærðfræðiprófi lOmaf. Vísar því á bug að Kópavogs- höfn sé vinsæl smygleið Yfirmaður tollsins í Hafnarfirði segir tollaeftirlit í Kópavogshöfn síst lakara þar en annars- staðar. Hann undrast ummæli þess efnis að tollvarslan sé fámenn og eftirlitið þar veikt. Tolldeildarstjórinn í Hafnarfirði mót- mælir því harðlega að Kópavogshöfn, sem heyrir undir hann, sé vinsæl smygleið á fíkniefnum vegna þess hve fáir vinni þar við tollgæslu. Hann segir eftirlitið í Kópavogi síst lakara en annarsstaðar. í sjónvarpsþætt- inum Kastljósi á þriðjudag var haft eftir dæmdum fíkniefnasmyglara, að verulegt magn þeirra fíkniefna sem hingað koma fari í gegnum Kópavogs- höfn vegna þess hve tollgæslan þar sé fámenn og eftirlitið því veikt. í Ka- stjósinu kom einnig fram að tollverðir sem talað var við hafi tekið undir þessar fullyrðingar. Enginn munur milli hafna Friðjón Margeirsson, tolldeildar- stjóri í Hafnarfirði er ekki alls kostar ánægður með þessar fullyrðingar og segir þær ekki eiga við nein rök að styðjast. „Ég hef mjög mikið við þetta að athuga,“ segir Friðjón. „Varð- andi innflutning á eiturlyfjum er það einfaldlega þannig að það er sérstök deild sem sér um áhættugreiningu á innflutningi til landsins. Þessi grein- ing nær til alls innflutnings til lands- ins en beinir augum sínum eðlilega mest til þess sem kemur til höfuðborg- arinnar. Þegar þessi greining gefur til- efni til að athuga eitthvað sem kemur inn í Kópavogshöfnina þá er það með- höndlað á nákvæmlega sama hátt og það væri að koma inn til Reykjavíkur, það er enginn munur þar á. Þessi að- ferð er það nýjasta í heiminum í dag á þessu sviði enda er ómögulegt að skoða allt sem kemur inn til landsins, það segir sig sjálft.“ Ekkert stórt smygl tengst Kópavogi Friðjón segist ekki skilja í starfs- mönnum tollgæslunnar að fullyrða svona án þess að hafa fyrir því neinar sannanir. „Ef starfsmaður tollgæsl- unnar telur sig vita af því að verið sé að smygla dópi á tilteknum stað, þá myndi ég ætla að hann væri skyld- ugur til þess að gera einhverjar ráð- stafanir í ljósi þess. Það segir sig sjálft.“ Friðjón bendir á að öll stór smyglmál sem komið hafa upp hér síðustu miss- erin hafi komið upp í Reykjavík. „Það er líka eðlilegt þár sem lang stærsti hluti innflutningsins til landsins kemur þangað. Ég veit ekki til þess að neitt af þessum stóru smyglmálum sem komið hafa upp hafi tengst Kópa- vogshöfninni á nokkurn hátt. “ Eins gott og hægt er Eftirlitið er í mjög góðu standi í Kópa- voginum að sögn Friðjóns. „Það er al- veg út úr öllu korti að fullyrða það að það sé einhver einn staður umfram aðra þar sem dópinu sé hrúgað inn. Ég veit eiginlega ekki hvað vakir fyrir þeim sem segja svona. Ég er ekki að segja að eftirlitið geti ekki verið betra, en það er ekkert verra í Kópavoginum en annarsstaðar, það er af og frá.“ Á morgun Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veöurstofu Islands Afturkallar athugasemd- ir vegna tón- listarhúss mbl.is | Ríkisendurskoðandi dró í gær til baka athugasemdir sínar við að þrír ráðherrar hafi á síðasta ári sett stafi sína undir leyfi til fjárskuldbindinga við smíði tónlistarhúss, án samráðs við Alþingi. Heimildin hafi verið í fjáraukalögum fyrir árið 2005. Þetta kom fram í fréttum RÚV. Sigurður Þórðarson, ríkisendur- skoðandi, skrifaði fjárlaganefnd Alþingis bréf í gær þar sem fram kom að í fjáraukalögum fyrir árið 2005 hafi verið veitt sérstök heimild til að ganga til samninga um byggingu og rekstur húss- ins. Því sé ekki hægt að draga þá ályktun að stjórnvöldum hafi ekki verið heimilt að ganga til samninga um byggingu og rekstur tónlistarhúss. Sjötíu tonn af osti og viðbiti Ostur hefur lengi verið eftirsótt álegg á íslandi og ljóst að ekkert lát er á vinsældum hans, a.m.k. ef marka má nýbirtar sölutölur Osta og smjörsölunnar. Sam- kvæmt þeim jókst sala á ostum um 4,5% á fyrstu fjórum mán- uðum þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Þá var einnig veruleg aukning í sölu á hvers konar viðbiti og jókst salan um 4,3%. í magni talið jókst sala Osta og smjörsölunnar um tæp 70 tonn milli tímabila eða úr 1.944 tonnum í 2.013 tonn. Blaöiö/Steinar Hugi

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.