blaðið - 11.05.2006, Qupperneq 1
■ GLATKISTAN
Menningarvitar
aldanna og rokk-
stjarnan Míkhail
Gorbatsjov
| SfÐA 32
■ FERÐALÖG
Ríkir Rússar i
ferðamanna-
flóru íslands
U AFPREYING
MTV-sjónvarps-
stöðin sýnir Páfa-
bœjarseríuna
U DEIGLAN
Fatlaðir eiga rétt
fullgildri samfé-
lagsþátttöku
| SfÐA 12
Frjálst,
óháð &
ókeypis!
Erfitt að kynna
alter-egó íslensku
þjóðarinnar
Páll Óskar Hjálmtýsson, söngv-
ari og fyrrum Eurovisionfari,
er vantrúaður á að Silvía Nótt
muni fagna góðu gengi í Júróvi-
sjónkeppninni í Aþenu. „Við
erum alveg búin að ná henni
en hvernig er hægt að kynna
svona alter-egó á þremur mínút-
um." Hann segist þó hafa
nokkra trú á lagi
Þorvaldar Bjarna
sem hafi grípandi
viðlag. Viðtal
við Pál Óskar
um íslenska
framlagið í
árog júróvi-
sjóntískuna er
á síðu 26.
Beðið eftirE.T.
Minnkandi tiltrú er á meðal
vísindamanna á að ummerki
um geimverur finnist. Þeir segja
þó að ef líf sé að finna á öðrum
hnöttum sé það öruggulega
fremur vanþróað og að
geimverur séu
ábyggilega sömu
slóðarnirog
mannkynið
sem dreifir
rusli um
geiminn. *
| SlÐA 18
Útvarpsstjóri
ómyrkur í máli
Páll Magnússon, útvarpsstjóri,
talar hreint út í viðtali við tíma-
ritið Mannlíf, sem út kemur í
dag. Segir hann engan vafa á
að það sé Jón Ásgeir Jóhannes-
son, forstjóri Baugs, sem öllu
ráði hjá fjölmiðlarisanum 365.
Hann lýsir miklum efasemdum
um rekstur 365, en fastast kveð-
ur hann að orði þegar hann
lýsir viðbjóði sínum á þeirri
mynd að setja á
fót miðstýrða
fréttaveitu í
Skaftahlíð og
segir hálfsov-
éska hug-
mynda-
fræði búa
að baki.
| SÍÐA 4
Edda Björgvinsdóttir ræðir um leiklistina, lí
ástina i'Viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur
Svandís vill endurmeta stað-
setningu hátæknisjúkrahúss
VG telur umræðu um staðsetningu og umfang nýs Landsspítala ekki hafa farið fram
og vill fá afstöðu frambjóðenda í málinu á hreint. Óttast áhrif ferlíkisins á Þingholtin.
Svandís Svavarsdóttir, oddviti
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs í Reykjavík, segir nauð-
synlegt að endurmeta staðsetningu
og umfang nýs Landsspítala, há-
tæknisjúkrahússins svonefnda. Sú
ráðstöfun hafi engan veginn hlotið
verðskuldaða umræðu meðal Reyk-
víkinga. „Það er nauðsynlegt að
draga fram álitaefni sem þetta í kosn-
ingabaráttu, þannig að kjósendur
átti sig á afstöðu frambjóðenda og
ekki síður til þess, að þeir geri sér
grein fyrir afstöðu borgaranna,"
segir Svandís í samtali við Blaðið.
Vinstrigrænir í Reykjavík lögðu í
gær fram áherslur sínar í skipulags-
málum í höfuðborginni. Segir þar
að flokkurinn skilgreini skipulags-
mál sem umhverfismál og meðal
annars tíundað að endurmeta
þurfi staðsetningu og umfang nýs
hátæknisjúkrahúss, sem nú er gert
ráð fyrir að rísi í hlíðarfæti Þingholt-
anna og út í Vatnsmýri.
.Þarna ræðir um gríðarlegt bygging-
armagn, sem er algerlega úr takti
við smágerða og viðkvæma byggð
Þingholtanna," segir Svandís og
bendir á að þessar ráðagerðir hafi
ekki verið bornar undir nágranna
hins fyrirhugaða sjúkrahúss eða
borgarbúa almennt. „Við höfum
áhyggjur af áhrifum framkvæmda
af þessari stærðargráðu á lífríkið,
en það má ekki heldur gleyma hinu
félagslega lífríki.“
Svandís segir lensku í íslenskum
stjórnmálum að sneiða hjá almenn-
ingi við ákvarðanatöku af þessu tagi.
,Annað hvort er opinber umræða
ekki timabær eða þá að henni á að
heita lokið. Hvað hátæknisjúkra-
húsið áhrærir hefur hún alls ekki
farið fram.“ Hún bendir á að mis-
tök við breytingu á Hringbraut hafi
verið þessu marki brennd. „Þess
vegna teljum við skynsamlegt að
staldra við núna, áður en skaðinn
er skeður,“ segir Svandís.
Hún segir það ekki skipta máli að
nýtt hátæknisjúkrahús sé á forræði
ríkisins. „Reykjavíkurborg hefur
skipulagsmálin á sinni könnu og
frambjóðendur til borgarstjórnar
geta ekki skorast undan því að taka
afstöðu til málsins.“ Svandís vekur
einnig máls á því að heilbrigðis-
starfsmenn hafi efast um skynsemi
þess að fjárfesta fyrir tugi milljarða
í steinsteypu á sama tíma og ekki
er unnt að manna þær deildir, sem
fyrir eru í heilbrigðiskerfinu.
En hvar vill hún fremur að hátækni-
sjúkrahús rísi? „Okkur hjá VG finnst
Fossvogur koma vel til greina, en
sjálfsagt má finna fleiri staði, ekki
síðri,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
LAGVERÐS-
MARKAÐUR
• AÐEINS ÞEKKT VÖRUMERKI
• FRÁBÆRT VERÐ
• HÉR ERU NOKKUR DÆMI
Electrolux eldavél
Keramik helluborð, blástursofn
með heitum blæstri.
Hvít eða stál. ^
Verð áður
84.900 kr.
Tilboð: 69.900 kr.
Electrolux kæli-
og frystiskápur.
190 lítra kælir
og 40 lítra
frystir.
140x55x58 cm
Verð áður
52.900 kr.
Tilboð: 39.900 kr.
J
AEG uppþvottavél
A/A/A einkunn fyrir orkunýtni,
þvott og þurrkun.
f Mjög hljóðlát______
Erfiðiskerfi og r
Bll hraðkerfi.
*
Verð áður
79.900 kr.
Tilboð: 59.900 kr.
byggt jgbúiö
« , .Kringlunm
Smáralind 568 9400
554 7760
Nýtt kortatímabil!