blaðið - 11.05.2006, Qupperneq 10
10 I FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2006 blaðiö
Þýskum fílum fjölgar
Bou Bou, tæplega þriggja mánaða gamall, fíll, hélt sig nálægt mömmu sinni, Veri,
þegar hann kom í fyrsta sinn fyrir augu almennings í gær. Bou Bou fæddist f dýra-
garði í bænum Hodenhagen i norðurhluta Þýskalands þann 23. mars síðastliðinn.
Fílsunginn átti t erfiðleikum með að fóta sig til að byrja með en eflaust má rekja
það til þess að fílar eru ekki skapaðir frá náttúrunnar hendi til þess að stunda leik
og störf í Þýskum bæjum.
Jarðvegsþjöppurá
„samanþjöppuðu" verði
Dæmi: PC 1442 Shatal jarðvegsþjappa
Stærð plötu: 400 x 550 mm
Þyngd: 80 kg
Mótor: Hondn bensin 5,5 hö
Miöflóttaafl á plötu: 1400 kg ^
Mesti hradi áfram: 26 m/min
Vibratiðni: 93 Hz Hfe
120.190«:
Mikið úrvai af jarðvegsþjöppum
MÚRBÚÐIN
Byggingavöruverslunin iÁrbænum
Kletthálsi 7 • Slmi: 544-5470 • sala@murbudin.is ■ www.murbudin.is
MÚRBÚÐIN Húsavík
Indónesar vilja miöla
málum í kjarnorkudeilu
Hugmyndir lagðar fram í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að
íranir fái viðskiptaívilnanir gegn því að þeir setjist til samninga.
Hassan Wirajuda, utanríkisráðherra Indónesíu, tekur á móti Mahmoud Ahmadinejad, for-
seta frans, á flugvellinum í Jakarta í gær.
Stjórnvöld í Indónesíu hafa boðist til
að miðla málum í kjarnorkudeilu Ir-
ana og alþjóðasamfélagsins. Susilo
Bambang Yudhoyono, forseti Ind-
ónesíu, kom þessum skilaboðum
á framfæri í gær við hinn íranska
starfsbróður sinn, Mahmoud Ahm-
adinejad, sem nú er í þriggja daga
opinberri heimsókn í Indónesíu.
Yudhoyono sagði á fundi með
fréttamönnum i höfuðborginni, Jak-
arta, að hann vonaðist til að unnt
yrði á finna friðsamlega lausn á deil-
unni. Klerkastjórnin í íran sætir nú
vaxandi þrýstingi vegna kjarnorku-
áforma sinna sem fullyrt er að eigi
sér eingöngu borgaralegan tilgang;
ekki sé i ráði að koma upp búri ger-
eyðingarvopna. Alþjóðasamfélagið
með Bandaríkjastjórn í broddi
fylkingar hefur efasemdir um að
áform írana séu friðsöm og hefur
því verið lýst yfir að aldrei verði
samþykkt að stjórnvöld í íran komi
sér upp atómvopnum þvert á gerða
samninga.
Viðskiptaívilnanir
gegn samningum
Bandaríkjamenn beita sér nú fyrir
því að samþykkt verði á vettvangi
öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
harðorð ályktun þar sem því verði
lýst yfir að gripið verði til refsiað-
gerða láti stjórnvöld í íran ekki af
kjarnorkuáætlun sinni.
Gagnrýni þessa láta klerkarnir
í fran sem vind um eyru þjóta.
Raunar er það svo að slík ályktun
á vettvangi öryggisráðsins myndi
ekki sjálfkrafa kalla refsiaðgerðir
yfir írana. Um slíkt þyrfti að semja
sérstaklega á vettvangi öryggisráðs-
ins þar sem Rússar og Kínverjar
þráast við að samþykkja ályktun
um kjarnorkuáform klerkanna í
Teheran. Bæði rikin eiga mikilla
viðskiptahagsmuna að gæta.
Fréttir bárust að því í gær að
Bandaríkjamenn, Frakkar og Bretar
væru reiðubúnir að leggja fram
tillögu sem myndi veita Irönum
hagstæðar viðskiptaívilnanir gegn
því að þeir snúi aftur að samninga-
borðinu. Talið er að þetta útspil geti
sannfært Kínverja og Rússa um að
samþykkja harðari ályktun í örygg-
isráðinu fallist klerkastjórnin ekki
á fyrra tilboðið. Talið er að rætt
verði um þessa útfærslu næstu tvær
vikurnar og fyrr er ekki tíðinda að
vænta.
Aukin samskipti milli
íran og Indónesíu
Indónesía er fjölmennasta múslima-
ríki heims. Viðskipti við íran eru
umtalsverð m.a. á sviði orkumála.
Iranar hafa lagt milljarða dollara í
fjárfestingar í Indónesíu einkum á
sviði olíu- og gasvinnslu. Bæði hafa
ríkin lýst yfir því að þau vilji stuðla
að auknum tvíhliða viðskiptum.
Er gert ráð fyrir að forsetarnir, þeir
Ahmadinejad og Yudhoyono, und-
irriti margvíslega samninga um
aukin viðskipti á meðan á heim-
sókn þess fyrrnefnda stendur. I ráði
er m.a. að reisa olíuhreinsunarstöð
á eyjunni Jövu.
Hassna Wirajuda, utanríkisráð-
herra Indónesíu, sagði í gær mik-
ilvægt að íranar veittu fyllri upp-
lýsingar um kjarnorkuáætlunina.
Hins vegar kvað hann fyrir liggja
að sérhver þjóð ætti rétt á því að
smíða áætlanir um borgaralega
nýtingu kjarnorku samkvæmt al-
þjóðasamningum. Vísaði hann þar
til NPT-sátmálans um bann við út-
breiðslu kjarnorkuvopna en innan
ramma hans eru slíkar rannsóknar-
áætlanir heimilar.
Sérfræðingar telja litlar líkur á að
stjórnvöld í Indónesíu beiti Irana
og Ahmadinedjad forseta miklum
þrýstingi vegna kjarnorkuáætlunar-
innar. Þrátt fyrir að stjórnvöld telji
að þau geti miðlað málum í deilunni
sé ljóst að þau séu á milli tveggja
elda; ráðamenn vilji gjarnan sefa
reiði Evrópumana og Bandaríkj-
anna gagnvart Irönum en jafnframt
þurfi þeir að hafa í huga að styggja
ekki eigin landsmenn þar sem mús-
limar eru í miklum meirihluta.
Yiltu stofna fyrirtæki
...og læra að reka það með góðum hagnaði
Tfmasetning skiptir öllu
Skráning q
Kynningarfund eró
www.rekstrarmidiun b
Nýtt og spennandi verkeíni
- Enginn stofnkostnaður
- Val um rekstrarleiðir
- Eigin viðskiplaþjálfi
- Vönduð kennslugögn
- Glæsileg kennsluaðstaða
- 20 ára víðskiplakerfi
- Nánari upplýsingar
á kynningarfundum
www.rekstrarmidlun.is - Skeifan llb, Reykjavík - frumkvodlaskolinn@rekstrarmidlun.is
Dýr sjálfs-
morðstilraun
Þýskur maður á fimmtudags-
aldri hefur verið dæmdur af
dómstól í Múnchen til þess að
standa kostnað af þeim skaða
sem misheppnuð tilraun hans
til sjálfsmorðs olli. Maðurinn
ætlaði að kasta sér fyrir lest en
tímsetningu hans var ábótavant.
I stað þess að lenda í veg fyrir lest-
ina lenti maðurinn á glugga lest-
arstjórans á hlið fremsta vagns-
ins. Fékk maðurinn skrámur og
mar á andlitið en engin alvarleg
meiðsli við áreksturinn.
Vagnstjóri lestarinnar fékk
taugaáfall vegna atburðarins
og var frá vinnu í margar vikur.
Yfirvöld í Munchen fóru í mál
við hinn seinheppna Þjóðverja
og var hann dæmdur til að
borga 240 þúsund krónur í
bætur vegna vinnutaps vagn-
stjórans og skemmda á glugga
lestarvagnsins.
Reuters