blaðið

Ulloq

blaðið - 11.05.2006, Qupperneq 12

blaðið - 11.05.2006, Qupperneq 12
12 I DEIGLAN FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2006 blaöiö Afmœli Stoppleikhópsins Verkið Emma og Ófeigur, eftir Árna Ibsen, verður sýnt í Tjarnarbtói klukkan átta í kvöld. Verkið fjallar um tvö ung- menni þau Emmu og Ófeig. Þegar leikritið hefst er Emma ný- búin að missa móður sína og ný kona ( Geir- þrúðurjkomin í hennar stað á heimilið. Emma er hálf miður sín og ein- mana því pabbi hennar er upptek- inn af nýju konunni og veitir henni því litla athygli.Grunar hún nýju konuna um græsku og að eitthvað sé ... rotið i Danaveldi. Hún kynn- ist síðar Ófeigi, myndarpilti en margt á eftir að gerast áður en spurt er að leikslokum. Leikritið er hátíðarsýning Stoppleikhóps- ins í tilefni af ío ára leikaf- mæli og er laus- lega byggt á Hamlet eftir William Shakespeare. Verkið er samspil ým- issa stíla og leikur að orðum. Þar er vísað beint og óbeint í ýmis bók- menntaverk, ekki aðeins eftir Shake- speare heldur einnig önnur klassísk verk, ævintýri og bíómyndir. Handverksýning í Hinu Húsinu um siðastliðna helgi. Handverk til sýnis og sölu I dag verður opið hús í Iðjubergi, Gerðubergi í, Handverkstæðinu Ásgarði, Alafossvegi 22, Bjarkarás, Stjörnugróf 9, Lækjarás, Stjörnugróf 7 Gylfaflöt, Bæjarás 17 og Skálatúni í Mosfellsbæ. Ýmsar uppákomur eru á stöðunum og má þar nefna mynd- listasýningar, þar sem til sýnis og sölu verður vefnaður, mósaík og munir úr tré. Dagskráin er hluti af hátíðinni List án landamæra sem lýkur á laugardag. Terra Nova býður frábært tilboð til Salou í maí Salou er fallegur bær á Costa Dorada ströndinni, sunnan Barcelona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Stórkostlegar strendur.fjölbreytt aðstaða og litrlkt næturllf. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Kr. 24.995 M.v.2 fullorðna og 2 börn.Súpersól tilboð. 18.eða 25. maí í 5 daga. Netverð á mann. Aukavika kr. 10.000. Kr. 34.990 M.v. 2 saman I gistingu. Súpersól tilboð. 18. eða 25. mal I 5 daga. Netverð á mann. Aukavika kr. 10.000. Skógarhllð 18-105 R»ykjavík • Sími: 591 9000 www.terranova.ls • Akureyri sími: 461 1099 Hafnarfjörður síml: 510 9500 Bókaðu á www.terranova.is S\i : v , Solveig Sigurðardóttir barnalæknir fjallar um hegðunar- og tilfinningavanda fatlaðra barna. Félagslegir erfiðleikar í skóla geta haft áhrif á hegðun I dag og á morgun heldur Grein- ingar- og ráðgjafarstöð ríkisins sitt árlega vornámskeið. Námskeiðið fer fram á Grand Hótel og stendur frá 9- 16 báða dagana. Titill námskeiðsins í ár er: Hegðun - erfðir og umhverfi og mun fjöldi fagfólks halda fyrir- lestra á námskeiðinu. Bryndís Halldórsdóttir fræðslu- og kynningarfulltrúi Greiningar- s-töðvarinnar segir vornámskeiðið góðan vettvang til að fylgjast með því sem er að gerast í málefnum barna með þroskafrávik og fatlanir. Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins sinnir greiningum, ráðgjöf og eftir- fylgd vegna barna með þroskafrávik og styður við fjölskyldur barna með fatlanir. Alls verða 16 erindi haldin á vor- námskeiðinu í ár og meðal efnis verður líffræði hegðunar, áhrif upp- eldis á hegðun, eðlileg hegðun barna og helstu geðraskanir. Þá verður fjallað um hegðunar- og tilfinninga- vanda hjá börnum með fötlun og um gildi taugasálfræðilegra prófa. Bryndís segir að áhugi fyrir hegðun- arfrávikum fatlaðra jafnt sem ófatl- aðra barna hafi aukist jafnt og þétt og áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir hafi aukist. „Þær meðferðir sem kynntar verða á vornámskeiðinu byggja á rannsóknarniðurstöðum og þar er fjallað um leiðir sem eru notaðar í tengslum við hegðunarerf- iðleikana.“ Bryndís segir að kynntar verði leiðir til takast á við hegðunar- erfiðleika. „Þeir sem sækja vornám- skeiðið eru fyrst og fremst fólk sem starfar við leik- og grunnskóla ásamt fagfólki s.s. sálfræðingar, talmeina- fræðingar, iðjuþjálfar og margir fleiri. A námskeiðinu gefst fagfólki sem starfar á landsvísu tækifæri til að hittast og spjalla saman.“ Börn með fötlun stríða oft við geðræna erfiðleika Solveig Sigurðardóttir barnalæknir Greinar- og ráðgjafastöðvar ríkisins er ein af þeim sem heldur fyrirlestur í dag og er yfirskrift erindis hennar hegðunar- og tilfinningavandi hjá börnum með fötlun. „Hegðunar- og tilfinningavandi er 3-4 sinnum algengari hjá börnum með fötlun og sýna margar rannsóknarniður- stöður að um 40% fatlaðra barna eigi við þessi vandamál að stríða. Mitt er- indi fjallar um skörun geðrænna erf- iðleika hjá börnum með fötlun, hluti þeirra skýrist af heilaskaðanum en fleiri þættir spila einnig inn í.“ Hér nefnir Solveig sem dæmi félagslegar aðstæður í skóla eins og aðkast eða afskipaleysi sem leiðir til lágs sjálfs- mats hjá þessum börnum og getur brotist út í hegðunarerfiðleikum. ,Þá gerir mikil þroskaskerðing það að verkum að börn eiga erfitt með að koma óskum sínum á framfæri sem brýst fram í hegðunarerfiðleikum og þunglyndiseinkennum.“ Solveig segir ástæðu til að vekja umræðu um þessi mál og stuðla að því að meðferð verði sett í ákveðinn farveg og að hún verði hluti af þjón- ustu við þennan hóp barna. hugrun@bladid.net Fatlaðir eiga rétt á íullgildri samfélagsþátttöku Þjónusta þroskaþjálfa gengur út á að styðja fatlaða til samfélaglegrarþátttöku. Ráöstefna þroskaþjálfabrautar KHl undirbúin. f dag og á morgun verður hin ár- lega ráðstefna þroskaþjálfabautar við Kennaraháskóla íslands og ber hún yfirskriftina Fagþekk- ing og gæðastarf. Ráðstefnan fer fram í Bratta og Skriðu, fyrirlestr- arsölum KHÍ, og hefst kl 9:00 báða dagana. Á ráðstefnunni munu útskriftar- nemar þroskaþjálfabrautar kynna lokaverkefni til BA prófs sem þeir hafa unnið í nánu samstarfi við væntanlegan starfsvettvang. Vilborg Jóhannsdóttir lektor og forstöðu- maður þroskaþjálfabrautar við KHÍ segir að gestir ráðstefnunnar megi eiga von á að öðlast innsýn í stefnur og strauma í málefnum fatlaðs fólks. Xherslur þroskaþjálfa hafa breytst og nú er áherslan á notendastýrða þjónustu. Þjónusta þroskaþjálfa gengur út á að styðja fatlaða til sam- félagslegrar þátttöku en það eru þeir sem eiga að tilgreina þjónustuna og hvar hún eigi að fara fram.“ Vilborg segir um fjörutíu nem- endur útskrifast af þroskaþjálfa- braut í vor og þeir komi til með að starfa vítt og breitt í samfélaginu. „Vettvangur fyrir þroskaþjálfa er m.a. að finna hjá félagsþjónustunni þar sem þeir starfa m.a. við stjórnunar og ráðgjafarstörf. Þá starfa þroska- þjálfar í heilbrigðiskerfinu, við þjón- ustu fatlaðra og á Greiningar og ráðgjafarstöð ríkisins svo eitthvað sé nefnt.“ Skortur á að fatlaðir njóti jafnréttis Vilborg segir meginmarkmið náms- ins á þroskaþjálfabraut það að nem- endur öðlist sérfræðiþekkingu og hæfni til að veita fötluðum einstak- lingum á öllum aldri fjölbreytilega þjónustu og ráðgjöf hvar sem er í samfélaginu. „Fatíaðir einstaklingar eiga rétt á fullgildri samfélagsþátt- töku og lífsgæðum á við aðra þjóðfé- lagsþegna en skortur hefur verið á að þessi hópur njóti jafnréttis á við aðra. Þá hefur borið á að þjónustu- kerfið i dag endurspeglist um of af stofnunarhugsuninni." I mörgum verkefnum sem kynnt verða í dag og á morgun endurspegl- ast viðhorf notenda þjónustunnar en hún þarf að vera sveigjanlegri. Dagskrá ráðstefnunnar er skipt upp í barna- og fjölskyldumál, skólamál, heilbrigðismál og öldrun, réttindi, atvinnumál og fullorðinsfræðslu og búsetuþjónustu. hugrun@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.