blaðið - 11.05.2006, Síða 20
Tjö&reyttur matseðíff úr jersku firáejní
Á matseðli Hereford er úrval gómsætra rétta sem gestir staðarins geta valið úr og notið þess að snæða í notalegu og
rólegu umhverfi. Maturinn er framreiddur af sérstakri kostgæfni og kjötið er sérvalið og verkað að óskum matreiðslu-
meistara staðarins. Verðlagið er líka eitthvað sem allir ættu að ráða við enda er Hereford steikhús þekkt fyrir að bjóða
upp á vín með matnum á mun hagstæðara verði en þekkist á öðrum veitingastöðum.
Á matseðli Hereford má finna
marga ljúffenga rétti. Forréttirnar
eru fallega fram bornir og bragðið
svíkur engan. Matargestir geta
valið á milli Nauta-carpacio með
klettasalatspesto og parmesan
osti, hvítlauksristaðra snigla og
sjávarréttasúpu svo eitthvað sé
nefnt. Eins er í boði gómsætt
Gorgonzola frauð með plómutóm-
ötum og basil klettasalati, kjúk-
lingalifrar parfait með sultaðri
papriku og súkkulaðikryddsósu
eða Laxahrogn á blinis og súrs-
aðri lauktvennu, fyrir þá sem
vilja bragða á gómsætum og fram-
andi réttum.
í aðalrétt er hægt að velja á
milli gæðasteika úr úrvals hrá-
efni. Nautið og kálfakjötið bráðna
undir tönn og lambakjötið og
kalkúnalundirnar eru ferskar og
safaríkar.
Gestir hússins geta valið á milli
þess að fá bakaðar eða franskar
kartöflur með steikinni og steikt
grænmeti fylgir með réttunum.
Eins eru í boði eru Bernaise- og
piparsósa ásamt hvítlaukssmjöri.
Steikurnar eru bragðmiklar enda
sérvaldar og látnar meyrna til
fulls eftir óskum yfirmatreiðslu-
meistara Hereford steikhúss.
Fyrir þá sem kjósa fisk í stað
kjöts þá býður staðurinn upp á
gómsæta grillaða túnfisksteik
eða ljúffengan lax með sítrónu og
kóríander olíu, grillaðan kónga-
krabba og ljúffengan humar.
Eftirréttir Hereford steikhúss
eru umtalaðir. Þar er hægt að
velja á milli créme brúlée, volgrar
epíaböku með kanilís og vanillu-
sósu eða kaldrar mangó súpu
með hindberjaís sem er toppuð
með Grand Marnier. Eins geta
gestirnir fengið sér fersk jarðaber
með myntukrapi og krydduðu
rommi á heitum sumarkvöldum
eða volga súkkulaðiköku með
chili marineruðum ananas sem
svíkur engan.
Á vínlistanum er úrval gæða-
vína frá öllum helstu vínekrum
jarðar og ættu matgæðingar því
ekki að eiga í erfiðleikum með að
finna rétta vínið með steikinni.
Eins hafa þjónarnir hjá Hereford
góða þekkingu á vínunum og
geta því auðveldlega leiðbeint við-
skiptavinum um val á víni með
matnum.
Á Hereford steikhús er lögð
áhersla á góða steik með frábæru
víni og að málsverði loknum er
um að gera að fá sér eðalkaffi
og Armagnac sem er frá sam-
nefndu héraði í suðvesturhluta
Frakklands en Hereford steikhús
hefur að bjóða marga árganga af
þessum eðaldrykk.
Á Hereford eru allir miðviku-
dagar rifjadagar. Þá má fá rif og
stóran bjór á milli kl. 17 og 20 á
aðeins 1.990 kr. Rifin eru sérstak-
lega meðhöndluð og marineruð
af matreiðslumönnum Hereford
og eru einstaklega bragðgóð.
Frá fimmtudegi til sunnudags
er boðið upp á glæsilegan þriggja
rétta matseðill fyrir aðeins 5.200
kr. og er því um að gera að lyfta
sér aðeins upp á virkum dögum
og njóta góðs matar og gæða víns
á Hereford steikhús.
'céur dttoui j/
FERSKAR
KJÖnrVÖRUR
II II 11
ÍSLANDS ÍSLANDS ISLANDS
NAUT LAMB GRÍS
j* - ••
-t