blaðið - 11.05.2006, Síða 25

blaðið - 11.05.2006, Síða 25
hlaöió FIMMTUDAGUR H. MAÍ 2006 VIÐTALI 25 99............................................................ Ég er mikil forréttindakona. Ég á öll mín börn heilbrigð og báðir foreldrar mínir eru á lífi og ég á mikið afgóðum vinum. Ég er þakklát fyrir þetta alltþví fullt affólki er að glíma við alvöru sorg. Voru báðir skilnaðirþínir erfiðir? „Já, þeir voru það. I fyrra hjónabandinu mínu var ég auðvitað barnung þegar við skildum og hafði engan þroska til að takast á við það að ganga í gegnum lífið með annarri manneskju en það er alveg sama hvernig skilnað ber að, hver á fyrsta skrefið og hver eftirleikurinn er. Þetta er hrun og maður gengur í gegnum mikla sorg. Það liðu tuttugu og fimm ár á milli þessara skilnaða en tilfinningaferlið var það sama.“ Afhverju entust hjónaböndin ekki? „Maður getur aldrei sagt af hverju. Það væri svo einfalt og þægilegt þvi þá gæti maður varað sig á því næst. Ég hef verið að velta þvi fyrir mér hvort það sé satt sem Woody Allen heldur fram að það sé einhver líftími í samböndum, kannski tuttugu ár, og svo sé þetta búið.” Er það ekki nöturleg niðurstaða fyrir rómantískar sálir? „Jú, ég held að þetta sé bull. Ég er mjög rómantísk og sannfærð um að það er hægt að halda neista og óskaplegri ást í hjónabandi til æviloka. Ég hef séð það. En það kostar ákveðna vinnu. Ef maður kemur alltaf fram við þann sem maður elskar eins og besta vin sinn og sýnir honum sömu virðingu, kurteisi og umburðarlyndi og vini sínum þá held ég að þetta sé hægt. Svo þarf maður að æfa sig í að verða skotin.“ Verðurþú auðveldlega ástfangin? „Nei, ömurlega sjaldan. Mér finnst það óþolandi. Ég héld að það sé vegna þess að ég geri svo óheyrilegar kröfur. Hvar á ég t.d. að finna mann á mínu reki sem er fallegur, fyndinn og kynþokkafullur og ekki með áfengisvandamálapakka eða fimm skilnaði á bakinu?“ Og kannski líka gáfaður? „Já, auðvitað þarf hann að vera gáfaður, en fyndið fólk er gáfað. Það er samasemmerki þarna á milli. Manneskja sem ekki hefur gneistandi húmor, hlær sjaldan og kann ekki að gleðjast er hreinlega ekki eins víðsýn og greind og þeir sem hafa húmor, allavega ekki jafn tilfinningagreind.“ Hvernig kanntu við að vera ekki í sambúð? „Ég kann náttúrlega óhuggulega vel við það. Það er mikið dekurlíf að vera einn. Þess vegna held ég að ég ætti að dröslast í sambúð áður en ég verð fjörgömul og forkastanlega frek og leiðinleg. Sambúð er nefnilega eins konar uppeldistæki. En það er dásamlegt að geta hagað lífinu eins og rnanni nákvæmlega sýnist, gert allt sem manni sýnist þegar manni sýnist og þurfa ekki að taka tillit til neins nema þrettán ára sonar sem er sammála manni í öllu." „Já og mörgum alveg stórkostlegum. Leikarar sem ég hef unnið með skiptast í tvo hópa. Það er annars vegar fólk sem á mjög erfitt, er brotið innan í sér og er þar af leiðandi afar yfirborðslegt og gefur lítið af sér. Maður veit aldrei hvar maður hefur það og það stingur mann í bakið þegar minnst varir. Svo er hinn leikarahópurinn. Stórkostlegri manneskjur en ég hef kynnst í öðrum geirum. Aðalsmerki þessa fólks er fullkomin einlægni í daglega lífinu og hæfileikinn til að ritskoða sig ekki heldur segja allt það sem það hugsar til dæmis. að viðurkenna þegar það er afbrýðisamt, óhamingjusamt, óánægt og fullt af heift. Það viðurkennir vanmátt sinn gagnvart öllum þeim tilfinningum sem hellast yfir það. Ég elska þetta fólk. Svona langar mig til að verða.“ Hreinn kærleikur Ertu trúuð kona? „Já, afar trúuð. Það hefur aukist með aldrinum. Ég er alin upp í kaþólskri trú og hef alltaf verið stolt af því. Þegar Lúther ákvað að fara í mínimalismann í allri umgjörð þá hélt kaþólisminn í leikhúsumgjörðina. Fólk sogast að kaþólsku kirkjunni vegna þess að þar er rómantík og drama. Svo er bara með þetta eins og annað. Ef maður kynnist yndislegum presti eða öðru fólki sem tengist trúnni þá leiðir það mann áfram á góðri braut. Ef maður færi að kynna sér kaþólskuna og hittir bara fyrir fól í prestastétt þá myndi maður missa trúna. Auðvitað eru fól í öllum trúarbrögðum en svo eru útvaldir sem eru kærleikurinn uppmálaður. Jóhannes Páll páfi kom hingað og tók Björgivn son minn og önnur börn til altaris i kaþólsku kirkjuni. Við foreldrarnir hittum hann. Þegar hann tók í höndina á mér og horfði í augun á mér þá greip mig einkennileg tilfinning. Ég var að því komin að gráta því ég fann svo mikinn kærleik streyma frá honum. Hreinan kærleik finn ég líka þegar ég faðma hana Erlu Björk mín, sem er með down syndrome og er einn af mörgum englum mínum á Sólheimum. Sú litla mannvera er hreinn kærleikur. Þegar ég sé hana þarf ég að stilla mig um að fara ekki að gráta." Þú hefur unnið með heimilisfólkinu á Sólheimum í leiklist og leikstýrt þeim. Hvaða áhrif hafa kynnin af þessum fólki haft á þig? „Eftir að ég kynntist gleðigjöfunum á Sólheimum fór ég að velta fyrir mér því hvort það væri virkilega normalt að glíma við illsku, grimmd og græðgi. Við „venjulega" fólkið erum að fást við allt þetta en ekki þau. Þau virðast ekki hafa þessa eiginleika. Þetta fólk er ekki talið normal og nýtur þar af leiðandi bóta. Af hverju ættum við ekki frekar að vera á bótum, illfyglin, sem erurn að eyðileggja heiminn? Það ætti að taka stóran hluta af „normal” fólki hreinlega úr umferð" Þú ert mikil tilfinningamanneskja. Er ekki stundum erfitt að vera tilfinningamanneskja? „Stundum, en samt er þetta að nokkru leyti val. Það er mikill alkohólismi í kring um mig og ég er dæmigerður aðstandandi, mjög meðvirk, en ég hef ekki þetta alkohólistagen. Að vísu geta allir geta orðið félagslegir sullarar. Þess vegna fæ ég mér mjög sjaldan áfengi. Aðstandendur alkohólista breytast oft í stjórnunarfíkla og hörkutól. Lengi framan af var ég óskaplega viðkvæm og grét yfir öllu. Svo breyttist ég í hörkutól í þó nokkuð mörg ár. Ég kunni ekki við þá manneskju. Hún var svo ólík minu innsta eðli að ég fór aftur að leggja rækt við viðkvæmnina í sjálfri mér. Ég ákvað líka að ritskoða mig ekki og vera ekki sífellt að rembast við að vera alltaf óskaplega fyndin og klár. Nú er ég að æfa mig linnulaust í að vera bara ég sjálf og er miklu sáttari. Ég neyðist jú til að búa með mér alla ævi svo það er eins gott að maður leggi rækt við það besta í sjálfum sér.“ kolbrun@vbl.is Helgin 11-14 maí Kiúklingaveisla frá Isfugli Grillaður kjúklingur, franskar og 2ja lítra Coca Cola Aieinf 998 1/1 ferskur kjúklingur 20% afsláttur Úrbeinaðar bringur án skinns 20% afsláttur Kjúklingalæri/leggir magnbakki 20% afsláttur BBQ leggir magnpoki 20% afsláttur Tex mex vængir magnpoki 20% afsláttur Að drepa kjaftasögur Þú hefur verið gríðarlega vinscel gamanleikkona. Hefur verið erfitt að vera almenningseign? „Ég get ekki beinlínis sagt að það sé óþægilegt því fólk hefur verið mér mjög gott. Ég fæ viðbrögðin: “Ég á þig og mér þykir vænt um þig”. Ég er full þakklætis vegna þess. Auðvitað er líf manns undir smásjá. Það er allt í lagi. Ég lifi einföldu lífi og þar eru engin leyndarmál. Óöruggt og óhamingjusamt fólk hefur þörf fyrir að smjatta á því sem það skáldar upp um fólk. Ég hef reynt að læra af þvi og alið börnin mín upp í því að vera kjaftasögumorðingjar. Aðferðin er sú að ef maður heyrir eitthvað um einhvern þá segir maður: „Nei, þetta er ekki rétt“. Svo setur maður rennilás á munninn og talar aldrei um það, ekki einu sinni við besta vin sinn. Þar með deyr kjaftasagan." Hefurðu unnið með mörgum erfiðum listamönnum?

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.