blaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 2
2 I
MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 blaöiö
Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Sími: 510 3700 - www.vbl.is
FRÉTTASÍMI:
510 3799
netfang: frettir@ bladid.net
AUGLÝSINGADEILD:
510 3744
1 ' 1
netfang: auglysingar@bladid.net
Ibúð brann á
Rauðarárstíg
mbl.is | Slökkvilið höfuðborgarsvæð-
isins var kallað út að Rauðarárstíg
40 í gærmorgun en þar geisaði mik-
ill eldur.
Eigandi íbúðarinnar sem kvikn-
aði í var fluttur á slysadeild vegna
gruns um reykeitrun sem og tveir
íbúar sem búa í annarri íbúð í sama
húsi. Mikill hiti myndaðist í íbúð-
inni sem gerði slökkviliðsmönnum
erfitt fyrir. Vegna þessa var enn-
fremur erfitt að segja til um elds-
upptök. Þó voru notaðar nýjar hita-
myndavélar sem reyndust að sögn
slökkviliðsmanna vel við slökkvi-
starfið, en með þeim má sjá hvar
hitinn er mestur og greina þannig
möguleg upptök eldsins.
Með bestu söfn-
um Evrópu
Þjóðminjasafn fslands var eitt
þriggja safna sem fékk sérstaka
viðurkenningu í samkeppni Evr-
ópuráðs safna um safn Evrópu árið
2006, úrslit í keppninni voru kunn-
gjörð á laugardagskvöldið.
Um sextíu evrópsk söfn voru til-
nefnd til þátttöku í keppninni og
þar af kepptu 42 til úrslita. Það var
Listasafn í Barcelona sem hlaut aðal
verðlaunin að þessu sinni en auk
þess hlutu þrjú söfn sérstakar viður-
kenningar fyrir framúrskarandi ár-
angur, og var Þjóðminjasafnið eins
og áður sagði eitt þeirra.
f tilkynningu frá Þjóðminjasafn-
inu í gær segir að úrslitin séu fagn-
aðarefni fyrir safnið sem og fslend-
inga alla.
„Þjóðin má vera stolt af því áð
eiga Þjóðminjasafn sem hefur náð
svo langt að fá sérstaka viðurkenn-
ingu í samkeppni um safn Evr-
ópu 2006! Þetta er stórkostlegur
árangur sem þakka má glæsilegri
opnun árið 2004,“ segir ennfremur
Allir litir regnbogans
Glæsileg hátíðarsýning fór fram í höfninni í Tókýó, höf uðborg Japans í gær. Hápunktinum var náð þegar bátar sem tilheyra slökkviliði Tókýó-borgar dældu gríðarmiklum vatns-
strókum í öllum regnbogans litum hátt í loft upp.
Keyrði á ljósastaur
og flúði af vettvangi
Eyþórs Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Árborg gisti fangageymslu
í fyrrinótt eftir að hafa verið tekinn grunaður um ölvun við akstur.
Óljóst er hvaða áhrif atburðir helgarinnar hafa á stöðu Eyþórs t sveitarstjórnarkosning-
um í Árborg síðar i mánuðinum.
Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðis-
manna í Árborg, var handtekinn
ásamt unnustu sinni í fyrrinótt, en
hann var grunaður um að hafa ekið
á ljósastaur á Kleppsvegi og flúið af
vettvangi.
Samkvæmt heimildum Blaðsins
var Eyþór á leið úr matarboði á laug-
ardagskvöld þegar atvikið átti sér
stað. Á leið sinni úr bænum keyrði
hann hins vegar á ljósastaur við
gatnamót Sæbrautar og Laugateigs
með þeim afleiðingum að staurinn
lagðist á hliðina. Bíllinn skemmdist
lítið við áreksturinn og virðist Ey-
þór hafa ekið af vettvangi í kjölfar
árekstursins. Samkvæmt upplýs-
ingum frá lögreglu höfðu nokkur
vitni að atburðinum samband við
lögreglu. Hún brást skjótt við og var
Eyþór stöðvaður í Ártúnsbrekkunni
þar sem-hann var handtekinn, grun-
aður um ölvun við akstur. Unnusta
hans, sem var með honum í bílnum,
var einnig handtekin. Gistu þau
fangageymslu lögreglu í fyrrinótt og
voru í framhaldinu yfirheyrð í gær-
morgun. Telst málið upplýst og var
þeim sleppt að yfirheyrslu lokinni.
Enginn punktur
Eins og kunnugt er leiðir Eyþór Arn-
alds lista Sjálfstæðisflokks i sveit-
arstjórnarkosningunum í Árborg.
Samkvæmt skoðanakönnunum hafa
sjálfstæðismenn í sveitarfélaginu
verið í mikilli sókn að undanförnu
og hafa meðal annars mælst í skoð-
anakönnunum með yfir 50% fylgi,
en í síðustu sveitarstjórnarkosn-
ingum, fyrir tæpum fjórum árum
fékk flokkurinn um 25% atkvæða.
Ekki er ljóst hvaða áhrif atburðir
helgarinnar hafa á gengi flokksins
og stöðu Eyþórs. Sjálfstæðismenn í
sveitarfélaginu funduðu hins vegar
stíft um málið í gær og von var á yfir-
lýsingu vegna þess í gærkvöldi. Eng-
inn af þeim sem Blaðið ræddi við í
gær vildi tjá sig um það, og bentu
allir á yfirlýsingu sem væri vænt-
anleg. Ekki náðist í Eyþór Arnalds
vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir í gær. Samkvæmt heim-
ildum Blaðsins hefur Eyþór aldrei
áður komist í kast við lögin, er ekki
með einn punkt í ökuskrá og hefur
engan dóm hlotið.
Notalegt
innbrot
Lögregluyfirvöld í Tókíó hand-
tóku í gær þjóf sem braust inn í
íbúð 35 ára gamallar konu. Þjóf-
urinn, Lee Jin-se sem er 29 ára
gamall Suður-Kóreubúi, læddist
inn í íbúðina og yfirbugaði kon-
una. I kjölfarið batt hann hana
fasta og tök að nudda á henni
bakið og axlirnar næstu klukku-
tímana. Að því loknu stal hann
reiðufé konunnar og debetkorti
og lét sig hverfa. Eftir að hann
hafi tekið nánast alla innistæð-
una út af kortinu sendi hann
konunni kortið aftur í pósti.
Að sögn lögreglunnar nuddaði
þjófurinn fórnarlambið til þess
að hjálpa henni að slaka á en það
að uppgötva innbrotsþjóf í íbúð
sinni getur verið mikill streitu-
valdur. Þjófurinn veitti konunni
enga áverka.
VELFERÐ UMHVERFI NÝSKÖPUN
£ Helðsklitíjí Léttikýjað Skýjað Alskýjað'cjr— Rlgnlng,lltllsháttar^j^!>Rigning.éí£A>Súld - Snjókoma^ít. siydda<££i> Snjóél
Skúr
jhM?
Algarve 23
Amsterdam 21
Barcelona 23
Berlín 17
Chicago 09
Dublin 14
Frankfurt 22
Glasgow 11
Hamborg 14
Helsinki 14
Kaupmannahöfn 12
London 17
Madrid 28
Mallorka 24
Montreal 12
New York 13
Orlando 19
Osló 11
París 21
Stokkhólmur 12
Vín 19
Þórshöfn 04
Veðurhorfur í dag kl: 15.00
Veðursíminn 902 0600
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands