blaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 28
36 I DAGSKRÁ
MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 blaöiö
HVAÐSEGJA
stjörNurnar?
Hrútur
(21. mars-19. april)
Reyndu að stíga aðeins til baka og fá annað sjónar-
horn á þetta vandamál. Þetta hefur haft áhrif á alla
fjölskylduna og nú er svo komið að þetta verður að
taka enda. Ekki hrópa að ályktunum.
©Naut
(20. apríl-20. maf)
Þú hefur meiri áhrif á fólk en þú áttar þig á stund-
um. Það er ekkert óeðlilegt við það og sýnir einung-
is fram á að þú átt ástvini sem kunna að meta allt
það sem þú hefur fram að færa.
©Tvíburar
(21. maí-21. júní)
Þetta gæti verið mál þar sem þú mótmælir of
kröftuglega. Þú verður vissulega að standa á þinu
en það má ekki fara úr bóndunum. Það að vera
víðsýnn er ekki það sama og að gefa alltaf eftir
sannfæringu sína.
®Krabbi
(22. júní-22. júlf)
Það er kominn tími til að kanna aðstæður all ræki-
lega áður en þú heldur áfram. Ef þú gerir það ekki
er hætta á þvlað þú veljir það sem þú munt sjá eftir.
Leitaðu ráða hjá vini sem þú treystir.
®Ljón
(23. júlí- 22. ágúst)
Sköpunarkraftur mun fylla vit þin þegar þú átt sist
von á því. Reyndu því að vinna á fullu og liggja ekki
í dagdraumum. Ef tími gefst til er ágætt að sinna
áhugamálunum sem hafa beðið lengi.
CS Meyja
(7 (23. ágúst-22. september)
Að hafa gott skopskyn er nauðsynlegt. Það má þó
ekki nota það til að forðast vandamálin. Um leið og
það er gert verður grinið að grímu sem gerir mann-
eskjuna kaldhæðna og þunga.
Vog
(23. september-23. október)
Að fylgja leiðbeiningum getur verið gott og bless-
að en stundum verður þú að semja eigin reglur. Þú
getur ekki alltaf fetað í fótspor frumkvöðlanna. Um
leið og þú finnur þína leið farnast þér vel.
Sporðdreki
(24. október-21. nóvember)
Venjuiega ertu snillingur í aö tækla málin á bein-
skeyttan máta. Þaö er þó ekki tilfelliö í dag og þú
finnur aö þú ert örlítið feimin/n við þetta allt sam-
an. Það er bara mannlegt að líða þannig endrum
og eins.
Bogmaður
(22. nóvember-21. desember)
Þú verður að halda haus þó að margt dynji á
þér í dag. Vinnufélagar þfnir treysta á það að þú
bregðist ekki. Verkefnin hrannast upp og það rfð-
ur á að skipuleggja sig vel til þess að lenda ekki f
timaþröng.
Steingeit
(22. desember-19. januar)
Þú ert að sökkva undan byrði tilfmninga sem þú
hefur ekki náð að vinna úr. Því lengra sem líður þvi
erfiðara er að taka máliö upp. Ekkert er þó ómögu-
legt og betra er seint en aldrei.
Vatnsberi
(20. janúar-18. febrúar)
Það eralltað gerast í dag og enginn tími til að hika.
Þú verður að hugsa fljótt og sjá tíl þess að verða
ekki undir í hugsanaflóðinu. Þú ert með nægilega
þykkan skráp til að þola hröðunina.
©Fiskar
(19. febrúar-20. mars)
Reyndu að ráða I merkingu ummæla sem við fyrstu
sýn virðast vera afar hversdagsleg. Oft er hyldýpi
hugsunar sem liggur að baki og hægt er að túlka
á marga vegu. Reyndu þó að varastað oftúlka ekkl.
MANNLEGI VINKILLINN
Fjölmiðlar
Jón Þór Pétursson
Núna á sunnudaginn voru tveir
þættir með mannlegu ivafi. Það
voru þættirnir Sjálfstætt fólk með
Jóni Ársæli og Út og suður með
Gísla Einarssyni. Sunnudagurinn
bauð því upp á býsna hressilega út-
tekt á mannlegu litrófi. Jón Ársæll
hefur verið með þjóðþekkta einstak-
linga í gegnum tíðina og Gísli með
óþjóðþekkta einstaklinga. Eitthvað
fyrir alla.
Samkvæmt Andy Warhol fá allir
sinar 15 mínútur og þessir tveir þætt-
ir hafa svo sannarlega stuðlað að því.
Jón Ársæll og Gísli eru miklir spjall-
arar og hafa komið ótrúlegum fjölda
að á skjánum. Það eru þó ekki allir
hrifnir af svona þáttum. Kunningi
minn hefur lagt til að það verði gerð-
ur nýr þáttur sem ætti að sameina
þessa tvo. Sá þáttur ætti að fá nafnið
Norður og niður með Sjálfstætt fólk.
í þeim þætti áttu Jón Ársæll
og Gísli að hafa gífurlega mik-
inn áhuga á hvor öðrum. Sá sem
missti áhugann á undan og myndi
hætta að spyrja hinn mögulegra og
ómögulegra spurninga, hann tap-
ar. Logi Bergmann átti þá að skera
úr um hver væri áhugameistari ís-
lands.
Sjálfstætt fólk og Út og suður eru
ágætis þættir hvor fyrir sig en ég bíð
spenntur eftir þeim þriðja.
jon@bladid.net -
SJÓNVARPSDAGSKRÁ
0 SJÓNVARPIÐ
16.35 Helgarsportið
16.50 Fótboltakvöld
17.05 Leiðarljós
17.50 Táknmálsf réttir
18.00 Myndasafnið
18.01 Alda og Bára (2:26)
18.06 Bú! (13:26)
18.16 Lubbi laeknir (11:52)
18.30 Heimskautalíf (5:6) Bresk þáttaröð um ferðalag átta ung- linga á Norðurpólinn.
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19-35 Kastljós
20.30 Svona var það (That 70's Show)
21.05 Svört tónlist (2:6) (Soul Deep: The Story of Black Popular Music) Breskur heimildamyndaflokkur um sögu dæg- urlagatónlistar blökkumanna.
22.00 Tfufréttir
22.25 Lífsháski (41:49) (Lost II) Bandarískur myndaflokkur um strandaglópa á af- skekktri eyju í Suður-Kyrrahafi þar sem ýmsar ógnir leynast. Meðal leikenda eru Naveen Andrews, Emilie de Ravin, Matthew Fox, Jorge Garcia, Maggie Grace, Dominic Monaghan og Josh Holloway. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna.
23.10 Útogsuður
23.35 Kastljós
00.30 Dagskrárlok
SIRKUSTV
18.30 Fréttir NFS
19.00 ísland í dag
19.30 FashionTelevision
20.00 Friends (3:23)
20.30 Bak við böndin (7:7)
21.00 American Idol (36:41)
21.50 American Idol (37:41)
22.20 Smallvillee.
23.05 Tívolí
23.35 Friends (3:23) e.
00.00 Bak við böndin (7:7)
|f\ STÖÐ2
06.58 fslan.d í bítið
09.00 Boldandthe Beautiful
09.20 I fínu formi 2005
09.35 Oprah (59:145)
10.20 My Sweet FatValentina
11.10 Veggfóður (15:20)
12.00 Hádegisfréttir
12.25 Neighbours
12.50 ffínuformÍ2005
13.05 Home Improvement 4
13.30 Oliver Beene (4:14) e.
13.55 Out Coid
15.25 You Are What You Eat (2:17)
16.00 Barnatími Stöðvar 2 (2:49)
17.20 Boldandthe Beautiful
17.40 Neighbours
18.05 TheSimpsons(2:22)
18.30 Fréttir, fþróttir og veður
19.00 fsland í dag
19.40 Strákarnir
20.05 Grey's Anatomy (27:36) (Læknalíf)
20.50 Huff (12:13) Huff og Beth eiga í alvar- legri hjónabandserfiðleikum en nokkru sinni fyrr og Huff gerir sér grein fyrir að það er ómögulegt að skila tannkrem- inu aftur í tankremstúpuna. Bönnuð börnum.
21.40 The Apprentice - Martha Stewart (10:14)
22.25 Gangastjörnurnaraftur?
23.10 Meistarinn (20:22) e.
23.55 Prison Break (15:22) (Bak við lás og slá) 1 Ijósi nýrra sönnunargagna ákveð- ur dómarinn að fresta aftöku Lincolns - en þó aðeins um nokkrar klukkustund- ir. Michael finnur nýja og ennþá hættu- legri flóttaleið. 2005. Bönnuð börnum.
00.40 Medium (8:22) (Miðillinn) Alison fær sýnir sem geta skaðað möguleika sak- sóknarans á endurkjöri. 2005.
01.25 Do Not Disturb (Ekki orð!)
03.05 GhostShip (Draugaskip)
04.30 Huff (12:13)
05.20 Fréttir og fsland í dag
06.25 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVl'
© SKJÁREINN
07.15 6 til sjö e.
08.00 Dr.Phile.
08.45 Fasteignasjónvarpið e.
15.50 Game tíví e.
16.20 OneTree Hille.
17.05 Dr. Phil
18.00 6 til sjö
19.00 Frasier-1. þáttaröð
19.30 Courting Alex e. Glæný gamanþátta- röð sem fengið hefur frábæra dóma. Leikkonan Jenna Elfman (Dharma & Greg) leikur Alex sem er myndarleg og einhleyp kona sem starfar sem lögfræð- ingur. Henni gengur allt í haginn, fyrir utan eitt... hún á ekkert líf!
20.00 TheO.C.
21.00 Survivor: Panama
22.00 C.S.I.
22.50 Sex and the City - lokaþáttur
23.35 Jay Leno
00.20 Boston Legal e.
01.10 Wanted e.
01.55 Frasiere.
02.20 Óstöðvandi tónlist
^&SÝN
14.IO Landsbankadeildin 2006
16.00 NBA úrslitakeppnin
18.00 fþróttaspjallið
18.12 Sportið
18.30 LeiðináHM 2006
19.05 Landsbankamörkin 2006
19.45 Landsbankadeildin 2006 (Breiða- blik - Valur) Bein útsending frá leik Breiðabliks og Vals í 1. umferð Lands- bankadeildar karla í knattspyrnu.
22.00 ftölsku mörkin
22.30 Enskumörkin
23.00 Spænsku mörkin
23.30 Landsbankadeildin 2006
01.20 HM 2002
ffl V/ NFS
07.00 fsland f bftið Morgunþáttur í umsjá Heimis Karlssonar og Ragnheiðar Guð- finnu Guðnadóttur.
09.00 Fréttavaktin fyrir hádegi Frétta-, þjóðmála- og dægurmálaþátt- ur í umsjá Lóu Aldísardóttur og Hallgríms Thorsteinssonar.
11.40 Brot úr dagskrá
12.00 Hádegisfréttir
13.00 Sportið
14.00 Fréttavaktin eftir hádegi Frétta-, þjóðmála- og dægurmálaþáttur í um- sjá Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur.
17.00 sfréttir
18.00 Kvöldfréttir/fsland í dag/íþróttir
1940 Hrafnaþing
20.10 Silfur Egils
21.00 Fréttir
21.10 60 Minutes
22.00 Fréttir
22.30 Hrafnaþing
23.15 Kvöldfréttir/fsland í dag/íþróttir
00.15 Fréttavaktin fyrir hádegi
03.15 Fréttavaktin eftir hádegi
06.15 Hrafnaþing
F4ÉE1STÖÐ2-BÍÓ
06.00 Die AnotherDay
08.10 Rat Race (Hlauparottur)
10.00 TheSchoolofRock
12.00 Race to Space (Kapp út í geim)
14.00 Rat Race (Hlauparottur)
16.00 The School of Rock (Rokkskólinn) Aðalhlutverk: Jack Black, Adam Pasc- al, Lucas Papaelias. Leikstjóri: Richard Linklater. 2003. Leyfð öllum aldurshóp- um.
18.00 Race to Space (Kapp út í geim)
20.00 DieAnotherDay
22.10 My Little Eye (Undir eftirliti)
00.00 Green Dragon (Græni drekinn)
02.00 Deraifed (Dauðalestin)
04.00 My Little Eye (Undir eftirliti)
RÁS1 92,4 / 93,5 • RÁS 2 90,1 / 99,9 • Kiss FM 89.5 • Xfm 91,9 • Bylgjan 98,9 • FM 95,7 • X-ið 97,7 • Útvarp saga 103,3 • Talstöðin 90,9
Frœ með Jon Spencer
Sérstakir íslenskir gestir á Crunc-
hy Frog tónleikunum á Nasa 26.
maí næstkomandi verða meðlimir
hljómsveitarinnar Fræ sem munu
stíga á stokk og flytja Iög af fyrstu
plötu sveitarinnar, Eyðilegðu þig
smá, sem er væntanleg í verslanir
um næstu mánaðamót. Fræ mun
spila kl. 22.00 og í kjölfarið koma
The Tremolo Beer Gut og Powersolo.
Aðalnúmer kvöldsins, hljómsveitin
Heavy Trash með þá Jon Spencer
og Matt Verta Ray innanborðs mun
svo stíga á stokk upp úr miðnætti
og rokka fólki inn í nóttina.
Upptökur hér og þar
Hljómsveitina Fræ skipa Palli úr
hljómsveitinni Maus, Heimir og
Siggi úr Skyttunum og Silla, sem
einnig er þekkt sem Mr. Silla.
Sveitin hóf upptökur á nýju efni
síðastliðið sumar og stefnan var
fljótlega sett á útgáfu á geislaplötu
á þessu ári. Platan var kláruð und-
ir lok síðasta árs og er öll unnin af
hJjómsveitarmeðlimum sjálfum.
Upptökurnar voru gerðar hvar
sem þau fengu inni hverju sinni
og meðal viðkomustaða á upptöku-
ferlinu voru Klink og Bank sáluga
og Akureyri. Lagið „Freðinn fáviti“
hefur notið mikilla vinsælda upp
á síðkastið og náði meðal annars
toppsæti á vinsældarlista X-ins977.
Nýtt lag, „Dramatísk romantic“, er
væntanlegt í spilun fljótlega.
Góðir gestir
Á plötunni koma fjölmargir góðir
gestir fram, þar á meðal Ragnar
Kjartansson úr hljómsveitinni
Trabant, Anna Katrín söngkona,
barnakór og strengjakvintett. Á
tónleikunum á Nasa bætast í hóp-
inn Danni trommari, úr hljóm-
sveitunum Maus og Sometime og
Friðfinnur sem spilar á bassa en
þeir munu koma til með að fylgja
plötunni eftir með sveitinni. Eins
og fyrr sagði er fyrsta plata Fræ
væntanleg í búðir nú um mánaða-
mótin næstu og er henni dreift af
12 tónum.
Tónleikar Heavy Trash, Powers-
olo, The Tremolo Beer Gut og Fræ
verða á Nasa í Reykjavík föstudag-
inn 26. maí og miðasala er hafin í
verslunum Skífunnar og á miði.is.
Miðaverð er aðeins 1.950 krónur.
Fyrsta plata Fræ er væntanleg um næstu mánaöarmót