blaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 20
28 I JÚRÓVZSJÓM MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 blaöiö Á stjörnuslóðum Margrét Hugrún skrifarfrá Aþenu Ast og hatur Silvía annað hvort elskuð eða hötuð í Aþenu Það er víst engum ofsögum sagt að hún Silvía Night er búin að gera allt vitlaust frá þvi að hún kom hingað til Aþenu. Eins og flestir vita olli hún gífurlegum usla á blaðamannafundi sl föstudag þegar hún lét lífvörð sinn fjarlægja blaðakonu af fund- inum, fyrir það eitt að hafa horft í augun á sér. í kjölfarið spruttu upp miklar um- ræður á vefsíðunni esctoday.com næsta sólarhringinn og á meðan blaðamannafundir flestra kepp- enda fengu að meðaltali tuttugu og fimm umsagnir, höfðu tæplega þrjúhundruð manns tjáð sig um framferði Silvíu Night. Nánast mátti skipta skoðunum fólks í tvo flokka, með eða á móti, en þannig hefur þetta yfirleitt alltaf verið með Silvíu. Á síðunni mátti m.a. lesa þessar athugasemdir. Maria Petrosa „Silvía er svooo fyndin! Hún er ótrú- leg! Ef þið takið henni alvarlega þá eruð þið klikkuð. Ef hún væri ekki í Grikklandi núna þá myndi ekkert gerast. Hún lýsir upp keppn- ina. Ég elska hana persónulega og spái því að hún eigi eftir að ná í lokakeppnina.“ Antony Err „Þessi kona er alveg mögnuð. Hún er að gera stólpagrín að sjálfhverfum og hæfileikalausum stjörnum nú- tímans sem kunna að spila með fjölmiðla og öðlast óverðskuldaða frægð í kjölfarið. Silvía veit að um- tal er það sem selur og þess vegna reynir hún að vekja eins mikið umtal og hún getur. Það sem mér finnst fyndnast er að sjá hvernig allir falla fyrir þessu. Þéssi gella er snillingur!“ Chronis P „ísland fær eitt stórt núll frá mér í ár. Silvía er svo dónaleg og lagið hennar svo ömurlegt að það ætti að henda henni út. Hún kallaði sviðs- mennina hæfileikalausa og bölvaði þeim. Hún er bara ís-kúkur sem ætti að fara heim til sín!“ Konstantina „Silvía er drottning blótsyrðanna. Eftir hverju er herra Svante Stock- selius að bíða? Af hverju sendir hann hana ekki heim? Eigum við að hneigja okkur fyrir henni? Það verður að fara að taka á þessu!“ Á æfingunni í gærkvöldi kvað þó við annað hljóð í hennar skreytta skrokki. Hún var öll hin prúðasta og kallaði hljóðmennina hvorki hæfileikalausa né viðvaninga þó þeir hefðu kannski getað gert betur. Ætli það hafi verið til að róa Svante Stockselius sem var nánast búinn að reka hana eftir síðustu æfingu? Blaðamannafundinn hóf Silvía með því að sýna kynningarmynd- band um sögu frægðar sinnar. Þar kemur fram hvernig hún vann Edduverðlaunin, var kosin kyn- þokkafyllsta konan o.s.frv. og í lok myndbandsins rymur Romario líkt og kynnir fyrir ameríska spennumynd „And with her man by her side, she will now conquer the wooorrrlllldddd". Blaðamennirnir fögnuðu ákaft og innilega eftir að hafa horft á myndbandið en þeir þurftu þó að klappa svolítið lengi því hún lét bíða aðeins eftir sér. Svo kom hún trítlandi inn á pallinn með Pepe, Romario og lífverðina sér við hlið. Hennar fyrsta verk var að lesa upp yfirlýsingu þess efnis að fólk væri að reyna að skemma fyrir henni núna líkt og svo oft áður. Þar væru á ferðinni aðrir öfundsjúkir keppendur. Hún bað þá að taka það til sín sem ættu það því hún ætlaði sér ekki að nefna nein nöfn, svo sagði hún drottningarlega „Shame on you, shame on you,“ líkt og Mi- chael Moore á Oskarsverðlauna- afhendingunni 2003 þegar hann skammaði Bush forseta.Fram- undan er nú stíf dagskrá hjá dív- unni. Meðal annars borgarstjóra- partí í kvöld sem verður spennandi að sjá hvernig fer... Lordi segir frá því hvernig lagið varð til Efmaðurgerir það sem maður elskar að gera þá verður það gott. Heljarmennið Lordi frá Finnlandi sagði blaðamönnum frá því í gær hvernig lagið hans varð til. „Við sömdum þetta lag fyrir nokkrum árum í sumarbústaðnum mínum. Við byrjum alltaf með einhverri lag- línu og svo þróast þetta út frá því. En ef maður gerir eitthvað sem maður elskar að gera þá kemur alltaf eitt- hvað gott út úr því,“ svo bætti hann því við að honum þættu fyrstu þrjár mínútur lagsins vera þær bestu. Lordi er ekki bara fyrir tónlist heldur er hann líka mikill kvik- myndaunnandi. „Uppáhalds mynd- irnar mínar eru Evil Dead 2, Hellra- iser-myndirnar allar og Alien serían. Svo er ég líka hrifinn af myndunum Nightmare on Elm Street og endur- gerð gömlu myndanna Texas Cha- insaw Massacre og The Hills Have Eyes.“ Að lokum deildi hann því með blaðamönnum hvað honum finnst gott að fá sér í kvöldmat. „Ég borða bara venjulegan mat eins og aðrir: kettlinga, engisprettur og köngulær." Svipmyndir frá Afienu Frá æfingu á atriði Silvíu í gær. Hér fær ungur grískur Eurovision aðdáandi eiginhandaráritun frá Siggu Beinteins. Skjöldur Eyfjörð er sérlegur hársnyrtir Silvíu Night. Hér stendur hann tilbúinn með hárskraut fyrir drottninguna. Hin gríska Eri er mikill aðdáandi (slands. Gaukur Úlfarsson, Sölvi Blöndal og Ylfa Geirsdóttir eru öll um borð í Eurovision skipinu Hún er sjálfboðaliði hjá Eurovision og sótti hennar Silvíu Night í ár. Gaukur er maðurinn á bak við þættina um Silvíu, Sölvi var með í sérstakiega um að fá að snúast f kringum að útsetja lagið og Ylfa er aðstoðarkona yfirstílistans. Silvíu Night. Það eru ekki margar konur sem hafa risavaxna lífverði í því að halda á gervinöglunum á Þrátt fyrir andstyggileg ummæli Siivíu meðan hún límir þær á, en Silvía Night er samt ein þeirra. Night um hollensku keppendurna voru þær perluvinir þegar þær hittust fyrir utan höllina í gær.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.