blaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 13

blaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 13
blaðiö MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 HEILSA I 13 Félagsfœlni er algengur en falinn sjúkdómur Félagsfcelni er algengari en áður var talið oggetur verið mjög hamlandi sjúkdómurþar semfólkforðast ákveðnar aðstœður. í nútímanum virðast sífellt fleiri sjúkdómar verða til enda verður fjölmiðlum tíðrætt um sjúkdóms- væðingu landans. Félagsfælni er einn af þessum sjúkdómum sem fáir vissu að væru til fyrir nokkrum árum en er algengur í dag. Dr. med. Ólafur Þór Ævars- son, geðlæknir og læknir hjá með- ferðar- og fræðslusetri Forvarna ehf., fræddi Blaðið um það að félagsfælni er ekki nýr sjúkdómur og hann er töluvert algengari en áður var talið. „Félagsfælni er ákveðin tegund af fælni og fælni er ákveðin tegund af kvíða. Geðsjúkdómar og geðrask- anir eru flokkaðar í ýmsa flokka og einn flokkur er þunglyndi en innan hans eru alls konar sjúkdómar. Sam- bærilegt því eru kvíðasjúkdómar flokkaðir í ýmsa sjúkdóma, meðal annars fælni og ein tegund af fælni er félagsfælni," segir Ólafur. „Félags- fælni er flokkuð sem sjúkdómur og hefur alltaf verið til. Sjúkdómsgrein- ingartækni í geðlæknisfræði hefur farið fram í kjölfar viðamikilla rann- sókna í Bandaríkjunum og N-Evr- ópu og þess vegna vitum við meira um félagsfælni nú en áður. Eitt af því sem kom út úr þeim rannsóknum er að félagsfælni er miklu algengari en við héldum. Félagsfælni er svipað al- geng ef ekki algengari en þunglyndi, það eru því um 5-15% þjóðarinnar sem þjáist af félagsfælni. Eitt af því sem kom fram í bandarískri rann- sókn og hefur vakið mikla athygli er að það virðist sem félagsfælnin sé ein algengasta ástæða þess að ungt fólk, sérstaklega konur, hætta i háskólanámi." Hamlandi vítahringur Samkvæmt Ólafi er því hægt að þjást af félagsfælni án þess að vera þunglyndur. „Það sem er sérstakt við félagsfælnina og einn þáttur í því að hún virðist oft vera falin er að einkennin geta verið lúmsk. Það er til dæmis ekkert víst að fólk beri það utan á sér að vera með félagsfælni. Stundum geta aðrir sjúkdómar fylgt félagsfælninni, eins og þunglyndi og áfengisfíkn. Þess vegna hafa verið uppi hugmyndir um hvernig þessir sjúkdómar tengist, hvað sé eggið og hvað sé hænan. Það gerir málin flóknari,“ segir Ólafur og bætir við að félagsfælnin er tengd við ákveðnar aðstæður, eins og að vera á veitingastað, tala fyrir framan fólk eða vera í lyftu með fólki. „Fé- lagsfælnin eldist ekki af fólki og það finnur alltaf fyrir henni, jafnvel þó það nái einhverjum tökum á henni. Allir geta fundið fyrir kvíða en það sem er öðruvísi með félagsfælni er að fólk fælist ákveðnar aðstæður og forðast þær. Þá myndast vítahringur sem er hamlandi fyrir viðkomandi einstakling og getur alls ekki talist eðlilegur." Líkamleg einkenni félagsfælni Ólafur segir að einkenni félags- fælni séu annars vegar andleg og hins vegar líkamleg. „Andlegu ein- kennin eru kvíði, innri spenna og óróleiki sem myndast innan um fólk. Einstaklingur er því frosinn í samskiptum, upplifir bara þessa innri vanlíðan, nýtur ekki stundar- innar og finnst hann tala vitlaust, líta rangt út og óttast að verða sér til skammar. 1 þessu tilliti er félags- fælnin mjög lík feimni en munurinn er sá að í feimninni er einstaklingur feiminn við allt og einkennin eru mildari auk þess sem þau hverfa oft- ast með aldrinum." Einkenni félags- fælni eru líka líkamleg og Ólafur segir að fólk átti sig ekki alltaf á því. „Einkennin geta verið handskjálfti, sviti og alls kyns upplifanir eins og að einstaklingur þurfi stöðugt að pissa. Þessu fylgir síðan verkir og Dr. med. Ólafur Þór Ævarsson:,, Allir geta fundið fyrir kvíða en það sem er öðruvísi með félagsfælni er að fólk fælist ákveðn- ar aðstæður og forðast þær." svimakennd þannig að fólk getur oft verið talsvert illa haldið af svona ein- kennum í þessum aðstæðum þegar þeim líður illa. Því geta einkenni félagsfælni oft líkst einkennum ann- arra líkamlegra sjúkdóma.“ Áhrifarík meðferð ,Ég hugsa að mildari formin lagist bara með tímanum og aukinni reynslu,“ segir Ólafur þegar hann er spurður hvort félagsfælni aukist ef ekki er unnið með hana. „Margir fara í þannig vinnu að þeir æfast í að takast á við einkennin. Það er ekki eins víst að það gerist með meðalal- varlegu og alvarlegu formum félags- fælninnar. Það er þá fólk sem leiðist út í drykkju og sumir fá þunglyndi og langvinna vanlíðan tengda félags- fælni. Það er sorglegt vegna þess að meðferðirnar við félagsfælni eru nokkuð áhrifaríkar. Það má skipta meðferðinni í almenn ráð, hvatn- ingu og þjálfun. Síðan er fræðsla og samtalsmeðferð mjög mikilvægur þáttur og í þriðja lagi er sérhæfður þjálfunarþáttur þar sem fólki eru kenndar atferlismótandi aðferðir. í fjórða lagi eru það lyfin en þessi nýrri þunglyndislyf virka mjög vel á félagsfælnina. Að byggja upp sjálfsmatið er eitt af kjarnaatriðum í þessari meðferð.“ Að endingu segir Ólafur að þeir sem halda að þeii séu með félagsfælni sem þeir ráða ekki við eiga að láta meta það. „Það er fyrsta skrefið að láta lækni meta sig en það eru heimilislæknar, geð- læknar og sálfræðingar sem geta metið félagsfælni.“ svanhvit@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.