blaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 24
32 I MENWING
MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 blaðið
Handagangur í öskjunni
Leikhús
Höskuldur Kári Schram
Fullkomið brúðkaup
Leikfélag Akureyrar sýnir á Stóra sviðinu
í Borgarleikhúsinu
Höfundur: Robin Hawdon
ÞýðingrÖrn Árnason
Leikstjóri: Magnús Geir Þórðarson
Leikarar: Guðjón Davíð Karlsson, Álfrún
Helga Örnólfsdóttir, Jóhannes Haukur
Jóhannesson, EstherTalia Casey, Maríanna
Clara Lúthersdóttirog Þráinn Karlsson.
★ ★★V
Farsar hafa alltaf notið mikilla vin-
sælda hjá íslenskum leikhúsgestum.
Það kannast flestir við hurðaskell-
ina og þennan sífellt flóknari mis-
skilning sem einkennir þessi verk.
I eðli sínu reyna þau ekki að flytja
áhorfendum einhvern djúpan boð-
skap eða hreyfa við æðri kenndum
heldur er markmiðið fyrst og fremst
að koma áhorfendum til að hlæja.
Oftar en ekki hafa farsar goldið fyrir
þetta vissa afstöðuleysi og það sem
sumir vilja kannski kalla yfirborðs-
mennsku. En í sjálfu sér er varla
hægt að fetta fingur út í verk sem
kitlar hláturtaugarnar og fær áhorf-
endur til að ganga með bros á vör út
úr leikhúsinu.
Ferskur andblær
Leikfélag Akureyrar hefur nú hafið
sýningar á verkinu Fullkomið brúð-
kaup eftir Robin Hawdon í Borg-
arleikhúsinu. Verkið hefur fengið
feykilega góða aðsókn á Akureyri
í vetur og gefst nú Reykvíkingum
tækifæri til að sjá það.
Það má með sanni segja að Leikfé-
lag Akureyrar hafi blómstrað undir
forystu leikhússtjórans Magnúsar
Geirs Þórðarsonar en hann leik-
stýrir einmitt Fullkomnu brúðkaupi.
Það eru ungir leikarar sem spreyta
sig í nánast öllum hlutverkum sem
gefur því ferskan andblæ jafnvel þó
að verkið krefjist ekki endilega mik-
ils afþeim.
1 stuttu máli segir frá Bjarna,
leiknum af Guðjóni Karlssyni, sem
vaknar einn góðan veðurdag á hót-
elherbergi eftir ærlegt fyllerí og
uppgötvar að við hlið hans í rúminu
liggur ókunn kona. Þetta væri varla
í frásögur færandí nema að þennan
sama dag á Bjarni að ganga í hjóna-
band og í ofanálag á hann í miklum
erfiðleikum með að muna hvað átti
sér stað kvöldið áður.
Eins og við er að búast af góðum
farsa verða hlutirnir sífellt flóknari
og hver tilraun til að bjarga málum
leiðir til einhvers verra. Áður en
varir er allt komið upp í háaloft og
útlitið frekar dökkt fyrir Bjarna.
Samstilltur hópur
Líkt áður sagði eru hlutverkin í
verkinu ekki endilega til þess gerð
að krefjast einhvers mikils af leik-
urum. Þetta er mikill hamagangur
og lítil þörf á að þeir setji sig í ein-
hverjar djúpar stellingar. Persónur
eru einhæfar og má kannski segja
að þær bjóði ekki upp á mikið efnj
til að moða úr. Maríanna Clara Lút-
hersdóttir er góð í hlutverki herbergi-
þernunnar Nönnu og sama verður að
segja um Jóhannes H. Jóhannesson í
hlutverki hins kokkálaða Trausta.
Almennt virðast leikarar hafa góð
tök á sínum karakterum og augljóst
að hópurinn hefur á þeim tíma sem
sýningin hefur verið í gangi fyrir
norðan náð vel saman.
í heild býður sýningin upp á góða
kvöldskemmtun en skilur kannski
ekki mikið eftir þegar gengið er út
nema væri ögn léttari lund og við
það er ekkert að athuga.
hoskuldur@bladid. nei
Guðjón Davíð Karlsson og Alfrún Helga Örnólfsdóttir í hlutverkum sínum í verkinu Full-
komið brúðkaup.
Gallerí
Húnoghún
Myndverkamaðurinn „gjess“ hefur
opnað sýningu sína „fígúrur" í gall-
erí Húnoghún, Skólavörðustíg i7b.
,gjess“ er eitt af birtingarformum
Guðjóns Sigvaldasonar, leikstjóra.
Þetta er áttunda einkasýning
Guðjóns en hann hefur einnig tekið
þátt í nokkrum samsýningum og
hannað fjölmargar leikmyndir.
Guðjón vinnur myndverk sín í olíu-
pastel á dagblaðapappír, prentaðan
sem og óprentaðan, en verkin halda
áfram að þróast án hans aðstoðar
því dagblaðapappír eldist og gulnar
með tímanum, verður stökkur og
brothættur. Myndverkin eru í bland
teiknimyndastíll og naívismi.
Tímamótaverk um fiska
í ritröðinni Alfræði Vöku-Helga-
fells er komið út stórvirkið, íslenskir
fiskar. Höfundar eru Gunnar Jóns-
son og Jónbjörn Pálsson en mynd-
irnar tók Jón Baldur Hlíðberg.
Bókin opnar lesendum heim hafsins
umhverfis Island með aðgengilegum
og yfirgripsmiklum upplýsingum
sem settar eru fram á nútímalegan
og myndrænan hátt.
• Alfræðirit um fiska íslands skrifað
af virtum vísindamönnum á sviði
fiskifræði
• Myndir og greinagóðar upplýs-
ingar um 340 fiskategundir
fi
Itarleg umfjöllun um hverja fisk-
tegund, helstu útlitseinkenni, lit,
stærð, lífshætti, heimkynni og
nytjar
Nákvæm kort yfir útbreiðslu ís-
lenskra fisktegunda
Einstakt safn vatnslitamynda eftir
myndlistamanninn Jón Baldur
Hlíðberg
íslenskir fiskar er viðbót við ri-
tröðina Alfræði Vöku-Helgafells
en áður hafa komið út íslenskir
fuglar og íslensk spendýr.
Verk eftir kórfélaga
I kvöld, mánudaginn 15. maí kl.
20:00, mun sönghópurinn Hljóm-
eyki halda tónleika í Ymi við Skógar-
hlíð. Á tónleikunum verða eingöngu
flutt verk eftir tónskáld sem syngja
með kórnum. Tónskáldin eru: Elín
Gunnlaugsdóttir, Hildigunnur Rún-
arsdóttir, Hreiðar Ingi Þorsteinsson,
Óttar Sæmundsen, Rúna Esradóttir,
Skúli Hakim Mechiat og Þóra Mar-
teinsdóttir. AIls verða flutt níu verk
eftir þessi tónskáld á tónleikunum
og er um frumflutning að ræða á
sjö þeirra. Það er einkar óJíklegt að
fleiri tónskáld séu í nokkrum kór
á íslandi en hér hefur það eflaust
mikið að segja að Hljómeyki hefur
alla tíð lagt megináherslu á flutning
nýrra íslenskra verka. Stjórnandi
kórsins er Marteinn H. Friðriksson
og Örn Magnússon, píanóleikari,
leikur með kórnum í einu verki.
Hljómeyki var stofnað árið 1974.
Hópurinn starfaði fyrstu árin undir
stjórn Rutar L. Magnússon og flutti
þá aðallega veraldlega tónlist frá
ýmsum löndum. Árið 1986 var tekin
upp samvinna við Sumartónleika í
Skálholti og hefur kórinn síðan þá
lagt megináherslu á flutning nýrrar
íslenskrar tónlistar. í Skálholti hefur
Hljómeyki flutt ný verk eftir mörg
helstu tónskáld landsins. Hljómeyki
hefur einnig tekið þátt í óperuupp-
færslum og má þar nefna Dido og
Æneas eftir Purcell, útvarpsupptöku
af Orfeusi og Evridís eftir Gluck og
Orfeo eftir Monteverdi. Einnig tók
hluti úr hópnum þátt í uppfærslu ís-
lenska dansflokksins á Haust 2001.
Hljómeyki hefur gefið út fjóra geisla-
diska, með verkum eftir Hjálmar H.
Ragnarsson, Þorkel Sigurbjörnsson,
Báru Grímsdóttur og Jón Nordal, í
samvinnu við Mótettukór Hallgrf ms-
kirkju. Haustið 2004 söng hópurinn
með Sinfóníuhljómsveit Islands
og einsöngvurum verkið Voices of
Light eftir Richard Einhorn undir
sýningu myndar Carls Dreyers um
Jóhönnu af Örk.
Hljómeyki hefur frumflutt um
40 tónverk, innlend sem erlend. Kór-
inn var einn 13 kóra um víða veröld
sem pantaði og frumflutti verkið
Glory and the Dream eftir Richard
Rodney Bennett vorið 2001. Verkið
og flutningurinn hér á landi fengu
frábæra dóma.
SU DOKU talnaþrautir
Su Doku þrautin snýst um
að raða tölunum frá 1 -9
lárétt og lóðrétt í reitina,
þannig að hver tala komi
ekki nema einu sinni fyrir
í hverri línu, hvort sem er
lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu
má aukin heldur aðeins
nota einu sinni innan hvers
niu reita fylkis. Unnt er að
leysa þrautina út frá þeim
tölum, sem upp eru gefnar.
Gáta dagsins
9 2 8 6 3 1 4
6 4 9
2 7 8
5 3 4
2 9 6 5
1 4 9 2
5
7 8
6 9 2 4 7 1
BUDOKL SHDP"‘IS @6610015
Lausn sioustu gatu
2 3 8 5 4 9 7 6 1
7 5 4 8 6 1 2 9 3
9 1 6 7 2 3 4 5 8
4 2 7 6 5 8 3 1 9
8 6 3 9 1 7 5 4 2
1 9 5 4 3 2 6 8 7
5 7 2 1 9 4 8 3 6
3 4 1 2 8 6 9 7 5
6 8 9 3 7 5 1 2 4