blaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 22
MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 blaðió 30 I Öruggur heimasigur Alonso Heimsmeistarinn Fernando Alonso hafði algera yfirburði í kappakstrinum í Barcelona í gcer. Fernando Alonso fagnaði öruggum sigri á heimavelli í Barcelona í gær en hann hafði algera yfirburði í kappakstrinum frá upphafi til enda. Michael Schumacher, sem hafði unnið tvær síðustu keppnir, náði reyndar að saxa aðeins á forskot heimsmeistarans en sigurinn var þó aldrei í hættu og endaði Alonso 18 sekúndum á undan Schumacher. Liðsfélagi Alonson hjá Renault, Gi- ancarlo Fisichella, hafnaði í þriðja sæti. Yfir 130 þúsund áhorfendur voru á kappakstrinum og fögnuðu Al- onso sem þjóðhetju undir lokin. Á meðal áhorfenda var Jóhann Karl, Spánarkonungur, sem spjallaði við Alonso fyrir og eftir kappaksturinn og virtist manna ánægðastur með sigur landa síns. Um var að ræða þriðja sigur Alonso á tímabilinu og hefur hann nú 15 stiga forystu á Schumacher. Sætara en heimsmeistaratitillinn Alonso sagði að sigurinn hefði verið sætari en þegar hann vann heims- meistaratitilinn í Brasilíu í fyrra. ,Þetta var stórkostlegt. Að sigra fyrir framan fólkið mitt, mína stuðnings- menn, er held ég það besta sem ég hef upplifað á ferlinum," sagði Alonso, en þetta var 12. kappaksturinn í röð þar sem Alonso hafnar á verðlauna- palli. „Ég naut hvers einasta hrings í keppninni og þessi stund verður ógleymanleg. Ég tel að við höfum gert allt sem hægt var. Við vorum í einhverjum vafa fyrir keppnina um raunverulega stöðu okkar, aðallega gagnvart Ferrari, en það gekk allt Spánarkonungur fagnar Alonso. upp. Ég var á léttari bíl en Michael og nýtti það til að byggja upp for- skot,“ sagði Alonso. Það var annað hljóð í Michael Schumacher. „Mótshelgin byrjaði vel, en við misstum flugið í kapp- akstrinum og það verður að skoða af hverju það gerðist," sagði Schumac- her. „Bíllinn var einfaldlega ekki nógu góður og keppnisáætlun okkar hentaði ekki þessu móti, þó allt hafi gengið upp á Nurburgring. En það er ennþá mikið eftir. Stigin eru dýrmæt og ég tapaði bara tveimur stigum til Alonso, en hafði áður náð fjórum stigum. Þetta á eftir að skipt- ast á víxl í þeim mótum sem eftir eru,“ sagði Schumacher. Leikmenn Liverpool fögnuðu innilega eftir að Jose Reina hafði varið þrjár vítaspyrnur og þar með tryggt liðinu sigur. Auka skiptimann í framlengingu Rick Parry, stjórnarformaður Liverpool, vill að liðum verði heim- ilað að notafjórða skiptimann þegar leikirfara íframlengingu. Ballack til Chelsea í dag Chelsea hefur boðað til blaða- mannafundar í dag þar sem tilkynnt verður að þýski lands- liðsfyrirliðinn Michael Ballack sé genginn til liðs við félagið. Ballack, sem er 29 ára, fer frá Bayern Munchen á frjálsri sölu þar sem samningur hans við þýsku meistarana er útrunninn. Stjörnuframherjarnir Andriy Shevchenko og Samuel Eto’o hafa einnig verið orðaðir við Chelsea en liðið ætlar að fá þrjá nýja leik- menn fyrir næsta tímabil. Ballack, sem varð þrefaldur Þýskalands- og bikarmeistari á fjórum árum hjá Bayern Munc- hen, fékk óblíðar móttökur stuðn- ingsmanna liðsins í síðasta leik tímabilsins gegn Dortmund um helgina. Mikill fjöldi púaði stöð- ugt á fyrirliðann og þegar hann skoraði eitt af þremur mörkum liðsins fögnuðu honum fáir. Ballack sagði í viðtali við fjöl- miðla eftir leikinn að hann væri ósáttur við stjórn Bayern sem hefði egnt stuðningsmenn liðs- ins gegn honum eftir að hann sagðist vilja fara til Chelsea. Rick Parry, stjórnarformaður Li- verpool, segir að liðum ætti að vera kleift að nota fjórða skiptimann í leikjum sem fara í framlengingu. Þetta sagði hann eftir bikarúrslita- leik Liverpool og West Ham sem fram fór um helgina en leikurinn fór í vítaspyrnukeppni. í framienging- unni voru fjöimargir leikmenn illa þjáðir af krampa og Marlon Hare- wood, sóknarmaður West Ham, gat vart gengið sökum meiðsla. Bæði lið höfðu þá notað alla þrjá varamenn sína. „Það er vert að skoða það að leyfa liðum að nota fjórða skiptimann þegar leikir fara í framlengingu. Það myndi þýða að þetta snerist ekki eins mikið um heppni,“ sagði Parry. Áðurnefndur Harewood fékk ákjósanlegt marktækifæri á síðustu mínútu framlengingar, í stöðunni 3-3, en skot hans fór víðs fjarri markinu enda þurfti hann að beita meidda fætinum. „Aumingja Marlon Harewood átti frábæran leik, en í framlengingunni var hann ekkert nema farþegi. Þannig á náttúrulega ekki að útkljá stór- leiki," sagði Parry. Hann sagðist hins vegar með öllu mótfallinn því að úrslitaleikir sem enduðu með jafntefli yrðu leiknir á ný, eins og gert var áður í ensku bikarkeppninni. „Þegar ég horfa á dagatalið sé ég ekki hvernig það ætti að vera hægt. Vítaspyrnukeppnir eru taugatrekkjandi og maður vor- kennir alltaf þeim sem tapa þannig. En óneitanlega eru þær líka frábær skemmtun og mikið drama,“ sagði Parry. Skeytin inn Pascal Chimbonda, varn- armaður Wigan, kveðst vera hæst- ánægður með að hafaveriðvalinn í franska lands- liðshópinn en Raymond Dom- enech, landsliðs- þjálfari Frakk- lands, tilkynnti hópinn í gær. Chimbonda hefur aldrei verið viðloðandi franska landsliðið áður og þótti valið því koma verulega á óvart. Wigan keypti hann frá Bastia síðasta sumar fyrir 500 þúsund pund og hefur hann staðið sig frábær- lega á tímabilinu. Var hann m.a. valinn í úrvalslið deildarinnar, en nú hefur Chimbonda farið fram á að vera seldur til stærra liðs, stjóranum Paul Jewell til mikillar gremju. Pegar fjölmiðlar inntu Chimbonda eftir við- brögðum við valinu kvaðst hann vera í skýjunum, en notaði einnig tækifærið til að mæra Wigan og vildi með því eflaust létta þá miklu spennu sem ríkt hefur milli hans og fé- lagsins eftir að hann fór fram á að verða seldur. „Mig langar að þakka Paul Jewell og liðs- félögum mínum hjá Wigan fyrir alla hjálpina í vetur. Ég er mjög stoítur af því að leika fyrir Wigan. Ég hafði kost á því að fara í janúar en ég vildi vera áfram og hjálpa Wigan á fyrsta tímabili sínu i úrvalsdeildinni. Það borgaði sig svo sannarlega, bæði fyrir mig og félagið,“ sagði Chimbonda. Franski sóknarmaðurinn Nicolas Anelka, sem leikur með Fenerbache í Tyrklandi, var hins vegar ekki á meðal þeirra sem Domenech valdi í landsliðshópinn. Er þetta í þriðja skiptið sem horft er framhjá Anelka við val á franska landsliðshópnum fyrir HM. Anelka var lykilmaður í liði Arsenal sem vann tvennuna tímabilið 1997-1998 en komst ekki í gegnum niðurskurð úr 28 manna undirbúningshópi fyrir HM í Frakklandi 1998, sem gest- gjafarnir unnu sem kunnugt er. Árið 2002 ákvað Roger Lemerre, öllum að óvörum, að velja Dji- bril Cisse í stað Anelka fyrir HM í Suður-Kóreu og Japan. David Beckham ætlar sér að halda áfram að vera fyrirliði enska landsliðs- ins eftir heimsmeistaramótið í Þýskalandi, en er óviss hvort hann muni leika á HM 2010. Beckham, sem er 31 árs, hefur leikiðvelmeðReal Madrid á tíma- bilinu og segist sjaldan hafa verið í betra formi. „Ég veit ekki hvernig fæturnir á mér verða eftir fjögur ár og enn síður hvort landsliðs- þjálfarinn hefur áhuga á að fá mig þá,“ sagði Beckham um hvort hann yrði með á mótinu í Suður-Afríku 2010. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta gæti verið síðasta heimsmeistaramótið sem ég tek þátt í en það breytir engu um viðhorf mitt til leikjanna,“ sagði Beckham ennfremur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.