blaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 8
8IFRÉTTIR MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 blaftió Heimspeki friðar og manngæsku Dadi Janki hefur um áratuga skeið beitt sér fyrir friði í heiminum. Von er á henni hingað til lands. Indverska konan Dadi Janki er nú á leið hingað til lands í vikunni en hún er talin í hópi merkustu andlegra og trúarlegra leiðtoga heimsins. Hún hefur í tæpa sjö áratugi helgað líf sitt baráttu fyrir betri heimi og beitt sér mjög í þágu friðar og barnahjálpar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Fyrir vikið hefur hún verið tilefnd af Sameinuðu þjóðunum sem einn af tíu gæslumönnum vísdóms og þekkingar í heiminum. Hún heldur áfram að ferðast á milli landa þrátt fyrir háan aldur og má með sanni segja að koma hennar hingað til lands sé merkisviðburður. Hittirforseta íslands Dadi Janki fæddist á Indlandi árið 1916. Árið 1937, aðeins 21 árs að aldri, gekk hún til liðs við Brahma Kuma- ris-samtökin sem hafa það að mark- miði að berjast fyrir bættum heimi m.a. með hugleiðslu og jákvæðri hugsun. Segja má að hún sé einn af aðalstofnendum þessara samtaka sem nú teygja anga sína til 84 landa víðs vegar um heiminn, þar á meðal til íslands. Árið 1974 yfirgaf Dadi Indland og settist að á Englandi, nánar tiltekið í Lundúnum, þar sem hún hafði yfirumsjón með stofnun Brahma Kumaris-skóla þar í borg. Þar setti hún ennfremur upp miðstöð sína og frá Englandi hefur hún hjálpað fólki í yfir 129 löndum á siðastliðnum 32 árum. Það var svo árið 1990 sem framlag Dadi til heimsfriðar var sér- staklega viðurkennt af Sameinuðu þjóðunum þegar henni var boðið að verða einn af tíu gæslumönnum vís- dóms og þekkingar i heiminum. Þrátt fyrir háan aldur heldur Dadi áfram að ferðast um heiminn og boða frið og innri íhugun. Þann 18. maí næstkomandi er von á henni hingað til lands en þetta er í fyrsta skipti sem hún sækir ísland heim. Mun hún m.a. hitta forseta íslands að máli og halda fyrirlestur i Salnum í Kópavogi Boðarfrið Sigrún Olsen, forstöðumaður Lót- ushússins í Kópavogi, stendur fyrir komu Dadi Janki hingað til lands. Hún segir mikinn heiður af heim- sókn Dadi og segir íslendinga geta lært margt af heimspeki hennar. ,Hún heldur fyrirlestra um frið og innri frið og hvernig við eigum að hugleiða og snúa hugsunum okkar inn á við. Boðskapur hennar og kennsla snýst ekki um líkamlegar æfingar heldur einungis huglæga þætti. Fólk lærir að hugsa jákvætt og með hugleiðingum komast dýpra inn í sjálfan sig. Ég held að við íslend- ingar getum lært mikið af henni. Við gefum okkur of lítinn tíma til að slaka á og spyrja okkur þessara grundvalla spurninga um tilvist okkar og tilgang." Lítur á sig sem kennara Sigrún segir heimspeki Dadi eiga lítið sameiginlegt með trúar- brögðum og að Dadi sjálf líti á sig sem kennara frekar en leiðtoga. ,Hún er ekki tilbeðin sem slík. Hún er bara í Brahma Kumaris-skól- anum og hefur gengið lengst af þeim sem hann sækja. Hún er að þessu leyti fyrirmynd því hún hefur Sigrún Olsen, forstöðumaður Lótushússins í Kópavogi. Blatit/SleinarHugi gengið þann veg sem hún boðar. Það er fólk úr öllum trúarbrögðum sem sækir þennan skóla og því ekki hægt að segja að skólinn sé tengdur sérstaklega einum trúarbrögðum umfram önnur.“ Sigrún segir hugleiðslukerfi eiga mjög mikið erindi til samtímans því það hjálpi fólki að berjast gegn streitu sem fylgir gjarnan hvers- deginum. „Fólk sem leitar til Lótus- hússins hér í Kópavoginum kvartar gjarnan yfir áreiti og streitu í hinu daglega lífi. Það er margt í nútím- anum sem er streituvaldandi og fólk er misjafnlega í stakk búið til að takast á við hana. Bara það að gefa sér tíma á hverjum degi til að vera með sjálfum sér í frið og ró getur algerlega breytt líðan manns. Fólk fer allt öðruvísi í gegnum daginn ef það gefur sér reglulega nokkrar sek- úndur þar sem það bara stoppar og beitir hugleiðslu." Grunnnám á Indlandi Lótushúsið í Kópavogi er útibú Brahma Kumaris-skólans og hefur verið starfandi síðan árið 2000 en það var einmitt Dadi Janki sem hvatti til stofnun hans. Skólann stofn- aði Sigrún ásamt eiginmanni sínum eftir að þau bæði höfðu klárað grunn- f f f Dadi Janki nám í höfuðstöðvum Brahma Kuma- ris á Indlandi. „Dadi er minn aðal- kennari og ég hef hitt hana reglulega fjórum sinnum á ári síðastliðin níu ár. Hún hvatti okkur hjónin til að standa fyrir þessu starfi hér heima og má segja að hún hafi ýtt þessu úr vör á sínum tíma. Við hófum starfið árið 1997 en skólinn var síðan opn- aður formlega árið 2000“ I Lótushúsinu í Kópavogi gefst fólki tækifæri til að leggja stund á hugleiðslu og kynna sér helstu tækni hennar í anda Brahma Kuma- ris-skólans. Sigrún segir ekki mikið mál fyrir fólk að læra hugleiðslu- tæknina sjálfa en mesti tíminn fari í það að kunna nota hana rétt. „Það er hægt að kenna stafrófið en siðan verður hver og einn að læra að lesa. Hjá okkur er kennd mjög einföld að- ferð sem allir geta nýtt sér til að læra meira. Þetta er einfalt því það byggir á náttúrulegum þáttum en síðan er það undir hverjum og einum komið hversu mikið hann leggur stund á hugleiðsluna." Fyrirlestur Dadi Janki fer fram eins og áður sagði í Salnum í Kópa- vogi þann 19. maí næstkomandi klukkan 20. hoskuldur@bladid.net Upplýsingar og skróning ó netinu: www.ulfljotsvafn.is - Kassaklifur - &P5 ratleikir - Batasiglingar - Vatnaleikir - Frumbyggjastöi/r - Fyrir stráka og stelpur 8-1 2 ára - skipt í hópa eftir aldri Krassandi útilífsœvintýri - fjör og hópeflisandi! %% INNRITUN ER HAFIN - Opið virka daga kl. 10-16 - sími 550 9800 - sumarbudir@ulfljotsvatn.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.