blaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 18
26 I JÚRÓVISJÖN MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 blaöið Konur eru allar „nice" Kœrasti og umboðsmaður Silvíu Night segir að stórlistamenn eins og hún þurfi stöðugt að þola öfund annarra. Eins og flestir vita á Silvia Night suðrænan kærasta sem undanfarið hefur vakið mikla athygli ásamt stjörnunni. Sjálfur er hann dans- ari, fyrirsæta og tískuhönnuður en einnig athafnamaður og um- boðsmaður Silvíu. Á blaðamanna- fundum hér í Aþenu hefur hann oftar en ekki svarað spurningum fyrir dömuna og ef eitthvað fer úrskeiðis er það yfirleitt Romario sem tekur í taumana og ver sína konu. Það var til dæmis hann sem tilkynnti að ef einhver myndi voga sér að horfa í augun á henni á blaða- mannafundi síðastliðinn föstudag, þá yrði sama manneskja borin út og það varð úr. Ég hitti Romario á Hótel Divani Cara- vel, þar sem hann dvelur í forsetas- vítu ásamt Silvíu Night. Það var ekki auðvelt að nálgast hann og fá hann til að koma í viðtal en eftir mörg símtöl og langa bið, gaf hann sér að lokum korter til að spjalla við Blaðið. Hann kom of seint í viðtalið og tók aldrei niður sólgleraugun á meðan á því stóð. Pantaði sér litla kók og lagði ríka áherslu á að ég þyrfti að vera fljót þar sem hann væri mjög tímabundinn. Hvernig lýst þér á að vera kom- inn til Aþenu, Romario? ,Mér líður vel hérna, þetta er falleg borg og það er gott veður hér. Miklu betra en á íslandi. íslenskt veður er alger hryllingur... horrible. Grikkir eru gestrisnir og gott fólk og okkur Silvíu líður vel hérna í hitanum í Aþenu. Ég vil líka taka það fram að ég er mjög stoltur af því að fá að vera hluti af íslenska hópnum. Þetta er rosalega góður hópur og hæfileika- ríkt fólk sem er að taka þátt í þessu með okkur.“ Hvað finnst þér um uslann sem Silvía er búin að valda? Það kemur örlítið fát á Romario og hann lætur eins og hann átti sig ekki á þvi hvað verið er að spyrja um en svo svarar hann, alvarlegur í bragði. „Fólk er alltaf að reyna að halda aftur af listamönnum. Þetta er vel þekkt. Silvía er stærri en lífið sjálft og henni er ekki ætluð nein meðalmennska. Silvíu líkar ekki svona athygli. Fólk er að reyna að koma okkur úr keppn- inni af því hæfileikar hennar eru svo af guðs náð. Hún er guðleg vera sem stenst engan samanburð við venjulegt fólk. Það er dæmigert af fólki eins og Svíum, Bretum og Grikkjum að reyna að skemma þetta. En við erum samt að verða vön svona löguðu. Þetta gerðist líka þegar við vorum í Tókío, þetta gerðist þegar við vorum að ferð- ast í Evrópu og þetta gerðist á íslandi. Þetta er bara öfund og eitthvað sem listamenn af hennar kalíber þurfa að glíma við. Sjáðu til dæmis Madonnu og aðra vini Silviu...“ Hvað œtlarðu að gera þegar hún vinnur? „Þá tekur við mikið samninga- ferli við öll plötufyrirtækin sem hafa óskað eftir fundum við mig og stjörnuna.“ Þið hljótiðþá að vera tilbúin með plötu? Það kemur fát á Romario og svo tekur við stutt kennslustund þar sem hann segir mér frá tónlistarbrans- anum og leggur áherslu á að í raun sé bransinn þannig að tónlistin skipti þar minnstu máli. Svo rekur hann á eftir mér að fara að klára viðtalið, ít- rekar hvað hann sé tímabundinn og segir mig hrokafulla að vera ekki með betri spurningar. Ég ákveð að reyna að snúa athyglinni að honum sjálfum en hann virðist ekki vera tilbúinn að gefa mikið upp um sjálfan sig og for- tíð sína. Þú hefur þetta suðræna útlit og segist líða vel hérna, ertu kannski ættaður hér frá Miðjarðarhafslöndunum? „Finnst þér ég virka eins og ég sé frá Miðjarðarhafslöndum.. .hahahah... Nei, ég er frá Argentínu, Buenos Aires í Argentínu í Suður-Ameríku, en ég ferðast mikið.“ Svo skiptir hann um umræðuefni. „Af hverju brosirðu ekki meira? Konur eiga að brosa. Það er fallegt þegar konur brosa... sjáðu, þegar þú brosir þá horfa allir hingað. Svona á þetta að vera. Þetta líkar mér. I like this...!“ Hvar hittust þið Silvía fyrst. Hvernig kynntust þið? , „Ég man það ekki, kannski London, kannski París eða Milano. Ég var að vinna einhvers staðar. Ég vinn víða um Evrópu, eða...ég vann mikið um Evrópu allt þar til ég fór til Islands, Is- landia. En mér finnst samt kalt þar og ess vegna kann ég betur við mig hér. g verð samt að segja að mér finnast íslenskar konur fallegar.“ Hvernig eru þær frábrugðnar öðrum konum semþú hefur kynnst áferðum þínum um heiminn? „Þær eru ekkert frábrugðnar öðrum konum. Konur eru allar eins. Nice. Konur eru nice. En núna verð ég að fara. Við erum að fara að æfa atriðið og ég þarf að skipta um föt. Svo er ég búinn með kókið mitt. Finished!“ Og með þeim orðum rauk Romario í burtu. Það er spurning hvað Silvía sér við hann... margret@bladid. net 20lögog 20 karókí útgáfur. Geisladiskur með iögunum úr Latahæ er kominn í verslanir. '»> t>n Otoalur >»u»n

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.