blaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 1
Flugvöllinn V ^ J W/Œ&fU 0-r áfram í Vatnsmýrinni. ■\W> www.xf.is www.f-listinn.is Sumarið er tíminn 10 ára ábyrgð Þakmálun Húsamálun beitaðu tiiboða í síma: 844-1011 eða á www.thakmalun.is Sérblað um ttsku íylgir Blaðinu ídag SlÐUR 17-24 Frjálst, óháð & ókeypis! Metfjöldi hjá Silvíu Blaðamannafundar Silvíu „Night" í Aþenu í gær var beðið með mikilli eftirvæntingu. Uppá- tæki dívunnar virðast hafa vakið verðskuldaða athygli ytra því metfjöldi blaðamanna mætti á fundinn, þar sem hún var klöppuð upp af fjölmiðlafólkinu á staðnum. Silvía hefur sent bréf til fjöl- margra sjónvarpsstöðva víðs vegar í Evrópu þar sem hún rekur - ranglega - ættir sínar til viðkomandi lands. Þegar Silvía var spurð út í þetta á fundinum svaraði hún einungis með hæðnis- fullu muldri. Margrét Hugrún Gústavsdóttir fylgir stjörn- unni og fylgi- liði hennar í Aþenu- borg. SfÐUR 26 OG 28 Tryggt vegna „fótboltaveiki“ Hollenskt tryggingafyrirtæki býður nú atvinnurekendum að tryggja sig gagnvart mikilli fjölgun veikindadaga í næsta mánuði þegar heimsmeistara- keppnin í knattspyrnu fer fram í Þýskalandi. Þegar Evrópukeppnin í knatt- spyrnu fór fram í Portúgal árið 2004 fjölgaði þeim Hollend- ingum um 20% sem tilkynntu sig veika og þar með ófæra um að mæta til vinnu. Undarlegt þótti að fjölgun þessi varð ein- ungis á leikdögum hollenska landsliðsins. BIM/FMi Félagar I víkingafélaginu Hringhorna reyndu með sér í ýmsum fornum leikjum í miðbæ Reykjavíkur í gær. Tilefnið var opnun landnámssýningarinnar á horni Aðalstrætis og Túngötu. Hér má sjá nokkra kappa í eyrnatogi sem mun hafa verið vinsæll leikur fyrr á tlð. „Upplogin þvæla eins og allt sem frá honum kemur" Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir ekkert hæft í því að hann hafi brotið vanhæfisreglur stjórnsýslulaga í Gustsmálinu svo- kallaða. Hann þvertekur fyrir að með aðkomu sinni að málinu sé það ónýtt og jafnvel ólöglegt eins og Flosi Eiríksson, oddviti Samfylk- ingarinnar, lét liggja að í grein í Morgunblaðinu. Fjárfestingafélagið KGR ehf. hefur síðustu mánuði keypt upp hesthús á svæði Gusts og á það nú um 40% húsanna. Þessi uppkaup sköpuðu titring innan félagsins og á dögunum var undirrituð viljayfirlýs- ing af hálfu bæjarstjórnar sem gerir ráð fyrir því að bærinn gangi inn í samninginn og kaupi húsin aftur af KGR. Ennfremur er gert ráð fyrir því að bærinn kaupi öll þau hús sem eftir eru og reisi nýja aðstöðu fyrir hestamannafélagið á Kjóavöllum. Samfylkingin hefur gagnrýnt málið harðlega og segir hún að með samn- ingnum sé verið að verðlauna „upp- kaupsmennina" svokölluðu með því að greiða þeim 1,1 milljarð fyrir sinn hlut í svæðinu. Gunnar Birgis- son telst vanhæfur í málinu vegna þess að eiginkona hans á hlut í einu hesthúsi á svæðinu. „Maður ansar ekki svona dellu,“ segir Gunnar Birgisson um vanga- veltur um óeðlilega aðkomu hans að málinu. „Þetta er bara upplogin þvæla eins og allt sem kemur frá þessum manni.“ Flosi er í grein sinni að svara Gunnsteini Sigurðssyni, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann greindi frá því að forsvarsmenn Gusts hafi átt marga fundi með bæjarstjóra og fleirum vegna fyrirhugaðra breytinga á starfsemi félagsins og flutning þess á Kjóavelli. Flosi segir þessar upp- lýsingar Gunnsteins benda til þess að allt málið sé ónýtt og jafnvel ólöglegt. Oddvitar sátu í nefndinni Gunnar Birgisson segir að hið rétta í málinu sé það að hinn 13. mars hafi verið gerður samningur um flutning á Gusti upp á Kjóavelli. „Og auðvitað tók ég þátt í öllum þeim fundum.“ Síðan gerist ekkert í málinu að sögn Gunnars fyrr en kemur bréf frá hestamannafélag- inu inn í bæjarráð þar sem eftir því er óskað að bærinn komi með þeim inn í kaupin á húsum KGR. „Þá er komið á laggirnar nefnd um málið sem í sitja allir oddvitar flokk- anna. Síðan vinnst málið í nefnd- inni og eigum við tvo fundi með Gustsmönnum.“ Oddviti Samfylkingarinnar vitnar í grein sinni í svar sem barst frá fé- lagsmálaráðuneytinu um vanhæfi sveitarstjórnarmanna. 1 svarinu segir að sveitarstjórnarmaður sem telst vanhæfur til meðferðar og af- greiðslu máls sé einnig vanhæfur við undirbúning og úrvinnslu þess sama máls. Gunnar segist hins vegar ekkert hafa komið að undirbúningi eða úrvinnslu máls- ins. „Mín eina aðkoma var þegar erindi Gusts var vísað til oddvita flokkanna. Ég vék af fundi þegar uppkaupstillögur komu frá oddvit- unum,“ segir Gunnar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.