blaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 16
Hlil Önnur bókin í bókaflokknum „Við ræktum" er komin út. Tryggðu þér eintak í næstu bókabúð eða í óskrift í síma 586 8005. Sumarhúsift og goröurinn Sumarhúsið og garðurinn ehf, Siðumúla 15,108 Reykjavík, www.rit.is ÁburöoruerRsmiöjon Er garðurinn þinn áburðarþurfi? s h ■ m ■ wi mi ■ Útvegum fyrsta flokks húsbíla og hjólhýsi af öllum stœrdum og árgerdum 16 I GiiRÐilR MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 blaöiö Garðskálinn nýtist vel til veisluhalda Glatt á hjalla f afmæli sem haldið var í garðskálanum. Helga Steingrímsfrá Garðheimum gefur góð ráð Harðgerar hengiplöntur Margir eru með garðskála við hús sín og má segja að þeir séu millistig á milli stofu og garðs. Sumarið á íslandi er ekki alltaf eins en með garðskálum má nýta kosti garðsins án þess að vera úti í kuldanum. Það er eflaust misjafnt hvernig fólk nýtir garðskála sína og víst er að þá er hægt að nýta á ýmsan hátt. Á íslandi er sjaldnast svo hlýtt að hægt sé að borða grillmatinn úti þegar kvölda tekur og þá getur verið notalegt að borða hann í garðskálanum sem veitir hálf- gerða útistemmningu. Lára Elísdóttir býr á Egilsstöðum og byggði hús sitt ásamt eigin- manni sínum fyrir 17 árum. Þegar húsið var byggt setti hún fram ósk um útskotsglugga. Lára segir að endirinn hafi orðið sá að um 12 fm garðskáli var teiknaður við húsið og er hægt að ganga beint inn í hann að utan og úr stofu. „Það er ekki gler í þakinu á garðskálanum sem eykur notagildi skálans því það verður ekki eins heitt í sól og annars yrði. Upphaflega sá ég fyrir mér ræktun matjurta og rósa í garð- skálanum og byrjaði þá ræktun en síðan sá ég að slíkar plöntur þurfa mikla umhirðu og gafst því upp á þeirri ræktun. Þegar rósirnar fengu lús ákvað ég að henda þeim frekar en að eitra fyrir þeim enda var ég með unga krakka á þessum tima og leið ekki vel með að eitra innandyra.“ Lára segir að þrátt fyrir að draumar um ræktun hafi ekki ræst nýtist garðskálinn í afmælum og öðrum uppákomum þegar gesti ber að garði. „Yfir veturinn er ekki jafn heitt í garðskálanum og ann- ars staðar i húsinu og nýtist hann því vel sem geymsla fyrir ýmis matvæli eins og t.d. jólakökurnar en í garðskálanum er aðeins gólf- hiti.“ Lára segir að vissulega lengi garðskálinn sumarið og hægt er að njóta þess að sitja í honum. „Ég nota garðskálann líka fyrir hluti sem mér finnst ekki passa sem stofustáss en er samt gaman að hafa uppi eins og gamalt koffort óg fótstigna saumavél." hugrun@bladid.net Nú er sumarið senn að koma, alla vega í hugum flestra. Við vonum að næturfrost og kuldi sé fjarlægur okkur og upp streymi hlýindi og aðstæður til að planta sumarblóm- unum, sem við annað hvort erum sjálf búin að rækta eða kaupa í næstu gróðrarstöð. Ýmsar tegundir eru í boði, misharðgerar, en öll viljum við að sumarblómin okkar endist sem allra lengst fram á haust. Það er alltaf skemmtilegt að geta haft fallegar hengiplöntur við inn- ganginn hjá okkur eða úti í garði. Þá skiptir máli að þær standist vel íslenska veðráttu og nái að dafna í gróskumiklar plöntur þegar Hða tekur á haustið. Falleg Snædrífa Ein af harðgerustu hengiplöntunum er Snædrífa, „Sutera cordata“, mjög fínleg og falleg planta sem blómstrar langt fram á haust. Hún er ýmist með hvít, fjólublá eða bleik einföld blóm og hentar jafnt í hengipotta sem ker. Bleiki liturinn er nýkom- inn í ræktun og á hann örugglega eftir að falla vel í hið litskrúðuga safn sumarblómanna. Snædrífan blómstrar best sólarmegin en lifir samt mjög vel í hálfskugga, er ein- staklega vindþolin og lætur íslenska veðráttu lítið á sig fá. Ekki er hægt að taka fræ af þessari plöntu til rækt- unar, hún er einungis ræktuð upp af græðlingum. Önnur harðger hengiplanta sem ég vil nefna heitir Þúsund bjöllu blóm, .Million bells“, einnig ræktuð upp af græðlingum. Þúsund bjöllu blóm er mjög lífleg og skemmtileg planta sem breiðir vel úr sér í keri eða hengi- potti. Hún er ræktuð í nokkrum litum, fjólubláum, appelsínugulum og bleikum. Það er svipað með hana og Snædrífuna, hún er vindþolin, blómviljug, langlíf og blómstrar vel fram á haustið. Hún þolir hálf- skugga, þó hún blómstri alltaf betur í sól. Það er alltaf gott að gefa góða næringu með plöntunum, það eykur blómgun töluvert. Vatnskristallar halda raka í pottum Það er vinsælt að planta þessum tveimur tegundum með sýprus, eini eða einhverjum öðrum skraut- runna í ker eða hafa þær stakar í hengipotti. Hér verður maður að láta hugmyndaflugið njóta sín og þá er um óteljandi hugmyndir að ræða. Ef plöntur eru settar i hengipotta er nauðsynlegt að nota svokallaða vatnakristalla, „Watering Crystals Moisture Plus“. Þetta eru hvítir kristallar sem maður blandar í litlu magni við moldina og vökvar svo vel yfir. Þá verða þeir að litlum gel- kúlum og eru mjög sniðugir og hent- ugir til að halda sem mestum raka í pottinum. Plöntur i hengipottum þorna tvímælaust mun meira en plöntur í kerjum eða beðum. Einnig hefur þessi notkun komið sér vel ef fólk bregður sér i frí í stuttan tíma. Kristalarnir halda rakanum í u.þ.b. eina viku í senn. beint frá Evrópu. AIU eftir þínum óskum endurnýja húsbílinn? Verð frá 5.990.000,- Verð frá 1.550.000.- Verð frá 4.4500.000.- Gott v&rð - pottþétt þjónustci Opnunartími: Mún-fös.kl. 10-18 | Lau.&sun.kl. 12-16 iichi a TomTychsen Skútuhraun 2 220 Hafnarhrdi Sími 517 93501 Gsm 821 9350 Fax 517 9351 tom@husbilagalleri.is galierí ■ www.husbilagalleri.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.