blaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 30
38 I FÓLK MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 blaðið OFRÍKI FJÖL- SKYLDUFÓLKS Smáborgarinn er sérstakur áhugamaður um íslenska pólitík og fylgist með henni af gríðar miklum áhuga. Ástæðan er meðal annars að hann vill fyrir alla muni verða vitni að næstu vitleysu stjórnmála- manna - sjá í hvaða gæluverkefni þeir setja milljarða króna eða hvaða vini sfnum þeir troða í opinbert embætti. Þegar stórir eða litlir „skandalar" eru gerðir opinberir í fjölmiðlum landsins flýtir Smáborgarinn sér í næsta heita pott borgarinnar. Þar opinberar hann gríðarlega viðamikla þekk- ingu sína á málefnum líðandistundarfyrir öðrum pottverjum, hvort sem þeir hafa áhuga á að hlusta eða ekki, og skeggræð- ir nýjustu tíðindi. Þessar einstöku stundir eru þær bestu og skemmtilegustu í annars fábreyttu lífi hans. Börnin kosta stórfé Málið er að Smáborgarinn er piparkarl á miðjum aldri og skoðanir hans mótast mjög af þeirri staðreynd. Um þessar mund- irfylgist hann með borgarstjórnarkosning- unum i Reykjavík og áhyggjur hans aukast stöðugt. Flokkarnir í borginni hafa nefni- lega allir kynnt stefnu sína sem á misalvar- legan hátt valda svefnleysi Smáborgarans. Allir flokkar leggja gríðarlega áherslu á fjölskyldumál í stefnuskrá sinni. Fram- sóknarflokkur vill greiða barnafólki tugi þúsunda á mánuði (eingreiðslur og senda út frístundaávísanir til að greiða fyrir tólist- arnám ormanna. Sjálfstæðisflokkurinn vill fjölga „gæðastundum" fjölskyldunnar hvað sem það nú þýðir. Smáborgarinn veit fyrir vissu hver á síðan að greiða fyrir her- legheitin, sem að sjálfsögðu kosta stórfé, — hann sjálfur. . Kommon Smáborgarinn er á þeirri skoðun að eng- inn kjósi að veikjast - og efslíkt gerist eigi samfélagið að koma til aðstoðar. Sama má segja um það ef einhver missir vinnuna - óskemmtilegt hlutskipti sem nauðsyn- legt er að hjálpa fólki í gegnum. Börn velja ekki sjálf að komast í heiminn - og eiga því skýran og sjálfsagðan rétt á að ganga í skóla og njóta fræðslu. Fólk tekur hins vegar ákvörðun um hvort það eignist barn eða ekki - og ef það gerist óvart - þá er hreinlega ekki við neinn annan að sakast en foreldrana sjálfa. Nú er Smáborgarinn búinn að uppgötva að þrátt fyrir að hafa passað sig f gegnum tíðina og ákveðið að vera barnlaus þarf hann með skattfé sínu að greiða fyrir tón- listarnám gríslingsins í næsta húsi og fleiri „gæðastundir" hjónanna og þriggja barna þeirra hæðinni fyrir ofan. Kommon! HVAÐ FINNST ÞÉR? BlaÖiÖ/SteinarHugi Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Stefnið þið á 90%? „Eigum við ekki að segja að þetta sé bara orðið nokkuð gott.“ Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ hafa mælst meö yfirburðafylgi í skoðanakönnunum upp á síðkastið. Samkvæmt nýjustu Gallup-könnun fengi flokkurinn 71 % atkvæða í komandi kosningum. Hálshnykkir og slagœðarkeyrsla Á föstudaginn voru rokktónleikar í Hinu húsinu þar sem böndin Bones Brigadefrá Bandaríkjunum, I adapt, Fighting shit ogMorð- ingjarnir stigu á stokk. Keyrslan var ífyrirrúmi í Hinu húsinu og eflaust hafa margir vaknað með hálsríg daginn eftir. BlalMrikki Gza og Dj Muggs munu heiðra fslendinga með nærveru sinni. Gza og Dj Muggs á leiðinni til íslands Gza og Dj Muggs hafa tilkynnt komu sína hingað til lands mið- vikudaginn 31. maí næstkomandi til að spila á 5 ára afmæli Kronik Entertainment á Gauknum. Gza og Dj Muggs eru án vafa með þekkt- ari nöfnum innan tónlistargeirans og hafa báðir selt milljónir platna, GZA undir sínu eigin nafni og Wu Tang Clan og Dj Muggs sem aðal taktsmiður og plötsnúður Cypress Hill. Báðar þessar hljómsveitir áttu þátt í þeirri miklu uppsveiflu hip- hopsins sem varð um miðjan 10. ára- tuginn. Nýlega gáfu þeir út plötuna Grandmasters sem var án efa ein af plötum ársins 2005 en hún þykir minna mjög á gullaldarár Wu Tang Clan og Cypress Hill. HEYRST HEFUR... Björn Bjarnason, borgar- fulltrúi og dómsmálaráð- herra, skrifar mikla ádrepu á vef sínum ( w w w . bjorn.is) um kosn- ingabar- áttuna og umfjöllun fjölmiðla um hana. Hann mót- mælir þar umkvörtunum fjölmiðlunga undan því að baráttan sé dauf- leg og segir það nokkuð undir fjölmiðlum sjálfum komið. Og svo blæs hann til sóknar og bendir fjölmiðlum á allnokk- ur dæmi, þar sem þeir virðast ekki hafa sinnt hlutverki sínu með fullnægjandi hætti og lát- ið reykvíska pólitíkusa komast upp með misvísandi yfirlýsing- ar, tvískinnung og beinar rang- færslur. Það væri kannski ráð að fá Björn í blaðamennskuna aftur... Mikil spenna og eftirvænt- ing ríkir um það hvernig Silvíu Nótt reiðir af í Söngva- keppni e v r - ópskra s j ó n - va r p s- stöðva, ekki síst ve g n a hinnar deilunn- ar um það hvað dívan megi syngja og hvað ekki fyrir viðkvæm eyru siðprúðra og sanntrúaðra Evr- ópubúa. Á Prikinu segja menn að þetta sé allt saman stórfelld ráðagerð Gauks Úlfarssonar, Svengalís Silvíu Nóttar. Hann vilji að lagið verði dæmt úr leik fyrir munnsöfnuð, en þannig geti Evrópubúar ekki fellt lag- ið úr leik með einföldum hætti um leið og frægð Silvíu Nótt- ar sem bönnuð- ustu söng- drottn- i n g u Evrópu e n n aukist... M e n n þykjast sjá nýjan tíma runninn upp í menntamálum, því blöðin eru uppfull af auglýsingum frá stóru háskólunum tveim- ur, sem einkum keppast við að sannfæra upprennandi laga- nema um ágæti sitt. Þykir það til marks um breytta háttu hjá Háskóla íslands undir stjórn Kristínar Ingóifsdóttur, há- skólarektors, en um leið telja menn hilla undir frekari mark- aðsátök í menntageiranum með auknu vægi námsgjalda hverju nafni sem nefnast... Ellert B. Schram ritar grein í Fréttablaðið á laugardag, ágæta yfirlestrar. Athygli vek- ur þá að í átta orða fyrirsögn k e m u r orðið „ég“ fyrirtvisv- ar sinn- um eða í fjórðungi hennar. Sumum finnst það kannski mikið en Ellert er samt að taka sig á. Síðasta grein hans var aðeins með fjögurra orða fyrirsögn, en samt voru tvö orðanna líka „ég“, eða helmingur... Við gleymdum nestinu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.