blaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 6
MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 blaöiö 6 I FR Túnfiskur ber vers úr Kórani Túnfiskur sem veiddur var í Ind- landshafi í liðinni viku hefur vakið gríðarlegan áhuga á meðal múslima í Kenýa. Hefur fjöldi þeirra lagt á sig umtalsvert ferðalag til að skoða fisk- inn til að fá lesið vers úr Kóraninum sem mun vera greypt í roð hans. hans. Fiskurinn, sem er 2,5 kíló að þyngd, gengur undir nafninu ,undrafiskurinn“. Þykir þessi fundur svo merkilegur að fiskurinn er nú í vörslu sjávarútvegsráðuneytisins í Kenýa. Fiskurinn virðist í engu greina sig frá félögum sinum en fisksal- inn Omar Mohammed Awah tók eftir því þegar hann meðhöndlaði gripinn að arabískur texti sýndist vera greyptur í roðið nærri sporð- inum. Arabískir fræðimenn hafa skoðað fiskinn og komist að þeirri niðurstöðu að nærri sporði hans sé að finna vers úr Kóraninum á arabísku: „Guð er mestur allra þe- irra sem gefa“. Hefur ráð arabískra fræðimanna í Kenýa staðfest þessa niðurstöðu. I marsmánuði fundust tveir fiskar í gæludýraverslun einni í Liverpool á Bretlandi og var haft fyrir satt að nöfnin Múhameð og Allah væru greyptíroð þeirra. VÍKURVAGNAKERRURNAR þessar sterku Allar gerðir a! kerrum Allir hlutir til kerrusmíöa Vikurvagnar ehf • Dvergshöföa 27 ^SÍmi 577 1090 • www.vikurvagnar.is J Um 26 þúsund Reykvíkingar hafa ekki aögang að heimilislækni Framsóknarmenn í Reykjavík vilja að borgin taki yfir rekstur heilsugæslunnar og gera þjón- ustusamninga við lækna. Með því verði tryggt að allir íbúar njóti viðunandi þjónustu. Marsibil J. Sæmundsdóttir segir frístundakort til barna og unglinga á aldrinum 5 til 18 ára mjög mikilvægt stefnumál Framsóknarflokksins. Baráttan um sæti í borgarstjórn Reykjavíkur á næsta kjörtímabili stendur nú sem hæst. Þrátt fyrir að fylgi Framsóknarflokksins í Reykja- vík samkvæmt skoðanakönnunum dugi ekki til að koma að manni er Marsibil J. Sæmundsdóttir, sem skipar þriðja sæti á lista framsókn- armanna í Reykjavík, bjartsýn á baráttuna. „Við finnum mikinn meðbyr og okkur er vel tekið hvert sem við förum. Ég held að fólk sé almennt ánægt með baráttu okkar og finn- ist við hafa verið mest áberandi af flokkunum hér í borginni,“ segir Marsibil. Innan um fjölmörg málefni á stefnuskrá flokksins er að finna nokkur sem vekja spurningar. Meðal þess er áhersla á að allir borgarbúar hafi aðgang að heimilislækni. „f dag má áætla að miðað við fjölda heimilislækna í borginni séu um 26 þúsund borgarbúar ekki skráðir hjá heimilislækni. Þessu þarf að breyta. Við viljum að borgin taki yfir rekstur heilsugæslunnar, sem og t.d. málefni aldraðra. Við viljum í kjölfar þessa gera þjónustusamn- inga við lækna um að sinna þessari þjónustu. Með því teljum við að þessi svokallaða nærþjónusta við íbúa borgarinnar verði best tryggð,“ segir Marsibil. Aðspurð um hvort að með þessu sé ekki verið að gagnrýna störf flokksfélaga hennar sem stýrt hafa heilbrigðisráðuneytinu siðustu kjör- tímabil segir Marsibil að svo sé ekki. „Við vitum að það er gott fólk í ráðu- neytunum sem vill leysa þennan vanda ekki síður en við. Málið er flókið og það eru allir af vilja gerðir til að Ieysa vandann." Ákvörðun á næsta kjörtímabili Skipulagsmál hafa verið áberandi í kosningabaráttunni. Tekist hefur verið á um framtíð Reykjavíkur- flugvallar, samgöngumál, lóða- mál og fleira. Framsóknarmenn segjast hafa skýra stefnu í þessum málaflokki. „Það er alger eining innan borgars- tjónarlistans um að Reykjavikurflug- völl eigi að flytja á Löngusker. Með því losum við land sem er 40 til 60 milljarða króna virði. Flutningur vallarins á Löngusker kostar um 20 milljarða. Ég veit ekki hvort við náum að flytja flugvöllinn á næsta kjörtímabili, en við stefnum á að ákvörðun um flutninginn verði að baki þegar kjörtímabilinu lýkur. Við viljum ekki að það verði tekin önnur 35 ár i að takast á um staðsetningu vallarins." Fleiri skipulagsmál eru sett fram, meðal annars að valin verði svo- kölluð ytri leið Sundabrautar, sem verði fjórar akreinar í botngöngum. Einnig er sett fram hugmynd um að Miklabraut verði lögð undir Kringlu- mýrarbraut og þannig losni borgar- búar við ein hættulegustu gatnamót landsins. Ennfremur að aðgengi að Vatnsmýrinni verði tryggt með Öskjuhlíðargöngum. En er rými til að fara í allar þessar framkvæmdir á næsta kjörtímabili? „Við erum að tala um að fara í þessar framkvæmdir á ábyrgan hátt. Við teljum að nú sé um verð- bólguskot að ræða og ástandið muni batna hratt á næstunni. Ef það þarf hins vegar að forgangsraða þessum verkefnum þá munum við gera það.“ Svigrúm til að fara í ýmis verkefni Mikið hefur verið talað um fjöl- skylduna í kosningabaráttunni og þar eru framsóknarmenn engin undantekning. „Við leggjum mikið upp úr fjöl- skyldumálunum. Þar er eitt mál sem er skýrt og afgerandi sem er 40 þúsund króna frístundakort sem við viljum að öll börn á aldrinum 5 til 18 ára fái. Foreldrar geti notað þessa fjárhæð til að greiða fyrir tóm- stundir barna sinna, tónlistarnám eða annað listnám. Þetta er að okkar mati mjög mikilvægt mál. Við viljum ennfremur að foreldrar 9 til 18 mánaða gamalla barna fái 50 þúsund króna eingreiðslu á mánuði. Þetta er hugsað sem tímabundin lausn á vanda foreldra þessara barna sem oft á tíðum finna ekki dagfor- eldri. í framhaldi viljum við berjast fyrir því að foreldraorlof verði lengt í 12 mánuði og að börn komist inn á leikskóla 12 mánaða," segir Marsibil. En hvernig hyggst flokkurinn greiða fyrir allt þetta? „Margt af þessu er gert í samstarfi við aðra. Það eru líka hlutir þarna sem færa borginni tekjur, til dæmis þær lóðaúthlutanir sem við höfum lagt drög að. Það er alltaf þannig að á hverju kjörtímabili er ákveðið svigrúm til að fara í ákveðnar fram- kvæmdir og verkefni - og við teljum okkur gefa kjósendum skýr svör um það sem við viljum leggja út í.“ Harðviðarpallaefni, Massaranduba 25 x 145 mm, lengd: 215 - 430 sm HARÐVIÐARVAL -þegar þú kaupir gólfefni Krókhálsi 4 • 110 Reykjavík • Sími 567 1010 • www.parket.is Ósammála um aðferðir Borgarstjóri vill myndavélar í borginni til að draga úr hraðakstri. Varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir þetta sýndarlausn. Setja á upp sérstakar hraðamynda- vélar á helstu hraðakstursstöðum í borginni samkvæmt tillögu Stein- unnar Valdísar Óskarsdóttur, borg- arstjóra. Markmiðið er að draga úr lögbrotum og auka öryggi vegfar- enda. Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi, kallar þetta sýndarlausn á vanda sem þarf að taka miklu fastar á. Hann kennir skipulagsleysi R-listans í umferð- armálum um vaxandi vandamál í umferðinni. Eftirlit sem virkar Samkvæmt tillögu Steinunnar Vald- ísar Óskarsdóttur, borgarstjóra, verður leitað samstarfs við lögregl- una og ríkisvaldið um að koma upp föstum hraðamyndavélum á helstu hraðakstursstöðum í borg- inni. Tillagan var samþykkt á fundi borgarráðs síðastliðinn fimmtudag en markmiðið er að draga úr lög- brotum og auka öryggi vegfarenda. Að sögn Steinunnar er hraðakstur vaxandi vandamál í borginni. „Það er verið að taka menn ítrekað, allt upp í ellefu sinnum á 150 km hraða inni í borginni. Þetta er stórhættu- legt og það eina sem þýðir í þessu er að beita sektum.“ Hraðamyndavélar hafa gefið góða raun erlendis að sögn borgarstjóra. Steinunn segir hraðamyndavélar af þessu tagi hafa gefið góða raun er- lendis og því sé vert að skoða þessa leið gaumgæfilega. „Þetta er fyrst og fremst eftirlit sem virkar. Erlendis hefur svona kerfi gefið mjög góða raun. Fyrir mér er þetta spurning um að menn komist ekki upp með það að haga sér svona og stefna lífi og limum annarra í hættu.“ Einkennileg forgangsröðun Gísli Marteinn Baldursson, varaborg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir hugmyndirborgarstjóravera sýndar- lausn á vanda sem að hans mati þarf að taka miklu fastar á. Hann kennir skipulagsleysi R-listans í umferðar- málurn um vaxandi vandamál í um- ferðinni. „Afrekaskrá R-listans í um- ferðarmálum er ekki mjög glæsileg. Það er aukning i árekstrum á götum borgarinnar með tilheyrandi líkam- legu og eignarlegu tjóni. Vandamál- unum hefur verið leyft að hlaðast upp og lítið verið aðhafst til að leysa þau. Það hefur nákvæmlega ekkert gerst í umferðarmálum í borginni í áratug.“ Þá segir Gísli forgangröðun R-list- ans í umferðarmálum vera skringi- lega og frekar hefði hann viljað sjá úrlausnir til að draga úr umferðar- hraða inni í íbúðahverfum. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af hraðakstri innan íbúðahverfa. Þar eru börn að leik og mér finnst það vera forgangs- mál að minnka hraða þar frekar en að byrja á hraðbrautunum. Auðvitað erum við sjálfstæðismenn hlynntir öllum aðgerðum sem auka umferðar- öryggi en mér finnst þessi forgangs- röðun R-listans vera einkennileg."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.