blaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 2
2IFRÉTTIR MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 blaðið blaðid________________ Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 5103700 •www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Fjallabyggð og Norðurþing Blaliö/Steinar Hugi Björn Ingi fagnar í Þjóðleikhúskjallaranum. Birni Inga Hrafnssyni, oddvita Framsóknarflokksins (Reykjavík, var auðsjáanlega létt þegar í Ijós kom að hann var öruggur inni í borgarstjórn Reykjavíkur. Hann fagnar hér með eiginkonu sinni á kosningavöku flokksins sem haldin var í Þjóðleikhúskjallaranum. Gjöf að gjalda Maður sem bjargað var frá drukknun fyrir 20 árum hefur endurgoldið bjargvætti sínum með því að gefa honum nýra. Remzo Pivic, frá bosníska þorp- inu Bosanski Brod, var næstum drukknaður þegar hann féll ofan í vatn fyrir tveimur áratugum síðan. Adulovic, maður sem átti leið hjá, stökk ofan í vatnið og náði að blása lífí í Pivic. Þegar Pivic frétti svo af því að Adulovic þyrfti á nýrnaígræðslu að halda var hann ekki lengi að stökkva til. „Loksins gat ég end- urgoldið honum það sem hann gerði fyrir mig fyrir 20 árum,“ sagði Adulovic. „Nú erum við blóðbræður." Opið: Virka daga 12-16, nema fimmtudaga 12-18 Eldshöfða 16, Bakhús S: 616-9606 Sturtuhaus A18 - Head Verð 2*000 kr Sturtubarki Verð 400 kr Góðar vörur á v góðu verði > 0 HHmO LéttskýiaaS^ SkýJaS Alskýjað4í— Rigning,HUIsháttar^^^RigningSúld * Sni6koma£t~ . Slydda Snjóél Skúr iiUl'Jjlf' Algarve 24 Amsterdam 12 Barcelona 24 Berlín 13 Chicago 25 Dublin 13 Frankfurt 10 Glasgow 12 Hamborg 12 Helsinki 10 Kaupmannahöfn 11 London 12 Madrid 30 Mallorka 22 Montreal 18 NewYork 17 Orlando 24 Osló 15 París 15 Stokkhólmur 09 Vin 14 Þórshöfn 04 Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hélt í Kópavogi í kosningunum á laugardag. Þrátt fyrir það misstu framsóknarmenn tvo bæjarfulltrúa og virðast því ekki njóta þeirrar uppbyggingar sem verið hefur í bænum síðustu ár. Sjálf- stæðismenn, með Gunnar I. Birgis- son bæjarstjóra í broddi fylkingar, bætti hins vegar við sig sjö prósent- ustigum. Það dugði þó ekki til þess að ná hreinum meirihluta í bænum eins og sumar kannanir höfðu gefið til kynna að væri mögulegt. Heim- ildir Blaðsins herma, að hart sé lagt að Ómari Stefánssyni, oddvita Fram- sóknarflokks, að slíta meirihluta- samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og mynda meirihluta með Samfylk- ingu og Vinstri-grænum. Samfylk- ingin bætti við sig einum manni í bænum og er með fjóra bæjarfull- Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu (slands Samhliða sveitarstjórnarkosning- unum var kosið á nokkrum stöðum um ný nöfn sameinaðra sveitarfé- laga. Nýtt sveitarfélag Siglufjarðar og Ólafsfjarðar mun hér eftir nefnast Fjallabyggð. Þá var kosið í Þingeyjasýslum. Þar sameinuðust Húsavíkurbær, Kelduneshreppur, Öxarfjarðarhreppur og Raufhafnar- hreppur og hlaut nýtt sveitarfélag nafnið Norðurþing. Strandabyggð heitir nýtt sveitarfélag sem sam- anstendur af Broddaneshreppi og Hólmavík. Þrír hreppar í Flóanum runnu saman í einn sem hlaut nafnið Flóa- hreppur. Langanesbyggð mun svo nýtt sveitarfélag heita á Norðurlandi sem samanstendur af Þórshafnar- hreppi og Skeggjastaðahreppi. Á morgun Vilja losna við Prescott Félagar í breska Verkamannaflokkn- um undirbúa nú að koma John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra, úr embætti. Prescott hefur verið flæktur í hneykslismál, en nýlega komst upp að Prescott hafi átt í ástarsambandi við einkaritara sinn fyrir nokkrum árum. Prescott hefur mikið verið gagnrýndur fyrir að halda launum sínum og hlunn- indum þótt skyldustörfum hans hafi verið fækkað eftir uppstokkun innan bresku stjórnarinnar nýlega. Blaöiö/Steinar Hugi viðræður um myndun nýs meiri- hluta í bænum í dag. Á Akureyri hófust, þegar eftir að úrslit voru ljós, viðræður á milli Samfylkingarinnar, Lista fólksins og Vinstri-grænna um myndun meirihluta. Líklegt þykir að Her- mann Jón Tómasson, oddviti Sam- fylkingarinnar verði bæjarstjóri. Samfylkingin bætti við sig tveimur mönnum í kosningunum, eru með þrjá og VG fengu tvo fulltrúa. Listi fólksins tapaði einum manni og er með einn mann í bæjarstjórn. Guðríður Arnardóttir, nýr oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, fylgist spennt með nýjustu tölum úr Kópavogi á kosninganóttina. trúa og Vinstri-grænir uppskáru vel og náðu inn manni. Að sögn heimildamanna Blaðsins er mikill vilji fyrir því hjá Samfylk- ingarmönnum að mynda meirihluta og bjóða framsóknarmönnum bæj- arstjórastólinn. Nafn Páls Magnús- sonar, aðstoðarmanns Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðarráðherra, hefur heyrst í því samhengi. Eftir því sem Blaðið komst næst í gær hófu framsóknarmenn þó viðræður við Sjálfstæðisflokk um áframhaldandi samstarf. Ekkert hafði heyrst af þeim fundi þegar blaðið fór í prentun. Viðræður í Mosfellsbæ í Mosfellsbæ tapaði Sjálfstæðisflokk- urinn meirihluta sínum og hefja full- trúar Samfylkingar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins formlegar Meirihlutinn hélt á ísafirði í Árborg féll meirihluti Samfylk- ingar og Framsóknarflokks en Vinstri-grænir bættu við sig eins og víða annarsstaðar og náðu inn manni. Þrátt fyrir fall meirihlut- ans eru þegar hafnar viðræður á milli gömlu meirihlutaflokkanna og Vinstri-grænna og er talið að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram í minnihluta þrátt fyrir að vera stærsti flokkur sveitarfélagsins. Kannanir fyrir kjördag á ísafirði gáfu til kynna að þar væri meiri- hluti Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokks fallinn. Annað kom á daginn og bættu sjálfstæðismenn við sig og halda þeir sínum fjórum fulltrúum. Páll Magnússon bæjar- stjóraefni í Kópavogi Sveitarstjórnarmenn um land allt velta fyrir sér mögulegum leiðum til þess að mynda meirihluta. Hart er lagt að framsóknarmönnum í Kópavogi að slíta meirihlutasamstarfi við Sjáifstæðisflokk og mynda nýjan meirihluta með Samfylkingunni.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.