blaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 6
6l
MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 blaöiö
Slæmt gengi
framsóknar
stendur upp úr
Innanflokksátök skýra slæmt gengi Fram-
sóknarflokksins í kosningunum. Vinstri-
grænir og Frjálslyndi flokkinn helstu sigur-
vegarar kosninganna.
Einar Mar Þórðarson, stjórnmála-
fræðingur, telur að slæmt gengi Fram-
sóknarflokksins standi upp úr í nýaf-
stöðnum sveitarstjórnarkosningum.
,Framsóknarflokkurinn virðist hafa
tapað miklu fylgi í mörgum bæjar-
félögum, með nokkrum undantekn-
ingum. Það er ljóst að flokkurinn
þarf að skoða sinn gang eftir þessar
kosningar, eins og forystumenn
flokksins hafa reyndar lýst yfir að
þeir muni gera,“ segir Einar.
„Sjálfstæðisflokknumgekknokkuð
vel í mörgum sveitarfélögum, ef
nokkur sveitarfélög eru undanskilin.
Útkoman í Reykjavík hlýtur að telj-
ast vonbrigði fyrir Samfylkinguna.
Samfylkingunni gekk þó betur á
öðrum stöðum á landinu og unnu til
dæmis stórsigur í Hafnarfirði,“ segir
Einar. Hann telur Vinstri-græna og
Frjálslynda vera helstu sigurvegara
kosninganna sem náðu mjög góðri
kosningu víða um land.
Innanflokksátök helsta
skýring slæms gengis
Framsóknarflokkurinntapaðimiklu
Dalvíkurbyggð
ísaQörður
17% 16%
I
42% 24%
Skagafjörður
30% 35%
Akureyri
I
24% í 15%
Fjarðabyggð
I
23% 25%
HornaQörður
.. Mosfellsbær
Akranes Rangárþing ytra
I
40% 39%
fylgi víða á landinu í kosningum
til sveitarstjórnar á laugardaginn.
Halldór Ásgrímsson, forsætisráð-
herra, sagði í viðræðum formanna
stjórnmálaflokkanna í Sjónvarp-
inu á kosninganótt, að þetta væru
mikil vonbrigði og að hann tæki á
sig vissa ábyrgð í því sambandi. Hall-
dór sagði að ekki væri nein einhlít
skýring á þessu. „Það liggur fyrir að
Framsóknarflokkurinn hefur verið
í forystu fyrir þessari ríkisstjórn,
sem nú situr. Það hefur verið hart
að okkur sótt og við gagnrýndir
fyrir mjög margt.“ Halldór vildi
ekki ræða nánar hvað hann ætti við
þegar hann sagðist axla sína ábyrgð.
Hann sagði þó að þessi niðurstaða
kosninganna myndi ekki hafa áhrif
á ríkisstjórnarsamstarfið.
Einar Mar segir að uppi hafa
verið margar skýringar á þessu
slæma gengi Framsóknarflokksins.
„Mikið hefur verið rætt um að verið
sé að refsa flokknum fyrir verk rík-
isstjórnarinnar, en þá spyr maður
hví Sjálfstæðisflokknum hafi ekki
verið refsað. Ég tel að helsta skýr-
26% 13%
Kópavogur
28% 12%
24% 16%
Ölfus
Árborg
I
16%-42%
28% 21%
36% 27%
2002 2006
Framsóknarflokkurinn geldur afhroð. Víðs vegar um landið mátti sjá skörp skil í kosningaúrslitum fyrir Framsóknarflokkinn. Það virðist þó
einkum á suðvestur horni landsins sem flokkurinn hefur fengið hvað versta útreið, en á einstaka stöðum bætti hann jafnvel við sig fylgi svo um
munar. Það var þó einkum í fámennum sveitarfélögum.
ingin á þessu gengi Framsóknar-
flokksins séu þau átök sem hafa
átt sér stað innan flokksins. Það er
fyrst og fremst þau sem hafa reynst
flokknum dýr.“
Tapar mönnum í stærstu
bæjarfélögunum
Erfitt er að draga upp skýra mynd
af gengi Framsóknarflokksins sam-
anborið við kosningarnar 2002 í
mörgum sveitarfélögum. Framsókn-
arflokkurinn bauð víða fram í sam-
starfi við aðra flokka auk þess sem
búið er að sameina sum sveitarfé-
lög á landinu sem gerir samanburð
erfiðan.
Framsóknarflokkurinn náði
inn einum manni í Reykjavík, en
dtti tvo borgarfulltrúa í R-listasam-
starfinu. Það hlýtur þó að teljast
gott gengi miðað við þær spár sem
gerðar voru dagana fyrir kosningar
sem bentu til þess að flokkurinn
fengi engan mann kjörinn í Reykja-
vík. Framsóknarflokkurinn tapaði
miklu fylgi og missti tvo bæjarfull-
trúa bæði í Kópavogi og á Akureyri.
Þá tapaði Framsóknarflokkurinn
einum manni í bæjarstjórn Mosfells-
bæjar, í bæjarstjórn Árborgar og
einnig á Akranesi.
Framsóknarmönnum fjölgaði
hinsvegar í bæjarstjórn í Skaga-
firði og í Rangárþingi ytra, auk
þess sem flokkurinn hélt sínum
mönnum í Grindavík, Húnaþingi
eystra, Fljótdalshéraði, Fjarðabyggð,
Hornafirði, Rangárþingi eystra og í
Mýrdalshreppi. Þá náði Framsókn-
arflokkurinn tveimur mönnum inn
í bæjarstjórn í sameinuðu sveitarfé-
lagi Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og
þremur mönnum inn í sameinuðu
sveitarfélagi í Þingeyjarsýslu.
Liðhlaup gerist algengara
þökkum kjósendum stuðninginn og horfum bjartsýn fram á veginn.
Við heitum kraftmiklu starfi á kjörtímabilinu, þar sem umhverfis-
og náttúruverndarsjónarmið verða í hávegum höfð og áhersla lögð á
kvenfrelsi og félagslegt réttlæti.
Rúmlega þúsund breskir hermenn
hafa gerst liðhlaupar síðan stríðið í
írak braust út. Könnun breska ríkis-
útvarpsins sýnir að tæplega 400 her-
menn struku úr herstöðvum í Bret-
landi á síðasta ári og hafa ekki látið
sjá sig aftur. Það sem af er ári hafa
189 hermenn látið sig hverfa. Breska
þingið ræðir um þessar mundir laga-
frumvarp, sem gerir ráð fyrir að
afnema rétt hermanna til að neita
að taka þátt í hernámi erlends ríkis.
Talið er að helsta orsök liðhlaups
breskra hermanna sé að koma í veg
fyrir að vera sendir til frak.
I